Stoðsendingar fleiri en mörkin - en ekki hvað?

Frábært að heyra af góðum árangri íslenska liðsins og almennt frábært að sjá fréttir af íslensku hokkíi. Það gerist ekki svo oft.

Verð þó að segja að ég skil ekki allt í þessari frétt. Lítið á þennan texta úr fréttinni:

"Íslenska liðið spilaði agaðan leik og allir leikmennirnir lögðu sitt af mörkum. Þetta sést best á því að í þetta sinn eru stoðsendingarnar fleiri en mörkin en í íshokkí eru tvær síðustu stoðsendingar fyrir mark taldar."

Stoðsendingar eru fleiri en mörkin og þetta á að sýna að allir leikmenn lögðu sitt af mörkum? Bíddu, stoðsendingar eru hér um bil alltaf fleiri en mörkin. Yfirleitt er það þannig að þrjú stig fást fyrir hvert mark: markið sjálft fær eitt stig og hvor stoðsendingum um sig fær eitt stig. Því eru yfirleitt tvær stoðsendingar fyrir hvert mark. Þetta gerist auðvitað ekki alltaf því stundum stelur markaskorarinn pökknum af hinu liðinu og þá er engin stoðsending talin, og stundum er það einhver annar sem stelur pökknum og sendir á markaskorarann og þá er talin aðeins ein stoðsending. Það er hins vegar mjög sjaldgæft að stoðsendingar séu ekki fleiri en mörkin. Blaðamaður hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað.


mbl.is Búlgarar gjörsigraðir á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Góð ábending.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 21:46

2 identicon

Ef til vill óskýrt en ekki rangt. Það sem Hallmundur (frkvstj IHI, sem matar mbl með fréttinni) á við er að drengirnir eru farnir að spila betri hokkí þar sem mörk verða oftar til í framhaldi af leikfléttu þar sem pökkurinn hefur gengið milli manna. Stundum kallað "One-touch" þeas menn gefa viðstöðulaust hver á annann. Þá er hægt að rekja stoðsendingar líka til þriðja manns og þær reiknast fleiri í heildina. Sem sagt, jákvætt framfaramerki í átt að því eðalhokkí sem þú ert greinilega vön í heimalandi hokkísins.

Íslenskt íshokkí er nýbúið að slíta barnsskónum og núna erum við að sjá fleiri og fleri unga leikmenn sem hafa verið á ís frá því þeir voru smábörn. Þetta lið sem við erum með hér er einstaklega skemmtilegt bæði á og af svellinu, sterkir, hraðir, tæknilegir, glaðir, jákvæðir og einbeittir.

kveðja

Björn Geir, liðslæknir í Erzurum

Björn Geir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 05:56

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Er þetta ekki bara eins og í fótboltanum?    Þegar menn eru farnir að senda boltann í fyrstu snertingu án þess að þurfa að stöðva hann.        

Kannski er stoðsending hálft mark eða í áttina að mark-miðinu.   

Marinó Már Marinósson, 15.3.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband