Mín skoðun á Eurovision

Haldiði ekki að ég hafi farið inn á YouTube og hlustað á slatta af Laugardagslögunum! Ég hef ákaflega lítið fylgst með Eurovision á undanförnum árum en ég sá einn þátt af Laugardagslögunum um daginn og vissi því um hvað var verið að ræða þegar ég sá frétt á Mogganum í dag um að Sylvía Nótt sé orðin að vöðvabunktum.

Ég hef meira að segja myndað mér svolitla skoðun á málinu - en bara svolitla. 

Ég verð t.d. að segja að ég heyrði þó nokkur skemmtileg lög sem standa vel undir sínu, hvort sem við teljum þau líkleg til vinsælda í stóru keppninni sjálfri eða ekki.

Mér fannst t.d. lag Ragnheiðar Gröndal alveg frábært og mun hlusta á það aftur. Er kannski ekki viss um að það myndi ná langt í Eurovision en er samt besta lagið í keppninni svona ef maður horfir fram hjá því um hvað er verið að keppa. 

Mér fannst líka lag Davíð Þorsteins flott. Svolítið í anda sjöunda áratugarins.

Lagið sem þau fluttu Ína, Seth og Berglind var mjög gott. 

Ef við sendum persneska lagið út munum við væntanlega frá 12 stig frá Tyrklandi og Grikklandi en væntanlega ekki svo mikið frá öðrum. Sniðugt lag samt.

Lagið Ho ho ho og eitthvað svoleiðis: Alls ekki vitlaust lag. Nógur kraftur og svolítið show! En je minn, þessi söngkona er verri en ég og er ég þó ekkert sérlega góð. Mér var illt í eyrunum eftir að heyra í henni. Hún hangir í kringum tónana en er ekki endilega á þeim. Ef við ákveðum að senda þetta lag út þá hreinlega verðum við að skipta um söngkonu. Það hlýtur að vera fyrsta skilyrðið að geta sungið.

Og að lokum, lagið sem ég tel líklegast til vinsælda erlendis er lagið með Friðrik og einhverri stelpu sem ég þekki ekki. Það er svona týpískt techno með nóg af fílingi til þess að mann langar að dansa og þau geta bæði sungið þrælvel. Þetta er fínt lag sem við þyrftum ekki að skammast okkur fyrir en ég held að ég muni nú ekki hlusta mikið á það í framtíðinni. Ekki alveg minn smekkur. En hey, Eurovision hefur aldrei beinlínis verið  minn smekkur hvort eð er svo þetta er kannski bara fínt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..og meira

fridrikomar@simnet.is (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

lagið með Friðriki og Regínu er flott, en það vantar gredduna í það

Brjánn Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband