Draumurinn búinn

Í kvöld tapaði Vancouver 2-1 fyrir Anaheim í framlengingu númer tvö í hokkíinu. Anaheim vann þar sinn fjórða sigur í seríunni og Vancouverliðið er komið í sumarfrí. Borgin er örugglega í sorg í kvöld og það mun taka einhvern tíma að jafna sig. Vonandi fáum við loks langþráð sumar svo við getum farið á ströndina og sólað okkur í staðinn.

Á meðan mun afgangurinn af Kanada sameinast í stuðningi við Ottawa sem vonandi fer alla leið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Sem Minnesota Wild fan þá þekki ég tilfinninguna...stupid Mighty Ducks.     But there´s always next season!

Róbert Björnsson, 4.5.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Við getum haft klúbb með þeim sem var slátrað af öndunum. Verst er að þeir eiga bara eftir að verða betri. Hafa frábæra unga leikmenn eins og Getslaf sem er ekki nema um 21 árs. Hann gæti átt eftir að verða besti leikmaður í heimi. En það er alveg rétt hjá þér. Það er alltaf næsta vertímabil og þá getum við sameinast um andasteik.

Ég hef annars alltaf góðar taugar til Minnesota Wilds. Fór oft til Minneapolis þegar ég bjó í Winnipeg og þótt borgin sé kannski ekki sú skemmtilegasta þá hafa þeir einn besta flugvöll í Bandaríkjunum. Og þar sem ég þurfti að eyða miklum tíma þar í hvert sinn sem ég flaug til Íslands eða til baka, þá var ég ákaflega þakklát fyrir alla veitingastaðina og litlu verslanirnar á vellinum. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.5.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband