Hitt og þetta

Ég tók þá ákvörðun í dag að sækja ekki um postdoc stöðu í Calgary. Ég tók þessa ákvörðun fyrst og fremst vegna þess að mér finnst ég ekki hafa nógu góða hugmynd um hugsanlegt verkefni og þótt ég hafi haft nokkrar hugmyndir þá heillaði engin þeirra mig nógu mikið. Og ég vil síður leggja í tveggja ára rannsóknir á efni sem ég er ekki endilega svo spennt fyrir. Eftir mánuð rennur út umsóknarfrestur um postdoc í Dalhousie háskólanum í Halifax og þar sem mér finnst Halifax skemmtileg borg og gæti vel hugsað mér að fara á austurströndina, þá getur vel verið að ég sæki um þar, ef ég hef fengið góða hugmynd um verkefni áður en sá frestur rennur út. Gallinn í Dalhousie er hins vegar sá að þeir hafa bara málvísindaprógram en ekki málvísindadeild, og flestir kennararnir eru í frönskudeildinni. Ég held ég fengi því mun minni stuðning þar en í Calgary. Mánuði síðar rennur út frestur við Alberta háskóla í Edmonton en ég er nokkuð viss um að ég muni ekki sækja um þann styrk. Mig langar alls ekki að búa í Edmonton og deildin þar er alls ekki spennandi þar sem þeir eru ekki beinlínis í teoretískum málvísinum. Ég ætla því að láta þetta liggja á milli hluta um stund og sjá bara hvaða möguleikar bjóðast þegar nær dregur útskrift. M.a. hef ég áhuga á að athuga hvort ég gæti fengið vinnu hjá Vanoc (Vancouver Olympic Committee) og vinna hér fram að ólympíuleikum og njóta lífsins um stund.

Fór á fund með Lisu, öðrum merkingarfræðikennaranum mínum, í dag  og hitti svo Andreu yfir kaffibolla. Rakst á Birnu á leiðinni á kaffihúsið og hún slóst í hópinn eftir að hún var búin að fá sér sushi með vinkonu sinni. Þetta var fínt. Við ættum auðvitað að hittast oftar en ég fer bara ekki svo oft upp í skóla.

Núna er ég að horfa á Vancouver leika á móti Washington Capitols (það er fyrsta hlé núna). Staðan er 2-1 fyrir okkur og vonandi að leikurinn vinnist eftir tvo tapleiki í röð. Ég keypti annars miða á leik í næstu viku. Það er svolítið brjálæðislegt af því að ég átti miða á leik í vikunni þar á eftir, en þeir voru að bjóða miða á hálfvirði og ég stóðs ekki mátið. Ég mun því sjá Canucks spila á móti Nashville 1. nóvember og svo á móti Colarado 9. nóvember. Gaman gaman.

Á morgun ætlar Íslendingagengið á snjósýninguna í BC place. Þar er sala á skíðadóti og kynningar á öllum fjöllunum. Ég kaupi mér hugsanlega Edge Card, sem er afsláttarkort í Whistler. Sé til. 

Verð að hætta núna, leikurinn er hafinn aftur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Va, thad vaeri gaman ef thu gaetir fengid vinnu vid undirbuning Olimpiuleikanna, alveg thess virdi ad setja malfraedina a hilluna i sma tima fyrir thad! Svo tharftu reyndar ekki ad setja hana a hilluna, thu ert svo afkastamikil alltaf ad thu notar bara taekifaerid og skrifar a medan...og heldur ther thannig vid efnid. Hver veit nema thu skrifir bok um malfraedi olimpiu-undirbuningsins!

Rut (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband