Ætti að taka hokkíþjálfara sér til fyrirmyndar

Ég skrifaði færslu um það í vor, þegar ég var að horfa á Stanley bikarinn, hvernig hokkíþjálfarar eru ólíkir þjálfurunum í ensku fótboltadeildinni, sérstaklega þjálfurum stærri liðanna. Menn eins og Fergusson, Mourhino og já, líka Wenger, eru síkvartandi, alltaf með eitthvert skítkast og virðast helst aldrei viðurkenna neitt sem þeirra eigin leikmenn gera. Og ef þeir geta ekki neitað því að leikmenn hafi gert það sem þeir gerðu þá koma þeir með afsaknir, eins og að þeim hafi verið ögrað.

Ég horfði á alla blaðamannafundi eftir leiki Vancouver í hokkíinu, bæði viðtölin við Vigneault, þjálfara Canucks, en einnig þjálfara andstæðinganna, og aldrei nokkurn tímann sá ég þá segja neitt ljótt um andstæðinginn, og ef þeirra leikmenn höfðu verið reknir út af þá gerðu þeir aldrei neitt til þess að afsaka það. Einu sinni gerðist það að Vigneault viðurkenndi að hann væri ekki ánægður með hvernig hitt liðið hafði reynt að koma höggum á markvörð Canucks, en það var ekki fyrr en hann var beinlínis spurður. Og þá sagði hann að já, hann væri óánægður með það og hann væri búinn að ræða þetta við rétt yfirvöld, og svo var það ekki nefnt meir. Þessir menn sýna leikmönnum, dómurum og öðrum þjálfurum geysilega virðingu og kurteisi.

Það kemur reyndar fyrir að svo er ekki og ég veit um eitt síðasta vetur þar sem þjálfari var í vondu skapi og hreytti í allt og alla, en hann virtist aðallega fúll út í fréttamenn og neitaði að svara spurningum þeirra. Ég veit líka til þess að tveir framkvæmdastjórar (Bryan Burke hjá Anaheim og hvað sem hann heitir hjá Minnesota Wild) hafi háð nokkurs konar stríð í fjölmiðlum en svoleiðis hlutir eru algjör undantekning. 

Ég vildi geta notið ensku knattspyrnunnar án þessa væls sem kemur frá þjálfurum. Hver þeirra sem á í hlut. Þetta er skemmtileg íþrótt og þarna spila margir frábærir knattspyrnumenn og það ætti að vera aðalatriðið.   


mbl.is Ferguson: Ronaldo var ögrað og hann féll í gildruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér þarna, og vil hrósa þér fyrir þessa færslu. Það er ótrúlegt vælið í þessum gaurum stundum. En mun þetta breytast eitthvað í ensku deildinni? Vonandi. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband