Styttist í nýju vinnuna

Nú er bara vika þangað til ég byrja í nýju vinnunni og í dag fékk ég bréf frá þeim með helstu upplýsingum um fyrstu dagana. Ég þarf að mæta með ýmis skjöl, svo sem passann minn, ökuskírteini, sjúkrasamlagsskírteini, o.s.frv. Ég mun þurfa að skrifa undir alls konar skjöl, tala við lögreglumann til að tryggja að ég sé enginn glæpamaður, o.s.frv. Svo verð ég send á tveggja daga námskeið þar sem mér verður kennt allt um fyrirtækið og leikana, ég verð send í kynnisferð um bygginguna, þjálfuð í þeirri tækni sem ég mun þurfa að nota, o.s.frv.

Ég þarf að vera mætt á mánudagsmorguninn klukkan átta. Æ æ æ æ æ. Vanalega vakna ég ekki fyrr en klukkan átta í fyrsta lagi. Og hér er ég ekki að tala um að skella mér á hjólið eða fimm mínútna strætóferð. Nei, það tekur mig að minnsta kosti klukkutíma að komast þetta með strætó og ég þarf að gefa mér rúman tíma þennan fyrsta morgun til að vera viss um að ég mæti á svæðið tímanlega. Æ æ, ég mun þurfa að vakna klukkan sex!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá vel tekið á móti vinnandi fólki þarna!! Úff, gangi þér vel að vakna, hehe.

alva (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel Kristín.

Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega mínar kæru.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.5.2008 kl. 06:49

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Til hamingju með nyju vinnuna.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 13:45

5 identicon

uh ok að vakna kl. 6 er seint í mínum hug í þínu tilfelli!! Sko það þarf að snúsa og svo fara á fætur og fara í sturtu og borða morgunmat og klæða sig (vera samt búin að ákv. fötin kvöldið áður - sparar mikinn tíma) og svo auðvitað greiða og mála sig ;) .... ég mundi stilla klukkuna á 5.15am!!! Á fætur 5.30 þá ættiru að vera komin út úr húsi um 6.30 og þá einn og hálfur tími til að strætóast og ert þá jafnvel komin svona 7.45/7.50 í vinnuna sem ég tel gott á fyrsta degi hehe ... ekki fá sjokk

Gangi þér vel

Hrabba (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Aaaaaarrrrrrrrrrgggggghhhhhhhhhh! En svona að vel athuguðu máli þá gæti þetta verið rétt hjá þér!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.5.2008 kl. 16:36

7 identicon

Iss, thu verdur orugglega andvaka sunnudagsnottina af spenningi  -gefst ad lokum upp og ferd a faetur klukkan fjogur, dullar ther svo bara vid morgunverkin og lest kannski eins og einn reifara ef ther tekst ad einbeita ther (eda hlustar a allar McCartney diskana thina til ad roa taugarnar!). Passadu thig bara ad leggja ekki allt of snemma af stad i vinnuna -ef thu lendir i thvi ad thurfa ad lata naeturvordinn hleypa ther inn vegna thess ad enn er ekki kominn almennur vinnutimi, tha gaeti sa stimpill fests vid thig og tharmed utsed um ad thu getir sofid til 6:15 svona thegar thad fer ad komast rutina i thetta hja ther! Ennnn...gangi ther allt i haginn og njottu thessa spennandi starfs...

Rut (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:05

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Verður flott hjá þér, engin spurning.   Gangi þér vel.

Marinó Már Marinósson, 28.5.2008 kl. 00:03

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk takk. Rut, ég mun hafa þetta í huga.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.5.2008 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband