Vantar betri upplýsingar um næringargildi
28.3.2012 | 14:16
Ég keypti mér léttan ab drykk með epli og gulrótum frá Mjólkursamsölunni. Fínasti drykkur og fullur af ab gerlum. Eitt er það þó sem angrar mig. Í upplýsingum um næringargildi kemur fram að í 100 grömmum séu 46 kílókaloríur. Ekki slæmt. Hvað skyldu þá vera margar í þessum litla dalli sem ég keypti?
Ég leitaði á dollunni eftir upplýsingum um hversu mörg grömm af ab-drykknum væru í dollunni en þær var ekki að finna. Í staðinn var hægt að lesa að í dallinum væru 250 ml. En það eru engar upplýsingar um hversu margar kaloríur eru í hundrað millilítrum - bara í 100 grömmum, svo ég stóð frammi fyrir því að vita engan veginn hversu margra kaloría ég neytti þegar ég drakk úr dallinum. Ég veit að einn millilítri af vatni samsvarar einu grammi af vatni, en varla á það við um alla vökva, eða hvað? Fáviska mín á þessu sviði er mikil en varla þó minni en svona gengur og gerist. Og jafnvel ef svo er þá finnst mér ástæðulaust að gera ráð fyrir að fólk allt viti þetta.
Eðlilegast væri að hafa upplýsingar um næringargildi í sömu mælieiningu og gefin er upp fyrir magnið sem selt er. Oft sé ég í upplýsingum um næringargildi annars vegar hvað það er í 100 grömmum og hins vegar í ákveðnum skammti eða einingu. Hér hefði t.d. verið upplagt að gefa upp, auk næringargildis í 100 grömmum, næringargildið í þessum dalli. Þá hefði ég virkilega vitað hvað það var sem ég setti ofan í mig.
Athugasemdir
SEndi frænku minni fræðingnum í næringarefnunum m.m. greinina til gamans.
Magnús G. (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 20:12
Takk.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.3.2012 kl. 09:48
hæ fyrirgefðu að ég pósta þessu hér, langaði bara svo að sýna þér þetta ef þú varst ekki búin að sjá þetta; http://www.king5.com/news/local/Is-there-a-Seattle-accent-145861045.html
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.