Að sinna vinnu sinni

Það sem mér finnst yfirleitt verst við veitingu fálkaorðunnar er að flestir sem fá hana eru einfaldlega að sinna vinnu sinni. Þeir fá borgað fyrir allt sem þeir gera. Og eðli vinnunnar vegna taka stjórnvöld eftir því. Pabbi minn var frábær trésmiður sem sinnti sinni vinnu eins vel og hægt var að búast við, og betur, en aldrei hefur hann fengið fálkaorðu. Og þó held ég að hann hafi lagt heilmikið til íslenskra skipasmíða. Ég hef haft kennara sem höfðu meiri áhrif á mig en flestir aðrir og sem lögðu grunninn að menntalífi hundruða ef ekki þúsunda ungmenna sem lærðu hjá þeim. Enginn þeirra hefur fengið fálkaorðu. Af hverju fær fólk í sumum stéttum fálkaorðu fyrir að sinna vinnu sinni vel en aðrir, sem sinna sinni vinnu alveg jafn vel, fá enga slíka viðurkenningu?

Hvers vegna er þessi orða ekki veitt fólki sem leggur sig fram um að gera Ísland betra í sínum frítíma? Fólk sem gerir það áhuga síns vegna, ekki vegna þess að það fær borgað fyrir það?

Og nú er ég ekki að segja að þarna á listanum sé ekki fólk sem á þessa orðu skilda, því sjálfsagt hafa sumir lagt sig fram umfram vinnuskyldu, en oftast er það nú þannig að fólk hefur atvinnu að því að gera það sem það fær viðurkenninguna fyrir.Ég er til dæmis mjög ánægð með að sjá að Guðrún Kvaran skuli hafa fengið orðuna enda hefur hún gert mikið til verndurar íslenskri tungu. Og þarna eru ábyggilega aðrir sem einng hafa farið nokkra aukakílómetra til að láta gott af sér leiða.

Fyrir nokkrum árum fékk fjöldi Vestur Íslendinga fálkaorðuna. Þau áttu öll skilið að fá hana því allt var þetta fólk eyddi stórum hluta af frítíma sínum í það að kynna Ísland, kynna íslenska menningu, og að halda saman því þjóðarbroti sem fluttist vestur um haf. Þar má nefna t.d. fyrrverandi konsúl í Gimli, Neil Bardal sem lagði alveg ótrúlega vinnu í allt sem íslenskt var og var alltaf til staðar til að hjálpa við hvaðeina sem uppá kom. Þarna má líka nefna skurðlækninn Ken Thorlaksson sem nú hefur verið formaður þriggja fjáröflunarnefnda sem hafa staðið að því að byggja upp íslenskudeildina við Manitóbaháskóla, bókasafnið, ofl. Enginn þeirra sem fékk orðuna þarna vestra hafði atvinnu af því að kynna Ísland og vestur íslenskt samfélag. Þau gerðu það einfaldlega af því að þau elska landið, þau eru stolt af uppruna sínum og þau vilja allt til gera til þess að þessi tengsl haldist áfram. 

Svoleiðis fólk á að fá Fálkaorðuna.  


mbl.is Fálkaorðan veitt á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Ég gæti ekki verið meira sammála þér.

Snorri Örn Arnaldsson, 17.6.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband