Vindurinn ógurlegi (sem ég er löngu hætt að skilja)

Ég er algjörlega hætt að vita hvort vindur er mikill eða ekki eftir upplýsingar frá veðurstofu. Það var nýbúið að breyta kerfinu þegar ég flutti til Kanada þannig að ég hafði aldrei náð að tengja metra á sekúndur við vindinn. Svo kom ég hingað út þar sem notaðir eru kílómetrar á klukkustund og fyrsta hugsun var að það ætti bara að vera metrar á sekúndu sinnum hundrað. En sem betur fer þurfti ég ekki að hugsa mikið þegar ég fattaði að það eru þúsund metrar í kílómetra en sextíu mínútur í klukkustund. Þessi reikningur gekk því ekki.

Það gengur þó betur að skilja vindstigin hér því ég get alla vega borið hraðann við hraða bíla sem einnig er reiknaður í kílómetrum á klukkustund. Annars skiptir það svo sem engu hérna hver vindurinn er því við fáum næstum því aldrei almennilegan vind. Kannski tvisvar á ári og þá hrynja trén, en hér er næstum aldrei hvasst. Ekki eins og heima.

En helst vildi ég bara hafa gömlu vindstigin. Ég veit hvað það þýðir þegar við fáum 12 vindstig.


mbl.is Mjög hvasst undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mjög einfalt. taktu metra á sekúndu og margfaldaðu með 3,6. þá færðu kílómetra á klukkustund. samkvæmt fréttini þá var semsagt 151,2 km/klst vindhraði í hviðum undir hafnarfjalli rétt eftir miðnætti, sem er mjög hvasst.

 kv. Einn sem getur ekki sofið útaf helv..... vindinum og rigningu sem að ber mjög hraustlega á gluggan hjá okkur skutuhjúum.

ósofinn (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 05:04

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir það. Pabbi benti mér líka á að það væri sirka hægt að helminga metrana á sekúndunni til að fá gömglu vindstigin (en bara sirka). En hvernig sem þetta er reiknað er ljóst að það er býsna hvasst á Íslandi núna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.12.2007 kl. 05:36

3 identicon

Þetta er mjög einfalt. Bara nota google og leita t.d. að "conversions". Þá finnur maður http://www.onlineconversion.com/speed_common.htm. 

Gunnar (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 07:20

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Aðalatriðið er ekki endilega að hafa aðgang að upplýsingunum. Það sem ég er að tala um er að geta horft á veðrið og vitað hvað þeir eru að segja. Maður á ekki að þurfa að fletta því upp í hvert sinn. Þetta er svona eins og með Farenheitin. Ég veit alveg hvar ég get fundið út hversu heitt/kalt er á hverjum tíma, en það er enn vandræðalegt þegar ég tala við Ameríkanana og þeir segja mér: "Það er nú bara fínn dagur í dat. Yfir áttátíu gráður." Og ég brosa og kinka kolli og hef ekki hugmynd um hvað það þýðir. Það er eins með vindinn. Ég þarf að læra að skilja kerfið og muna það því annars þarf ég alltaf að vera að fletta hlutunum upp.

Takk samt fyrir upplýsingarnar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.12.2007 kl. 07:45

5 identicon

hæ skvís, er ein af þeim sem sit hér og hlusta á vindinn og rigninguna.  Af gamalli reynsu kíki ég reglulega út og athuga hvort eitthvað sé að fljúga á glugga og hvort bílar séu komnir á hlið :) Þótt mikið rok sé þa getur maður ímyndað sér að Frónbúar láti ekki smágjólu stoppa flugeldaskot!

Hafðu það sem allra best yfir áramótin og gleðilegt nýtt ár.

Hulda Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 08:22

6 identicon

hehe góð Hulda með flugeldaskotin - þú hefur sennilega rétt fyrir þér með þetta

Ég ligg en upp í rúmi hér upp á Akranesi og hluta á veðrið og líst ekkert á uff uff þetta er nú meira helv... óveðrir hér á landinu fagra alltaf hreint!

En ég skil þig vel Stína að skilja þetta kerfi ekki, þegar þessu var breytt var ég alltaf í því að helminga til að fá vindstigin - þó ég vissi að það vara bara svona sirka! En svo þegar maður býr á landinu þá kemur þetta smátt og smátt því að maður hefur vindin og svo upplýsingarnar til að bera saman sem þú hefur nottla ekki.  Þegar ég þarf að keyra um Kjalarnesið þá miða ég oftast við 10-15 m/s að það sé allt í lagi en þegar það er komið frá 15-20 þá er mér ekkert alveg sama en fer ef færðin er góð og vindkviðunar fara ekki yfir 25 m/s!!

ÉG ætla ekkert að fara í bæin fyrr en á morgun ... áður en næsti kvellur skellur á!!

Ég var ótrúlega snögg að átta mig á fareheitunum eða allavega svona nokkurn vegin, 80F er t.d. mjög gott og hlýtt veður ehhe 30F er frekar kalt best er að hafa þetta á bilinu 50 til 70 ;)

En tvennt hef ég ekki enn náð að skilja og eru það stones fyrir þyngd í UK og hæðarmælikv. í US ... five ten segir mér bara ekki neitt!!!

 p.s Anna gaman að sjá þig hér ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:42

7 identicon

Svona virkar þetta hjá mér:

Þegar ég lít út um gluggann og sé fjúkandi fólk þá veit ég að verðrið er "vont". Þegar glugginn í stofunni hjá mér lekur og ílar í roki þá er veðrið "skelfilegt". Þegar ég get ekki sofið fyrir hávaða í rokinu þá er kominn "stormur". Og þegar ég heyri þakplötur fjúka, sé ketti fljúga framhjá glugganum hjá mér og bíla keyrandi um án bílstjóra þá er ég nokkuð viss um að það er komið "fárviðri".

Þetta er náttúrulega góðlátlegt grín (af einni ósofinni og geðillri) en ég gafst upp á að skilja þetta blessaða kerfi því að ef maður er svo óheppinn að búa í húsi sem að stendur við sjóinn þá er það GEFIÐ að veðrið heima er verra en á veðurstofunni.

Annars vona ég að landsmenn fari varlega með flugeldana á morgun. Hef engan áhuga á að fá eina inn til mín í gegnum rúðuna

Linda (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 15:31

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hiti mældur á Farenheit er = td. 80¨þá mínus 30¨=50 og skiptir 50 í tvennt...25! hiti á celcius

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 15:50

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er eins og með muninn á Celcius og Fahrenheit: maður þarf að skynja hitastigið út frá hvorum kvarða; maður beitir ekki stærðfræðiumreikningsformúlu í hvert skipti. Núna er maður loksins búinn að átta sig á vindhraðanum út frá m/sek.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.12.2007 kl. 15:54

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kaninn hugsar á farenheit. er ekki formúlan C= F * 9/5 - 32, minnir það. annars er þetta spurning um að fá tilfinningu fyrir hlutunum. svo er ekkert mál að aka fyrir Hafnarfjall eða Kjalarnes í 28 m/s

Brjánn Guðjónsson, 30.12.2007 kl. 19:26

11 identicon

Hæ.

Skoðaðu bloggið mitt,

http://coolcooliceland.blogspot.com/

Þar er að myndast listi með einkennum þess að vera ofuríslendingur.

You know you have stayed too long in Iceland, when you:

01. - pay in the supermarket and don't even think check the price.
02. - park your 4x4 on the pavement in front of the store instead of walking 10 meters.
03. - order coke and prince polo as a lunch in the kiosk.
04. - know how to blow a tire back on a rim with WD40
05. - throw away the cap from the vodka bottle you just opened because you wont need it again.
06. - eat rotten shark and enjoy it.
07. - wear white socks in your sandals.
08. - take the ringroad in 48 hours as your only summer holliday.
09. - think that 50 m/s is hardly even a wind.
10. - think playing golf in the middle of the night is normal.
11. - drive on top of the snow with flat tires. 

Þú sem ert aðeins í fjarlægð í Kanada, ættir að hafa fleri punkta á takteinum.

Ég er íslendingur í útlöndum líka. Ég nota ekki eigið nafn á bloggið, þar sem bloggið á ekki að snúast um mig, heldur the cool and uncool sides of Iceland.

Vona að þú lítir inn og látir lykklaborðið vaða. 

Bestu kveðjur

Cool Iceland.

Cool Iceland (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 03:01

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

  Þetta er orðið hin athyglisverðasta umræða hérna. Og skemmtileg. Takk fyrir hlekkinn Cool Iceland. Ég er búin að kíkja og þarf nú að hugsa málið hvort ég get komið með 12. atriðið. Skemmtileg síða hjá þér annars.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.12.2007 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband