Ég er ekki í röð

Eftir tvo tíma hefst sala á Harry Potter hér í Vancouver og ég sit fyrir framan tölvuna en ekki neins staðar í biðröð. Enda er mígandi rigning og það getur varla verið gaman fyrir neinn að hanga fyrir utan bókabúð í þessu úrhelli. Það er annars athyglisvert að á Íslandi hófst sala bókarinnar klukkan ellefu, á miðnætti þeirra í London, en alls staðar annars staðar er haldið í það að hefja ekki sölu fyrr en á miðnætti. Við hefðum í raun getað farið að selja bókina fyrir sex klukkutímum en kannski hefur sölumönnum ekki þótt það eins spennandi eins og að halda sig við miðnætursöluna. Það var reyndar búið að skipuleggja heilmikið Harry Potter partý fyrir börnin í VanDusen garðinum í Vancouver og margar bókabúðir voru einnig með húllumhæ á dagskrá.

Ég hugsa nú að ég lalli út í bókabúð á miðnætti enda tekur það mig ekki nema um sjö mínútur eða svo að ganga þangað. Efast samt um að ég lesi mikið í nótt. Einu sinni gat ég lesið á kvöldin (og næturnar) en það virðist vera einn af þeim hæfileikum sem ég hef misst með árunum. Nú les ég þrjár blaðsíður og sofna svo. Hef það frá mömmu - hún getur aldrei lesið í rúminu.

Var annars að velta því fyrir mér hversu langur tími líður á milli þess að þeir sem mættu í raðir snemma í dag, eða jafnvel í gær, fengu bókina í hendur og hinir sem mættu bara á svæðið á miðnætti (eða klukkan ellefu heima á Íslandi). Fimmtán mínútur? Hálftími? 


mbl.is Biðin á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband