Skemmtileg afslöppunarhelgi
26.5.2008 | 07:28
Helgin sem er ađ líđa var vođalega notaleg og skemmtileg eins og síđasta helgi.
Í gćr, laugardag, fór ég í siglingu međ Akemi vinkonu minni og vinum hennar, Brad (eđa hét hann Brent?), Paul og Nicole. Brad á bátinn, ţessi fíni seglbátur, svipađur á stćrđ og bátur Martins (míns fyrrverandi) og rúmađi hann okkur fimm ágćtlega.
Ţađ var reyndar ekki mikiđ siglt. Viđ tókum smá túr inn í False Creek og héldum svo vestureftir en fórum ekki langt áđur en ankeri var kastađ og marrađi báturinn bara út fyrir ströndinni og viđ gćddum okkur á veitingum sem viđ Akemi höfđum komiđ međ. Sumir ţömbuđu bjórinn en ţar sem ég er ekki mikil bjórdrykkjumanneskja ţá lét ég nćgja ađ borđa osta og vínber og sötrađi á púnsi, lítiđ sterkara en maltöli. Er ekki sérlega gefin fyrir áfengiđ eins og vinir mínir vita.
Viđ héldum til baka um kvöldmatarleytiđ, ćtluđum ađ skutla Nicole af okkur og fara svo eitthvert áfram en enduđum á ţví ađ sitja í bátnum fram í myrkur. Skruppum upp á bryggju og fengum okkur almennilega ađ borđa á veitingastađ á Granville island en sátum svo áfram niđri í bát í klukkutíma í viđbót eđa svo. Ţetta varđ ţví um 12 tíma ferđ ţótt ekki vćri öllum ţeim tíma eytt í siglingu...ok, engum tíma var í raun eytt í siglingu. Alla vega ekki međ segli.
Í dag tók ég morgninum rólega heima hjá mér og eftirmiđdagurinn varđ svo enn rólegri. Hitti Mark niđri í English Bay og viđ lágum ţar til klukkan sjö og ýmist spjölluđum, lásum eđa dottuđum. Ja, ég dottađi kannski ekki en ţađ lá viđ. Um kvöldmatarleytiđ fór Mark til fundar viđ kunningja sinn og ég fór heim og hélt áfram ađ slappa af.
Sannkölluđ afslöppunarhelgi. Enda kannski eins gott, um nćstu helgi verđ ég á ráđstefnu og á mánudaginn ţar á eftir byrja ég ađ vinna.
Athugasemdir
Thetta hljomar sem hin besta helgi. Og gott ad vedrid helt afram ad leika vid ykkur Vancouverbua. Her er hinsvegar buin ad vera endalaus rigning. Matjurtargardurinn okkar litur ut eins og hrisgrjonaakur!! Thar sem eg fer alveg ad missa nettenginguna (vonandi MJOG timabundid), vil eg oska ther gods gengis med radstefnuna og svo audvitad nyju vinnuna...thad er bara ad setja markid hatt!
Rut (IP-tala skráđ) 26.5.2008 kl. 13:22
Ótrúlegt, ţađ sem ţú gerir ekki kona!
Hvernig í ósköponum geturđu gert svona mikiđ??
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.5.2008 kl. 16:57
Ég er svona orkumikil sennilega. Annađ hvort ţađ eđa ţá ađ ég er bara ađ reyna ađ fá eins mikiđ út úr lífinu og hćgt er
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.5.2008 kl. 17:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.