Þversögn, er það ekki?

Hann Freddi er alveg ágætur í Law and Order og hann er greinilega meinfyndinn í pólitíkinni. Að segja að það verði að finna Bin Laden og taka hann af lífi, en bæta því svo við að það muni þó ekki vera gert án dóms og laga er svolítil þversögn. Það hefur ekki farið fram dómstóll í máli Bin Ladens þannig að bara það að segja að það verði að taka hann af lífi bendir til þess að Thompson sé búinn að gera upp hug sinn. Og dómstóll þar sem fólk er sannfært um hver niðurstaðan eigi að vera áður en réttað er í málinu getur varla verið mjög sanngjarn. Ef Freddi væri betur gefinn hefði hann látið nægja að segja að það þyrfti að ná Bin Laden og rétta yfir honum. 

Ó, tók eftir að Doddi sagði næstum því það sama og ég. O well, great minds think alike. 


mbl.is Thompson: Nauðsynlegt að handsama bin Laden og taka hann af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr, fellow great mind!

Kveðjur frá Akureyri! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Ragnar Páll Ólafsson

Ég er viss um að Bush og félagar séu búnir að finna hann og bíða bara eftir rétta tækifærinu til sýna heimsbyggðinni það...

Ragnar Páll Ólafsson, 11.9.2007 kl. 01:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu það Stína að ég ætti að vera í fylgd með fullorðnum, svo fattlaus get ég verið.  Var að hugsa, þegar ég sá Thompson á CNN um daginn, að þessi væri ekki leyfilega kunnulegur.  Ég meina því á maður eins og hann að vera kunnuglegur fyrir mér.  Hahaha er búin að horfa oft á Law and Order.  Minn mikli heili lýsir stundum BARA með fjarveru sinni.  Hahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband