Um athugasemdir

Einhvers staðar nýlega las ég að mælikvarðinn á hversu skemmtilegt eða áhugavert blogg væri, væri ekki fjöldi heimsókna á síðuna heldur fjöldi athugasemda. Samkvæmt þessu er ég alveg hrútleiðinleg því þótt heimsóknir síðasta sólarhring séu vel yfir þúsund þá hef ég aðeins fengið fimm athugasemdir síðan á föstudag (fjögur blogg skrifuð) og þar af eru tvær frá mér.

Einu skiptin sem hressist verulega í athugasemdakerfinu hjá mér er ef ég óvart móðga einhvern eða einhver athugasemdin móðgar einhvern. Ef ég skrifa um pólitík eða eitthvað sem viðkemur fjármálaheiminum þá hressist heldur betur í kerfinu.

Gallinn er að mér þykir ekkert gaman að skrifa um svoleiðis. Það er miklu skemmtilegra að skrifa um það við hvað ég er að fást, eða hvað ég hef nýlega séð eða lesið. Það er greinilega ekki eins skemmtilegt aflestrar en ég hef nú aldrei bloggað fyrir aðra - bara sjálfan mig, enda fékk ég að heyra nýlega í athugasemd að ég væri sjálfselsk af því að ég vonaði að krónan lækkaði ekki meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að lesa og sína smá lit

Res (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: mongoqueen

Vildi bara láta þig vita að mér finnst bara þrælgaman að lesa bloggið þitt

mongoqueen, 21.8.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég les bloggið þitt á hverjum degi og hef mjög gaman af. Haltu bara áfram svona og ef þú  sækist eftir kommentum, þá veistu bara hvað þarf að gera.

Þröstur Unnar, 21.8.2007 kl. 18:28

4 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þessi mælikvarði er klikkaður. Sannur bloggari skrifar fyrir sig fyrst og fremst.

Þú ert ágæt.

Gísli Ásgeirsson, 21.8.2007 kl. 19:03

5 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Mér finnst gaman að lesa um það sem þú ert að fást við og upplifa -þó að við þekkjumst ekkert. Held því áfram að lesa þig. En ég kannast við þessar vangaveltur þegar engin kvittar fyrir heimsóknir - hverjir eru að lesa það sem ég skrifa fyrir mig, og af hverju?

Halldóra Halldórsdóttir, 21.8.2007 kl. 19:51

6 identicon

Sæl Stína. Auðvitað á maður bara að blogga fyrir sjálfan sig. Blogg fyrir einhvern annan/aðra en sjálfan sig eru bara gervileg og ópersónleg, nei kannski ekki alveg alltaf svo slæm, en vissulega verri en hin.

En ef þú vilt skrifa eitthvað sem mun draga að sér athugunarsemdir í tugatali skalltu bæði skrifa blogg um að Bubbi Mortens sé gamall og útbrunninn og semji bara lög um fjöll og sólina (klassísk umræða) eða blogg um hvað þú, sem trúuð mannaskja, fáir alltof oft árásir frá trúleysingjum sem vilja "aftrúa þig" (afar heit umræða).

 Það er fátt jafn óþolandi og trúleysingjar sem telja sig vera miklu þroskaðri og gáfaðri en þú og koma með komment eins og "aumingjar sem geta ekki tekið ábyrgð á sínu lífi trúa á Guð" eða "adult's with imaginary friends are stupid"

 Jæja, komið nóg frá mér í bili.
Haltu áfram ap blogga svona ;)

Einar

Einar Jóhann (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:41

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Endilega haltu áfram að blogga eins og þú gerir, ég les mjög oft hjá þér þó að ég kannski kvitti ekki. KVITT

Huld S. Ringsted, 21.8.2007 kl. 23:49

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi mælikvarði er bara ekki réttur, þe að athugasemdir segi eitthvað til um hversu skemmtiegt bloggið er.  Ég er ein af þeim sem les þig alltaf án þess að mér finnst ég endilega alltaf þurfa að hafa skoðun á því sem þú ert að skrifa.  Er mikill aðdáandi bloggsins.

Auðvitað skrifar maður fyrir sjálfan sig, en allir hljóta að vilja láta lesa bloggin sín.  Annars væri gamla dagbókin rifin upp og höfð með lás. 

Takk fyrir mig kæra bloggvinkona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 02:12

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Heyrðu, Kristín. Þetta virkaði nokkuð vel hjá þér. Allt morandi í athugasemdum!

Varðandi athugasemdina frá Einari þá er gott að heyra að trúað fólk getur verið alveg jafn pirrað og trúleysingjar á því að því sé sagt að það sé ekki á réttri leið í lífinu.

Wilhelm Emilsson, 22.8.2007 kl. 05:07

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú ert algjör æði! Les þig alltaf, er oft á hraðferð og kommenta ekki en sendi þér samt sætt hugskeyti í hvert skipti ... þú ert bara ekki nógu næm ... heheheheh!

Guðríður Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 08:59

11 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já, bloggið þitt er svo leiðinlegt að ég neyðist til að lesa það.

Haltu bara áfram að skrifa um það sem á daga þína hefur drifið.  Takk fyrir skemmtileg blogg.

Er einhver séns að fá djammbloggið óritskoðaða.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:16

12 identicon

Eitt af uppahaldsbloggunum minum :-)

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 12:36

13 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Þetta er geðveikt flott trikk! Þarf að prófa það hjá mér. :D

En svona til að bæta við, að þá les ég bloggið þitt mjög oft. Var einmitt að pæla hvað mér þykir gaman að lesa blogg íslendinga í útlöndum. Gefur manni aðra sýn á hversdagslífið.

Ég vil bara ekki vera ókurteis eða undarleg að koma með: JÁ EN SNIÐUGT, ÞIÐ ERUÐ SVO FYNDNAR VINKONURNAR!! og þú situr og klórar þér kollinum, hugsandi að þú átt einhvern skrítinn umsátung.

Ásta Gunnlaugsdóttir, 22.8.2007 kl. 16:04

14 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk öll. Það er gott að vita að fólk les þetta rugl mitt. Ég var farin að halda að heimsóknatölurnar táknuðu fólk sem kom óvart inn á síðuna - svona eins og ef maður er að leita upplýsinga um kínverska stjörnuspeki og skrifar og notar orðið 'cock' í stað 'rooster' og þá opnast fimm klámsíður sem maður getur ekki lokað! Gunnhildur...það er spurning. Það yrði alla vega að vera PG á því!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.8.2007 kl. 04:15

15 Smámynd: Sigurjón

Ekki les ég bloggið.  Ég bara skrifa inn slembiathugasemdir í þeirri von að þær eigi við efni færzlunnar...

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 01:11

16 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband