Þriggja landa Júróvisjónpartý

Ég var í súper Júróvísjón partýi. Sat fyrir framan tölvuna og horfði á keppnina á meðan ég talaði við pabba og mömmu í símanum og skrifaðist á við Rut á sama tíma (hvort tveggja í gegnum Skype). Ég lít því svo á að ég hafi verið í fínu fjögurra manna Júrópartýi. Rut sendi meira að segja kartöfluflögur á liðið, eða mynd af kartöfluflögum, og svo þegar þær dugðu ekki þá náði ég mér í kók og kínverska smárétti og borðaði á meðan ég fylgdist með úrslitunum.

Til hamingju Ísland. Nú er bara að sjá hvernig fer á laugardaginn (nema ég ætla að sleppa því og fara frekar á seglskútu um sundið). 


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband