Komin heim

Žį er ég komin noršur fyrir landamęrin į nż. Heim ķ litlu ķbśšina mķna. Feršin heim var tiltölulega róleg en löng. Viš lögšum af staš frį Lake Oswego um tuttugu mķnśtum yfir sjö ķ morgun og ég var komin heim rétt um hįlf sjö ķ kvöld. Lestarhlutinn var notalega en rśtuparturinn tiltölulega pirrandi. Žaš var fyrst og fremst vegna žess aš fyrir framan mig sat įstfangiš par sem var stanslaust aš kyssast og žau gįtu ekki sleikst almennilega - nei, žau žurftu aš vera aš smella kossum hvort į annaš alla leišina žannig aš ég gat ekki sofiš fyrir einhverjum bölvušum kossahljóšum. Og nei, ég er ekki bara öfundsjśk vegna žess aš mér fannst strįkurinn fremur óspennandi. Žar aš auki hefši ég bara kysst almennilega en ekki stundaš žetta mömmukossaflens. Og til aš bęta grįu ofan į svart žį svaf nįunginn fyrir aftan mig megniš af leišinni og hraut svona ógurlega. Sem sagt, hrotur fyrir aftan, kossar fyrir framan, og ég sem gleymdi iPodnum mķnum ķ hlešslu heima. Og til aš toppa söguna kom Rósa kerlingin ķ heimsókn um mišjan dag, ašeins fyrr en ég hafši bśist viš, og ég var žvķ ekki alveg nógu vel sett meš žaš sem til žurfti. Og ég sem vanalega er alltaf meš slķka aukahluti ķ bakpokanum.

Sķšustu dagar hafa annars veriš mjög yndislegir. Į mįnudagskvöldiš fór ég meš Joanne į ToastMasters fund og žaš var įhugavert. Ég kenndi einu sinni Tjįningu viš MA žannig aš ég er almennt hlynnt svona klśbbum. Į eftir fórum viš śt aš borša meš David sem er svona on-again-off-again kęrasti Joanne. Žau eru off-again eins og er en hann hefur veriš aš hringja ķ hana upp į sķškastiš žannig aš hann vill greinilega vera on-again.

IMG_1228Ķ gęr fór ég svo ķ dżragaršinn meš Max og žaš var alveg stórskemmtilegt. Garšurinn er mjög fallegur og margt skemmtilegt aš sjį žarna. Hįpunkturinn var įn efa oturinn sem viš horfšum į dįgóša stund. Hann synti sama hringinn aftur og aftur og megniš į bakinu. Eftir nokkra stund lét hann sig fljóta į bakinu og fór aš sjśga einhvern fjandann...eitthvaš langt, rautt...Guš minn góšur, žetta hlżtur aš vera draumur allra karlmanna...aš geta sogiš sitt eigiš... Viš rošnušum pķnulķtiš žegar viš föttušum hvaš žaš var sem hann var aš totta į og af og til žaš sem eftir er dagsins hlógum viš pķnulķtiš og hugsušum um oturinn!

Um kvöldiš fórum viš śt aš borša meš öšrum vini Joanne. Žessi heitir Ken og hann vill lķka alveg vera meira en vinur. En hann er of gamall og žar aš auki ekki lķklegur til aš vilja festa rįš sitt. Vinur hans Randy kom meš lķka -  myndarlegur mašur en enginn viršist hafa sagt honum aš karlmenn eiga alls ekki aš vera meš yfirvaraskegg. Skil bara ekki žessa įrįttu sumra karla. Vita žeir ekki aš ef mašur er meš skegg į žaš aš vera bįšum megin viš varirnar - ekki bara fyrir ofan, ekki bara fyrir nešan. Ellen og Peter komu lķka meš. Žau fara allt of sjaldan śt eftir aš Ellen varš svona veik, en nś er hśn bśin aš fį žennan fķna hjólastól og ętti ekki aš vera neitt aš vandbśnaši. Viš žurftum aš draga žau meš en svo voru  žau alveg himinlifandi yfir feršinni.

En sem sagt, žetta var alveg hin fķnasta afslöppunarferš til Oregon og ég žarft aš fara aftur į djammiš meš henni fręnku! 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: mongoqueen

Žetta hefur greinilega veriš hin besta ferš hjį žér  ž.e.a.s. fyrir utan rśtuferšina!!

mongoqueen, 23.8.2007 kl. 09:37

2 Smįmynd: Mummi Guš

...og ég sem hélt aš Keiko hefši veriš eini dżragaršsperrinn.

Mummi Guš, 23.8.2007 kl. 17:34

3 Smįmynd: Wilhelm Emilsson

Haha. Žetta var nś alveg brįšsmelliš blogg hjį žér, Kristķn.

Kossaflens getur veriš žreytandi, alla vega til lengdar, og ekki hjįlpar til ef eitthvaš ķ śtliti fólksins fer ķ taugarnar į manni. Ég hef stundum lent ķ žessu žegar ég er aš feršast. Manni veršur stundum nett flökurt. Ég ķmynda mér stundum pariš ķ hįvašarifrildi og žaš getur hjįlpaš til.

Yfirvaraskegg eru algengari hér vestanhafs en į Ķslandi. Ég held aš žetta sé aš hluta til einhvers konar kśrekarómantķk. Burt Reynolds var til dęmis lengi meš yfirvaraskegg og ég held aš hann sé enn fyrirmynd įkvešinnar kynslóšar Noršur Amerķskra karlmanna.

Wilhelm Emilsson, 23.8.2007 kl. 22:04

4 Smįmynd: Sigurjón

Burt er svalur tappi!

Hins vegar er ekkert mįl aš fį fólk til aš hętta kossaflensi:  Bara aš prumpa duglega!

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 01:06

5 Smįmynd: Jennż Anna Baldursdóttir

Rosalega hefur žetta veriš ömurlegt aš vera millistykkiš į milli hrotumannsins og kossasmellanna.  Śff!

Ég veit ekkert ljótara en yfirvaraskegg og toppaskegg.  Annars skil ég ekkert ķ žessum körlum sem eru aš fela į sér andlitin meš hįri.  Bķtsmķ.

Jennż Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 01:35

6 Smįmynd: Kristķn M. Jóhannsdóttir

Stundum finnst mér karlmenn meš skegg sętir. Žaš hęfir sumum. En žaš er žį skegg sem nęr hringinn ķ kringum munninn. Hann Martin, minn sķšastverandi, var meš eitt slķkt og žaš var bara alveg įgętt aš kyssa hann (sem er eitt af ašalatrišunum).

Kristķn M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 02:07

7 Smįmynd: Wilhelm Emilsson

Sigurjón, ég vil taka žaš fram aš ég hef ekkert į móti Burt!

Žetta er nįttśrulega rosalega gott trix sem žś bendir į, en ég er ekki nęgilega töff til aš beita žvķ. Mašur er svoddan tepra.

Wilhelm Emilsson, 24.8.2007 kl. 09:08

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband