Hvað er það?

Ég ætti náttúrulega ekki að segja orð um þau Beckhamhjón því fæstum orðum fylgir minnst ábyrgð. Og ég hef næstum því ekkert gott um þau hjón að segja. Reyndar viðurkenni ég að Beckham er býsna góður fótboltamaður og nokkuð myndarlegur líka, en það má nú segja um fleiri knattspyrnumenn sem ekki hafa orðið þvílíkar stórstjörnur, svo sem Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo. Aðrir fallegir fótboltamenn sem einnig eru glettilega góðir (og sumir betri en Beckham) eru t.d. Thierry Henry, Michael Owen, Fredrick Ljungberg og Steven Gerrard. Munurinn er kannski sá að enginn þeirra er giftur leiðindarpíku úr stelpnasveit (alla vega ekki svo ég viti til). En Posh lifir eingöngu á fornri frægð. Hún hefur hvað eftir annað reynt að komast aftur í sviðsljósið sem söngvari en ekki tekist, enda varla meira en partýfær söngvari. En þetta er sennilega bara svona gullin formúla: Íþróttakappi og afdanka poppstjarna. Nóg um að slúðra. Og svo bætist við framhjáhald og fleira og þá er nú gaman hjá slúðurpressunni. En að fólk skuli hafa nenna að fylgjast með!!!
mbl.is JLo bætist í hóp aðdáenda Beckham-hjónanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband