Bestu bækurnar
30.4.2012 | 16:46
Eftir að ritgerðarvinnu lauk hef ég haft miklu meiri tíma til að lesa. Reyndar ekki mikinn tíma því þótt mér þyki bókalestur skemmtilegur þykir mér enn skemmtilegra að vera útivið, helst í einhverri líkamsrækt. Og svo finnst mér oft gott að núllstilla mig með einföldu formúluefni í sjónvarpinu - og þá meina ég ekki formúlu eitt. En þrátt fyrir allt sem glepur hef ég lesið heilmikið frá því ritgerðin kláraðist í lok ágúst. Ég ætla ekki að segja ykkur frá því öllu en mig langar að segja ykkur frá svolitlu lestrarverkefni sem ég bjó mér til.
Ég fór á netið og fann hina ýmsu lista yfir 100 bestu bækurnar. Ég vildi ekki treysta bara einum lista svo í staðinn hlóð ég öllum listunum sjö inn í sama skjalið og raðaði svo bókunum eftir því hversu oft þær birtust á listunum. Þannig gat ég búið mér til minn eigin lista.
Aðeins tvær bækur voru á öllum listunum sjö. Þetta voru 1984 eftir George Orwill og Ulysses eftir James Joyce. Ég hef hvoruga lesið en nú eru báðar á listanum mínum. Ég ætla ekki að fara yfir allan listann en þær bækur sem nefndar voru á fimm listum (engin var nefnd á sex listum) voru:
Anna Karenina eftir Leo Tolostoy
Brave New World eftir Aldous Huxley
Crime and Punishment eftir Fyodor Dostoevsky
Great Expectations eftir Charles Dickens
Invisible Man eftir Ralph Ellison
Lolita eftir Vladimir Nabokov
Lord of the Flies eftir William Golding
Love in the time of cholera eftir Gabriel Garcia Marques
Middlemarch eftir George Eliott
Midnight's Children eftir Salman Rushdie
One hundred years of solitude eftir Gabriel Garcia Marquez
Pride and Prejudice eftir Jane Austin
The Sound and the Fury eftir William Faulkner
To the Lighthouse eftir Virginia Woolf
War and Peace eftir Leo Tolstoy
Wuthering Heights eftir Emily Brontë
Ég er byrjuð að lesa bækur á listanum (ekki þó allar svona ofarlega) og ætla að skrifa um það fljótlega.
Athugasemdir
Gott að þú hefur ekki of mikið af tíma til að lesa...en væri ekki nær að dreifa þessum bókum á eins og 5 ára plan og setja aðrar bækur inn á milli. Ég hef lesið vænan bita af þessum lista og þetta er ekkert léttmeti stelpa!
Rut (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 19:02
Jújú, þetta er langtíma markmið. Hef t.d. verið að hlusta á Góða dátann Sveijk í flutningi Gísla Halldórs. Snilld.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.5.2012 kl. 21:01
Já Sveijk stendur fyrir sínu. Ég er nýbúin að lesa bókina aftur og Kidda er einmitt nýbúin að hlusta aftur á Gísla lesa bókina, þetta er held ég ein af uppáhalds bókunum hennar!
Rut (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.