66 gráður norður í Amazing Race

Ég horfði á Amazing Race í kvöld (tveggja tíma spennandi þáttur) og ein stelpan var í jakka frá 66 gráðum norður. Mjög fallegum meira að segja. Góð auglýsing fyrir þá enda horfa margir á þennan þátt. Mér datt í hug að hún hefði kannski tekið þátt í seríunni sem fór til Íslands og keypt jakkann þar (öll sem keppa núna hafa jú tekið þátt í einhverri af fyrri keppnum). Eða er 66 kannski farið að selja í búðum erlendis?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já en, já en, kom einhvers staðar fram í keppninni hvar hægt væri að kaupa svona úlpu? Annars er auglýsingagildið lítið.

Berglind Steinsdóttir, 2.4.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, það kom ekki fram. Enda þyrfti 66 að borga fyrir slíkar upplýsingar. Þetta var meira svona óbein auglýsing. Hins vegar sást 66 merkið mjög greinilega og ef einhver hefur hrifist af jakkanum og slær inn "66 outdoors clothes" í Google þá er 66 gráður norður fyrsta síðan sem kemur upp.

Ég las reyndar einhverja grein um jólin um að þetta væri orðið tískumerki hjá mörgum. Tarantino væri alltaf í svona jökkum og væri farinn að gefa vinum og vandamönnum, og að fleiri leikarar séu farnir að sjást í 66. Hver veit nema þeir fari að þenjast út.

Segi ég, þar sem ég sit í minni gráu 66 gráðu flíspeysu! 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.4.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband