Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 577557
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tenglar
Mikilvægir hlekkir
Mikilvægir hlekkir
Vinir blogga
Sjáið hverjir fleiri eru að blogga
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna
- Ágúst H Bjarnason
- Berglind Steinsdóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bergur Thorberg
- Björn Emilsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Indriðason
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Fjarki
- Geiri glaði
- gudni.is
- Guðmundur Pálsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Ösp
- Gunnar Kr.
- Gunnar Már Hauksson
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Halla Rut
- Heiða Þórðar
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Huld S. Ringsted
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íshokkí
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Jón Svavarsson
- Júlíus Valsson
- Kent Lárus Björnsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kristín Helga
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marinó Már Marinósson
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- mongoqueen
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Norðanmaður
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Pétursson
- Páll Ingi Kvaran
- Pétur Björgvin
- Ragnar Páll Ólafsson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Riddarinn
- Róbert Badí Baldursson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Ruth Ásdísardóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurjón
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Valdimar Gunnarsson
- Vertu með á nótunum
- Wilhelm Emilsson
- Þorsteinn Briem
- Þóra Lisebeth Gestsdóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- Þröstur Unnar
- Öll lífsins gæði?
Um athugasemdir
21.8.2007 | 17:08
Einhvers staðar nýlega las ég að mælikvarðinn á hversu skemmtilegt eða áhugavert blogg væri, væri ekki fjöldi heimsókna á síðuna heldur fjöldi athugasemda. Samkvæmt þessu er ég alveg hrútleiðinleg því þótt heimsóknir síðasta sólarhring séu vel yfir þúsund þá hef ég aðeins fengið fimm athugasemdir síðan á föstudag (fjögur blogg skrifuð) og þar af eru tvær frá mér.
Einu skiptin sem hressist verulega í athugasemdakerfinu hjá mér er ef ég óvart móðga einhvern eða einhver athugasemdin móðgar einhvern. Ef ég skrifa um pólitík eða eitthvað sem viðkemur fjármálaheiminum þá hressist heldur betur í kerfinu.
Gallinn er að mér þykir ekkert gaman að skrifa um svoleiðis. Það er miklu skemmtilegra að skrifa um það við hvað ég er að fást, eða hvað ég hef nýlega séð eða lesið. Það er greinilega ekki eins skemmtilegt aflestrar en ég hef nú aldrei bloggað fyrir aðra - bara sjálfan mig, enda fékk ég að heyra nýlega í athugasemd að ég væri sjálfselsk af því að ég vonaði að krónan lækkaði ekki meira.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
- Alútboð er nýtt skref inn á spennandi braut
- Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja
- Drónamyndskeið frá hápunkti gossins í nótt
- Þetta er vitlaus hugmynd
- Ástæða til að ætla að eldgosahrinu fari að ljúka
Erlent
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
Athugasemdir
Bara að lesa og sína smá lit
Res (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:24
Vildi bara láta þig vita að mér finnst bara þrælgaman að lesa bloggið þitt
mongoqueen, 21.8.2007 kl. 17:29
Ég les bloggið þitt á hverjum degi og hef mjög gaman af. Haltu bara áfram svona og ef þú sækist eftir kommentum, þá veistu bara hvað þarf að gera.
Þröstur Unnar, 21.8.2007 kl. 18:28
Þessi mælikvarði er klikkaður. Sannur bloggari skrifar fyrir sig fyrst og fremst.
Þú ert ágæt.
Gísli Ásgeirsson, 21.8.2007 kl. 19:03
Mér finnst gaman að lesa um það sem þú ert að fást við og upplifa -þó að við þekkjumst ekkert. Held því áfram að lesa þig. En ég kannast við þessar vangaveltur þegar engin kvittar fyrir heimsóknir - hverjir eru að lesa það sem ég skrifa fyrir mig, og af hverju?
Halldóra Halldórsdóttir, 21.8.2007 kl. 19:51
Sæl Stína. Auðvitað á maður bara að blogga fyrir sjálfan sig. Blogg fyrir einhvern annan/aðra en sjálfan sig eru bara gervileg og ópersónleg, nei kannski ekki alveg alltaf svo slæm, en vissulega verri en hin.
En ef þú vilt skrifa eitthvað sem mun draga að sér athugunarsemdir í tugatali skalltu bæði skrifa blogg um að Bubbi Mortens sé gamall og útbrunninn og semji bara lög um fjöll og sólina (klassísk umræða) eða blogg um hvað þú, sem trúuð mannaskja, fáir alltof oft árásir frá trúleysingjum sem vilja "aftrúa þig" (afar heit umræða).
Það er fátt jafn óþolandi og trúleysingjar sem telja sig vera miklu þroskaðri og gáfaðri en þú og koma með komment eins og "aumingjar sem geta ekki tekið ábyrgð á sínu lífi trúa á Guð" eða "adult's with imaginary friends are stupid"
Jæja, komið nóg frá mér í bili.
Haltu áfram ap blogga svona ;)
Einar
Einar Jóhann (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:41
Endilega haltu áfram að blogga eins og þú gerir, ég les mjög oft hjá þér þó að ég kannski kvitti ekki. KVITT
Huld S. Ringsted, 21.8.2007 kl. 23:49
Þessi mælikvarði er bara ekki réttur, þe að athugasemdir segi eitthvað til um hversu skemmtiegt bloggið er. Ég er ein af þeim sem les þig alltaf án þess að mér finnst ég endilega alltaf þurfa að hafa skoðun á því sem þú ert að skrifa. Er mikill aðdáandi bloggsins.
Auðvitað skrifar maður fyrir sjálfan sig, en allir hljóta að vilja láta lesa bloggin sín. Annars væri gamla dagbókin rifin upp og höfð með lás.
Takk fyrir mig kæra bloggvinkona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 02:12
Heyrðu, Kristín. Þetta virkaði nokkuð vel hjá þér. Allt morandi í athugasemdum!
Varðandi athugasemdina frá Einari þá er gott að heyra að trúað fólk getur verið alveg jafn pirrað og trúleysingjar á því að því sé sagt að það sé ekki á réttri leið í lífinu.
Wilhelm Emilsson, 22.8.2007 kl. 05:07
Þú ert algjör æði! Les þig alltaf, er oft á hraðferð og kommenta ekki en sendi þér samt sætt hugskeyti í hvert skipti ... þú ert bara ekki nógu næm ... heheheheh!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 08:59
Já, bloggið þitt er svo leiðinlegt að ég neyðist til að lesa það.
Haltu bara áfram að skrifa um það sem á daga þína hefur drifið. Takk fyrir skemmtileg blogg.
Er einhver séns að fá djammbloggið óritskoðaða.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:16
Eitt af uppahaldsbloggunum minum :-)
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 12:36
Þetta er geðveikt flott trikk! Þarf að prófa það hjá mér. :D
En svona til að bæta við, að þá les ég bloggið þitt mjög oft. Var einmitt að pæla hvað mér þykir gaman að lesa blogg íslendinga í útlöndum. Gefur manni aðra sýn á hversdagslífið.
Ég vil bara ekki vera ókurteis eða undarleg að koma með: JÁ EN SNIÐUGT, ÞIÐ ERUÐ SVO FYNDNAR VINKONURNAR!! og þú situr og klórar þér kollinum, hugsandi að þú átt einhvern skrítinn umsátung.
Ásta Gunnlaugsdóttir, 22.8.2007 kl. 16:04
Takk öll. Það er gott að vita að fólk les þetta rugl mitt. Ég var farin að halda að heimsóknatölurnar táknuðu fólk sem kom óvart inn á síðuna - svona eins og ef maður er að leita upplýsinga um kínverska stjörnuspeki og skrifar og notar orðið 'cock' í stað 'rooster' og þá opnast fimm klámsíður sem maður getur ekki lokað! Gunnhildur...það er spurning. Það yrði alla vega að vera PG á því!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.8.2007 kl. 04:15
Ekki les ég bloggið. Ég bara skrifa inn slembiathugasemdir í þeirri von að þær eigi við efni færzlunnar...
Sigurjón, 24.8.2007 kl. 01:11
Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.