Hið stóra svið Rollinganna

Rollingarnir spiluðu hér í haust og á staðnum þar sem ég klifra var auglýst eftir starfsmönnum til þess að setja upp sviðið og taka það niður. Tekið var fram að viðkomandi þyrfti að geta klifrað 5.10c nokkuð þokkalega. Ég get klifrað 5.10c en mér leist ekki á hæðina á sviðinu því ég er óvenju lofthrædd af klifrara að vera. Svo ég sótti ekki um þótt mér hefði ekki veitt af peningnum. Vanalega er mikið öryggi við það að klifra því maður er vel bundinn inn og reipið kyrfilega fest á vegginn/klettinn, en í svona dæmi, þegar verið að er taka niður sviðið, er auðvitað ekkert öruggt. Þarna virðast mennirnir hafa verið bundnir í bita sem féll, og þá þýðir lítið að vera með belti og ólar. Óttalega sorglegt. Ætli þetta hafi verið fastastarfmenn eða klifrarar sem þeir réðu þarna í Madríd?


mbl.is Sviðsmenn Rolling Stones létust af slysförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband