Strákarnir samt frábærir

Leikurinn við Þjóðverja fór greinilega snemma fram í dag því þegar ég vaknaði var hann þegar búinn svo ég gat ekki einu sinni reynt að hlusta á slitrótta útsendingu. Mér til varnaðar skal nefnt hér að það er átta tíma munur á Vancouver og Íslandi og níu tíma munur á Vancouver og Þýskalandi þannig að það er ekki eins og ég hafi sofið fram yfir hádegið.

En það sem ég vildi segja var að hvað sem gerist núna er samt sem áður ljóst að Íslendingar hafa staðið sig frábærlega. Ef þeir lenta í áttunda sæti er það allt í lagi því þeir eru æðislegir og hafa gert okkur stolt. Ef þeir vinna fleiri leiki og komast í hærra sæti en hið áttunda, hvað þá verðlaunasæti, er það auka bónus og auðvitað verðum við ánægðari  og ánægðari þeim mun hærra sem þeir lenda. En sem sagt, til hamingju strákar! Tilhugsunin um að eiga eitt af bestu handboltaliðum í heimi yljar hjarta landans.

Verst er að hér vestra halda allir að handbolti sé veggsport þar sem menn slá bolta með hendinni en ekki spaða, og þeim þykir ekkert til þess koma. Þannig að lítið gengur að monta sig yfir því hér hversu góðir Íslendingar séu í handbolta. 


mbl.is Ólafur: „Mætum brjálaðir til leiks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband