Ekki fara svangur út í kjörbúð

Ég lærði fyrir löngu að fara aldrei út í kjörbúð þegar ég er svöng því þá er ég miklu líklegri til þess að kaupa einhverja óhollustu, fulla af fitu, sem róar líkamann tímabundið en bindur ekki enda á hungrið í langan tíma og gerir mig feita að auki.

Einnig lærði ég að tala sem minnst við fólk á meðan ég er reið við það því þá er ég líklegri til að segja eitthvað heimskulegt (ókei, mér gengur ekki alltaf vel að fara eftir þessu).

Að fara út í ESB viðræður, hvað þá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, á meðan Ísland á í fjármálakreppu er eins og fara svangur út í búð eða senda pirringar sms. Maður á aldrei að semja um stórmál þegar maður stendur illa að vígi. Það getur aldrei farið á góðan veg. Ef fólk vill ganga í ESB þá eiga slíkir samningar að fara fram þegar Ísland er sterkt og sjálfstætt. Ekki þegar við skríðum á gólfinu og betlum lán frá nágrönnunum.

Velja tímann vel, plís!


mbl.is Þjóðin fái að kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, en það er hægt að velja hvorugan möguleikann - sem líklega er besti kosturinn hvort eð er.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.11.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband