Ég hef lent í þessu

Þegar ég var fimm eða sex ára fór ég, ásamt foreldrum mínum og bróður, í gullbrúðkaup afabróður míns og konu hans. Þetta var alveg risastór veisla með fjölmörgum þjónum, mat og flotteríi. Einn þjónanna kom að borðinu okkar og spurði hvað við vildum drekka. Við Gunni bróðir vildum kók. Eftir svolitla stund kom þjónn með kók, ekki sá sem tók við pöntuninni heldur annar, og ég saup á, enda fékk ég ekki oft svoleiðis dýrindisveitingar. En um leið og ég fékk vökvann upp í mig hryllti mér við og ég lýsti því yfir að þetta væri ógeðslegt kók. Gunni smakkaði sitt og tilkynnti að þetta væri brennivín. Hann var tólf ára og hefur varla haft mikla reynslu af áfengi (annars veit ég aldrei) en sjálfsagt var þetta ekki brennivín. En áfengi var það. Börnunum, fimm ára og tólf ára var sem sagt færð einhver áfengisblanda í afmælinu. Þjónninn margbaðst afsökunar á þessu og sagðist hafa gripið þessi tvö glös í þeirri trú að þarna væri kók en ekki eitthvað síður barnvænt. 

Þetta sem gerðist þarna á Applebees er því alls ekkert einsdæmi. 


mbl.is Tveggja ára gamalt barn fékk áfengi í stað eplasafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem þú hefur sötrað eplasafa eða áfengi í dag, þá vona ég að 17. júní verði þér yndislegur dagur!

Gleðilegan þjóðhátíðardag!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 17:34

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega Doddi. Ég fer bráðum á Íslendingafagnað í Maple Ridge. Hér er núna íslenskur kór sem ætlar að syngja.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.6.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband