Frábært kjúklingasalat
18.7.2007 | 01:45
Stundum bý ég til alveg magnaðan mat, algjörlega óvart. Nei, þetta er ekki rétt lýsing hjá mér. Réttari lýsing væri að segja að ég breyti uppskriftum þannig að þær samræmist betur því sem ég á í ísskápnum, og útkoman verður stórkostleg.
Í gær var ég í Market Place kjörbúðinni, sem er svona aðeins fínni búð en Safeway þar sem ég versla vanalega. Ég vissi ekki hvað ég vildi hafa í kvöldmatinn en í kassa nálægt inngangnum var bunki af uppskriftartímariti frá búðinni. Frítt blað, gefið út til þess að hvetja fólk til þess að kaupa sérvörur verslunarinnar. Ég fletti í gegnum blaðið og sá þar uppskrift af kjúklingasalati sem mér leist vel á. Gallinn var að ég þyrfti að kaupa hrikalega margt í salatið og mér fannst það algjör óþarfi. T.d. voru í réttinum sérstakar kjúklingabringur í ákveðnum legi frá versluninni. Salatsósa frá þeim, hnetubland frá þeim, o.s.frv. Kjúklingabringurnar voru seldar margar saman í pakka fyrir 14 dollara og ég myndi þurfa að borða kjúklinga í alltaf mörg mál. Svo ég keypti venjulegar kjúklingabringur, rauðlauk og avókadó og ákvað að nota það sem ég ætti heima í afganginn.
Ég fór í gegnum ísskápinn og eftir að svolitla leit og nokkrar pælingar gerði ég eftirfarandi.
Ég helti hungangs hvítlaukssósu (honey garlic) frá
Ég skar niður rauðlauk og avódadó og setti saman í skál. Blandaði saman við það balsamic vinigrette.
Skellti slatta af grænum salat blöðum (hvað sem er ætti að duga - eitthvað bland í poka t.d.) í skál, hellti avókadó og laukblöndunni yfir, bætti kjúklingnum út í og að lokum hnetum (t.d. furuhnetum, valhnetum).
Þetta var svo gott að ég bjó aftur til svona salat í kvöld, enda átti ég enn eftir svolítinn kjúkling og hinn hlutann af avókadóinu (get ekki vanist því að kalla þetta lárperu).
Mæli með þessu.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 03:04 | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ... fannst við hæfi að skrifa þetta komment hér, en viti menn - ég fór út í búð áðan og keypti hrásalat, broccoli (sem eftir smá heimsku í mér, komst ég að heitir spergilkál á íslensku) og beikonbita. Þessu var ég að hræra saman áðan, og mér finnst þetta algjört æði.
Þúsund þakkir fyrir þetta!!!
(ps. ekkert rauðkál var í þessu hjá mér, en þetta smakkaðist samt ótrúlega vel!!!!)
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.