Niður með rassalausu strákana

Mikið rosalega leiðist mér fatatíska ungra karlmanna í dag. Þegar þeir voru fjórtán ára fóru þeir að vera í þessum stóru ljótu buxum þar sem rassgatið á þeim virtist vera undir hnésbótunum. Nú eru þeir farnir að vera í þokkalega venjulegum buxum en hafa þær svo lafandi að rassgatið er enn í hnésbótunum. Ég veit svo sannarlega ekki hvernig buxurnar  lafa uppi því ég hef séð stráka í buxum sem voru svo neðarlega að ég sá alla brókina. Og mig langar ekkert að skoða brækurnar á þessum mönnum. Algengara er reyndar að beltið sé einhvern veginn reyrt yfir rassinn þannig að maður sér ennþá hluta brókarinnar en síðan kemur einhvers konar flatneskja þar sem rassinn á að vera. Og þetta er auðvitað á sama tíma og konur eiga að vera í öllu þröngu svo líkaminn sjáist sem best. Hvernig stendur á því að karlar geta falið líkamann á meðan konur eiga að sýna hann? Þetta eykur auðvitað ennfremur á óöryggi þeirra kvenna sem ekki hafa fullkominn líkama (og líka þeirra með fullkominn líkama því þær halda að hann sé það ekki) en karlar geta verið alla vega í  laginu og öllum er sama. Ég vil réttlæti á þessi sviði. Komum aftur með venjulegar buxur, hysjaðar upp í mitti (en ekki þó hærra) svo hægt sé að njóta almennilegra kúlurassa aftur. Og konurnar mega losa aðeins um svo að hægt sé að fela örfá aukakíló. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ! Þessi tíska er alveg frámunalega hallærisleg.

En eru þessir strákar ekki alveg jafnmikil tískufórnarlömb og konur sem finnst að þær verði að klæðast hinu eða þessu vegna þessa að það er í tísku? Varla getur það verið þægilegt að skakklappast um bæinn með allt niðrum sig. Ég skil ekki alveg hverning þeir geta yfirhöfuð gengið þessir vesalings piltar þegar þeir eru í þessari múnderingu.

Wilhelm Emilsson, 10.9.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sammála, sammála og sammála (sem sagt sammála öllu).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.9.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Við erum semsagt . . . sammála.  Ég er feginn að komast að því að ég er ekki sá eini sem finnst þessi með-allt-niðrum-sig tíska glötuð. Smekkur er auðvitað afstætt hugtak og allt það en kommon! 

Wilhelm Emilsson, 11.9.2007 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband