Kemur ekki á óvart

Þetta eru engar nýjar fréttir fyrir mér. Annað árið sem ég bjó í Kanada var skoskur náungi í bekknum mínum og hann var einmitt að taka þetta próf. Einn daginn kom hann með prófið sitt í tíma og las yfir bekkinn og í  ljós kom að Kanadamennirnir vissu aðeins svörin við um helmingi spurninganna. Almennt þekkja Kanadamenn sögu og landafræði mjög illa. Á sléttunum var yfirleitt sagt að þekking Torontobúa á vesturhluta landsins væri Vancouver. Þeir vissu ekkert hvað væri þar á milli. Og ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig stendur á því að svo margir vita ekki um stórviðburði í sögu landsins eins og til dæmis sprenginguna í Halifax, FLQ krísuna, Louis Riel, o.s.frv. Svo maður tali nú ekki um heimsviðburði. Einn fyrrum nemandi minn vissi ekki hvaða stórveldi annað en Bandaríkin var aðalleikmaður í kalda stríðinu. Annars er ekkert að marka að svo margir innflytjendur standist prófið því þeir kaupa bók með svörunum í og þurfa bara að læra þau utanað. Það eina sem ekki er í bókinni og þeir þurfa að athuga annars staðar eru breytanlegar staðreyndir eins og til dæmis hver er sitjandi borgarstjóri í borginni þeirra o.s.frv.

Mér sýnist að á myndinni sé þetta CN turninn í Toronto. 


mbl.is Helmingur Kanadamanna of fáfróður til að mega vera Kanadamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Satt segirðu, Kristín, ég sé, að við, Íslendingar, erum sumir hverjir veikir fyrir í Kanadafræðum. Það vill svo til, að við, Kristín mín, ætlum með fleira fólki til Kanada að vori komanda. Ég þarf að rifja upp sitthvað, áður en við leggjum í ´ann, trúðu mér! Við hlökkum mikið til, því að við höfum farið nokkrum sinnum til Norður-Ameríku, en aldrei til þess lands, sem tók við löndum okkar forðum.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.6.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þá skaltu endilega lesa næstu færslu hjá mér sem hefur upplýsingar fyrir fólk á leið hingað vestur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.6.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband