Hin hliðin
9.6.2007 | 03:20
Ég var að horfa á 360° með Anderson Cooper á CNN og hann var að tala við lögræðinginn Harvey Levin um mál París Hilton. Sá sagði að það væri mjög algengt að fólki sem fengi svona létta dóma væri sleppt úr haldi eftir tvo daga í fangelsi. Hann vildi því halda því fram að París væri hér beitt órétti í nafni frægðar sinnar en ekki öfugt. Hann sagði líka að París væri þunglynd að því marki að ef hún hefði fengið lengri dóm hefði hún verið send á geðspítala fangelsisins. Það þætti hins vegar ekki gott að gera slíkt þegar viðkomandi hefði fengið svo létta dóma því þar sitja margir kolklikkaðir. Mér fannst þetta allt athyglisvert en ég veit svo lítið um réttarkerfið í Bandaríkjunum (eða hvar sem er) að ég get ekki dæmt um það hvort París slapp vel vegna frægðar sinnar (eins og flestir telja) eða illa, eins og þessi Levin virðist telja.
Annars leiðist mér Hiltondýrið ógurlega svo mér finnst bara ágætt að hún þarf að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Hilton send aftur í fangelsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áhugaverður vinkill, og eflaust nauðsynlegur. Ég veit líkt og margir aðrir lítið um hvernig bandarískt réttarkerfi virkar, en greinilega virðist dómarinn ekki vera á sama máli og lögregluforinginn, og það er alvarlegt. Þetta fíaskó síðustu tvo daga hefði kannski verið hægt að forðast ef þessir tveir aðilar hefðu talað saman áður en lögregluforinginn sleppti Paris.
En ég vona að hún sitji þennan tíma og komi rólegri út - ég held að hún hefði hreinlega gott af því. My two cents...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.