Drepfyndið

Þetta er með  því fyndnasta sem ég hef séð. Það er eitthvað svo aumkunarvert við Bush að þegar hann reynir að gera eitthvað mannlegt þá getur maður ekki annað en hlegið að honum, ekki með honum. Ég sá þetta atriði annars í sjónvarpinu í gær, mun lengra en þetta brot, og þar hreyfði hann sig mun meira (áður en hann fór að spila á trommurnar). Það sem er kannski fyndnast við þetta er að ég velti því fyrir mér hvort þetta væri í raun Bush eða náunginn sem leikur hann alltaf hjá Jay Leno. Sá er svo líkur honum, og nær öllum hans hreyfingum svo vel að þetta hefði allt eins getað verið hann. Og greyið Bush er eitthað svo hálfvitalegur í hreyfingum að  maður heldur að þetta sé grín hjá Leno en ekki mikilvæg athöfn í hvíta húsinu. 
mbl.is Bush sýndi afrískan dans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband