Hvað með íslensk kindabrúðkaup?

Ef Íslendingar væru neyddir til að giftast kindum þegar þeir eru staðnir að svipaðri iðju og þessi súdanski bóndi með geitinni, þá væru þó  nokkur kindabrúðkaup haldin í landinu. Á mínum unglingsárum vann ég sumarvinnu í stóru fyrirtæki þar sem voru, þegar best lét, um 200 starfsmenn, þar af kannski tíu konur. Einhvern tímann fékk ég mér permanent og eins og unglingspilta er siður þá olli þessi nýja hárgreiðsla heilmiklu jarmi frá starfbræðrum mínum í yngri kantinum. Einu sinni sem oftar byrjaði einn þeirra að jarma á mig þegar við biðum eftir því að dyrnar inn í mötuneytið væru opnaðar en þá vildi ekki betur til en að akkúrat á þeirri stundu gekk fram hjá okkur þekktur kindaserðir. Hann tók þetta jarm auðvitað umsvifalaust til sín og ég hélt hann ætlaði að drepa strákgreyið. Það góða við þetta var að ég slapp við jarmið eftir þetta. 
mbl.is Geitabrúðurin öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekktur kindaserðir! Hvers konar fólk bjó þarna fyrir norðan?

Már Högnason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 06:26

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hehe. Þekki hann ekki persónulega...sem betur fer. En það er von að þú spyrjir um okkur norðanmenn. Og það er ekki eins og þessi sem ég nefndi sé sá eini...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.5.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband