Skil ekki gyðingahatur

Ég þekki fjölda gyðinga og þetta er upp til hópa hið besta fólk. Yfirleitt hef ég ekki einu sinni vitað að um gyðing væri að ræða fyrr en mér var sagt frá því. Í einstaka tilfellum fattar maður það á nafni viðkomandi, og það hefur komið fyrir að útlit hafi bent til þess en yfirleitt þekki ég ekki gyðinga frá öðrum. Skil því ekki hvernig fólk getur hatast út í þá.

Ég er reyndar ekki sérlega hrifin af Ísrael og mér hefur fundist að þeir hafi oft sloppið við gagnrýni fyrir það sem þeir hafa gert Palestínumönnum. Takið eftir að ég er ekki að segja að Palestínumenn séu saklausir, né stend ég með þeim í deilunni þarna við botn Miðjarðarhafs. Það eina sem ég er að segja er að ég tel báða aðilja sökótta í málinu en vaninn hefur verið að slengja öllu á Palestínu og hvítþvo Ísrael. Alla vega hér vestra.

Hvort Gyðingar standa fremur með Ísrael en þeim löndum sem þeir búa í veit ég ekkert um en það er ábyggilega bara upp og ofan. Ég veit t.d. um einn gyðing frá Ísrael sem segist fremur myndu fremja sjálfsmorð en að fara aftur þangað (hún stendur í stappi við að fá græna kortið). Eitt af því sem fólk kvartar yfir eru ítök gyðinga í fjármál- og viðskiptaheiminum. Þýðir það ekki bara að þetta sé duglegt og gáfað fólk sem nær að koma sér áfram? Er þetta ekki það sama og Danir eru að ásaka Íslendinga um? 

Ég vona að fólk fari að verða aðeins umburðarlyndara gagnvart náunganum. 


mbl.is Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég þekki líka austfirðing og einnig einn frá Njarðvík.

Íslendingar ættu nú að stíga varlega til jarðar. Það er risastór hópur sem veit ekki að það er gyðingar að ætt og uppruna. Kynnið ykkur ættfræðina !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.7.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held þú hafir týnt mér hérna predikari. Ég skil ekki alveg athugasemdina í samhengi við það sem ég skrifaði. Ertu að segja að við séum gyðingar að uppruna? Ef það er satt, breytir það einhverju um það sem ég skrifaði? Eða ertu að bæta við það? Ég held reyndar að Íslendingar hafi ekki verið þátttakendur í þessari könnun þannig að ég veit ekki hvort við þurfum að stíga eitthvað varlega til jarðar. En ég er líklega að misskilja þig.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var sjálf að blogga við sömu frétt.  Ég hef bara eitt að segja: Manneskja, er manneskja hvaðan sem hún kemur.  Hún skal bara dæmast af gjörðum sínum.  Það er svo einfalt.  Ég hef andstyggð á þessu bölvaða kynþáttahatri allsstaðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 22:44

4 identicon

Þetta er öfugt í Evrópu... Ísraelsmenn eru alltaf vondi kallinn. Hérna á klakanum er alltaf verið að mótmæla Ísraelsmönnum og Palestínumenn eru stikkfrí.

Finnst mjög líklegt að fjölmiðlar í Evrópu séu að ýta undir gyðingahatur, ekki endilega viljandi. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 04:53

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Athyglisvert. Hafði ekki gert mér grein fyrir því að stuðningur við Palestínu væri sterkari í Evrópu. Skilur fólk ekki að báðar þessar þjóðir hegða sér eins og svín og það er enginn góði kall í þessu máli?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.7.2007 kl. 05:00

6 Smámynd: Sigurjón

Rétt hjá þér Stína.  Sjaldan veldur einn þá tveir deila (nema deilt sé með tveimur...).  Vonandi hefur umburðarlyndið sigur yfir umburðarleysinu á endanum.  Við getum bara vonað og einstaklingurinn bætt sig sjálfan.

Sigurjón, 18.7.2007 kl. 16:38

7 identicon

Mér finnst það í raun ekkert skrýtið að hatur á gyðingum aukist í það minnsta hér á landi.Fréttaflutningur er þess eðlis að Ísraelsmenn eru ávalt í hlutverki vonda karlsins, við að murka lífið úr saklausum Palestínumönnum.Ég er alls ekki að segja að Ísraelar séu saklausir.Það er rétt eins og Sigurjón minnist á sjaldan veldur einn þegar tveir deila.  

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband