Ritstjórinn ég
7.9.2007 | 19:54
Fyrir mánuði stóð ég í ströngu við að klára að ritstýra bók sem þurfti að koma út fyrir lok júlímánaðar. Það tókst á elleftu stundu en ég kvartaði þó hér á síðunni yfir raunum ritstjórans. Aðalvandamálið var að eiga við óstundvísa höfunda. Nú er ég hinum megin við borðiðer að reyna að klára grein sem birt verður í Nordic Journal of Linguistics. Ég fékk ábendingar um nokkur atriði sem ég þyrfti að bæta og hef tekið tillit til sumra þeirra en annað er ég ekki eins viss um. Stefni að því að klára þetta um helgina.
Set inn mynd af forsíðu málfræðiritsins sem ég ritstýrði, svona svo þið sjáið hvernig þetta lítur út hjá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingapartý
7.9.2007 | 07:03
Íslendingapartýið í kvöld heppnaðist bara vel. Ég er reyndar búin að vera svo lengi í Kanada að ég mætti á tilsettum tíma en allir hinir á íslenskum tíma svo ég verð að muna að koma með bók næst.
Við vorum átta sem mættum á svæðið, sex konur og tveir karlar. Eiríkur var voðalega ánægður með að vera eini karlmaðurinn lengst af en svo eyðilagði Sveinbjörn þetta með því að mæta líka. Við vorum þrjú sem erum orðin gamalgróin hér, Ég, Eydís og Eiríkur, en hin komu öll nú í sumar; Lína í júní, Andrea fyrir um mánuði, Sveinbjörn og Halldóra fyrir nokkrum vikum og Birna kom hér um bil bein úr vélinni. Er búin að vera hér í nokkra daga.
Það eina sem við klikkuðum á var að velja barnvænan stað því Andrea og Hallur eru ekki búin að vera hér nógu lengi til að finna barnapíu. Þau mættu á svæðið með stelpurnar en var ekki hleypt inn svo Hallur fór heim með börnin og Andrea mætti á djammið með okkur.
Við ætlum pottþétt að gera þetta aftur og erum að hugsa um að halda grillveislu á ströndinni áður en kólnar of mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn einn leikarinn
7.9.2007 | 02:29
Ókei, ég hef alltaf sagt ykkur frá því þegar ég sé þekkta leikara út af götu og ég hef ákveðið að hætta því ekkert þótt ég sjái sjálf að það er svolítið hallærislegt. Leikarar eru ekkert merkilegri en annað fólk og því ætti ég kannski ekkert að blogga um það þótt ég sjái einn og einn úti á götu, en af því að ég blogga nú stundum um það að ég fari út að borða með vinum eða að ég fari að klifra þá er þetta ekkert öðruvísi.
Um daginn fór ég í kaffi með Eydísi sem hér býr og við vorum einmitt að tala um það hvernig maður sér stundum þekkt fólk úti á götu. Á leiðinni heim gekk ég fram hjá veitingastað og sá þá einn leikara sitja við gluggann. Hann er einn af þessum sem maður hefur séð í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum án þess að vita kannski hvað hann heitir. Ég vissi ekkert hvað hann hét og gat ómögulega munað neina sérstaka mynd með honum svo ég gat ekki einu sinni flett því upp. Þá gat ég ekki einu sinni verið viss um að þetta hafi verið hann því ég sá hann svo sem ekki vel.
En núna áðan gekk ég fram hjá sjónvarpinu sem var í gangi en með hljóðið skrúfað niður því ég var að hlusta á plötu með Doc Watson. Var þá ekki þessi náungi á skjánum. Svo ég ýtti á upplýsingatakkann á lyklinum og sá að verið var að sýna Men in Trees, framhaldsmyndaflokk sem...tekinn er upp í Vancouver. Ég gat þá verið viss um að ég sá rétt og ég gat flett upp á nafninu. Náunginn heitir Abraham Benrubi og hefur m.a. leikið í Bráðavaktinni. Held að ég hafi fyrst séð hann í þáttunum Parker Lewis can't loose sem ég sá stundum þegar ég bjó á Gamla Garði.
Set inn mynd af náunganum svo þið vitið um hvern ég er að tala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stórkostlegasti söngvari okkar tíma
6.9.2007 | 16:06
Pavarotti var án efa stórkostlegasti söngvari okkar tíma. Þegar ég frétti að hann ætlaði að halda tónleika hér í Vancouver síðastliðið sumar þá flýtti ég mér að kaupa miða. Tilhugsunin um að heyra hann syngja Nessun Dorma var fjárhagsáhyggjum yfirsterkari. En áður en að tónleikunum kom greindist hann með krabbamein og hann steig aldrei á svið aftur. Ég á ennþá ósnertan miðann.
Fyrir mörgum árum gaf vinkona mín mér Pavarotti diskana tvo (Essential held ég að þeir hafi kallast). Nessun Dorma var á þeim báðum en á öðrum þeirra í tónleikaútgáfu.Í hvert einasta skipti sem hann söng háu nóturnar þar fór ég að gráta og það jók á tilfinningasemina að heyra fólkið klappa því ég vissi að það var grátandi líka. Það hefur enginn svona rödd.
![]() |
Luciano Pavarotti látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vélin er að farast!!!!
6.9.2007 | 06:33
Eitt af því sem við gerðum okkur til skemmtunar í Boeing safninu var að taka myndir. Ekki af flugvélalíkunum og svoleiðis heldur af okkur sjálfum að fríka út af hræðslu (lesist: í ímynduðum flugslysum - ekki fallega gert, ég veit það). Eftirfarandi myndir eru hluti af langri syrpu (en ég fékk bara sendar þær sem hafa mig inná) og eru teknar af Einari, nema sú sem hefur hann innású mynd er tekin af Alex. Takk fyrir að senda mér myndirnar Lína.
Ég er að missa stjórn á flugvélinni og við erum að hrapa.
Af því að þessi mynd er lítil sést ekki hræðslan í augnaráðinu. En stelling Línu segir allt sem segja þarf.
Bendi á að ljósið fellur undarlega á vissan líkamshluta minn! Hef samt mestar áhyggjur af því að ég er eitthvað svo bolluleg á þessari mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsta Íslendingapartýið
6.9.2007 | 05:13
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær vél
5.9.2007 | 21:02
![]() |
Boeing frestar enn fyrsta flugi 787 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um svala nagla og biblíumyndir
5.9.2007 | 17:38
Í fyrradag fór ég í bíó, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað ég fór að sjá týpíska strákamynd, War. Vanalega hef ég ekki gaman af byssumyndum en síðan ég horfði á Bruce Lee sem barn hef ég alltaf haft gaman af góðum bardagamyndum. Ástæður þess að ég fór á þessa mynd, þrátt fyrir að hafa heyrt fremur slæma dóma, voru tvær. Annars vegar Jet Li, hins vegar Jason Statham. Hvor um sig er magnaður en saman í mynd...hvaða máli skiptir handritið. Þetta eru náttúrulega svölustu náungarnir á hvíta tjaldinu í dag. Ekki myndarlegustu, en langflottustu. Þetta reyndist hin mesta biblíumynd og ég þurfti nokkrum sinnum að líta undan.
Mér fannst eiginlega verst að vera ekki á stefnumóti því svona myndir eru langbestu stefnumótamyndirnar. Sumir halda að það séu rómantískar gamanmyndir en nei, blóðugar hasarmyndir eða hrollvekjur. Sko, þá getur maður verið litla viðkvæma konan sem getur ekki horft á öll atriðin og í staðinn þarf maður að grafa andlitið í fanginu á deitinu og grípa um hönd hans. Og svo þegar atriðið er búið sér maður hvort hann sleppir hendinni eða ekki. Rómantísk gamanmynd getur þetta ekki, onei.
P.S. Ef einhver skildi ekki tilvísunina í biblíumyndir þá læt ég útskýringuna fljóta með. Þegar elsti bróðir minn bjó enn heima þá fór hann alltaf á vídeóleigurnar um jólin og kom heim með slatta af myndum sem síðan var horft á í jólafríinu. (Af því að sjónvarpið var alltaf að sýna myndir gerðar eftir biblíunni svo og ballett.) Þetta voru allt hasarmyndir með blóðugum bardögum og misþyrmingum. Einhvern tímann varð einhverjum fjölskyldumeðlimi á orði að svona væru nú biblíumyndirnar sem við horfðum á um jólin, og síðan hafa slíkar myndir verið kallaðar biblíumyndir á mínu heimili.
Hvernig virkar gaydarinn hjá þér?
5.9.2007 | 00:04
Ég er með alveg ótrúlega ónæman gaydar og ef strákarnir sveifla ekki beinlínis handtöskunni framan í mig eða klæða sig í leður og þrönga boli þá fatta ég ekkert. Held ég hafi orðið skotin í alla vega þremur hommum um ævina , og sjálfsagt fleirum sem ég veit bara ekkert um.
Í gær fékk ég skilaboð frá góðum kunningja mínum og skólabróður um að hann vildi vera vinur minn á Facebook. Ég þakkaði það auðvitað og samþykkti beiðnina og fór svo á Facebook síðuna hans. Þar má meðal annars skrá hvort maður er í sambandi eða ekki og hvort maður hrífst af konum eða körlum. Hjá honum stóð sem sagt að hann hefði áhuga á karlmönnum og að hann væri í sambandi. Við höfum nú ekki mikið sést síðan við hættum að þurfa að taka áfanga í skólanum en að ég skildi ekki vita betur en þetta! Ég er búin að vera með honum í endalausum partýum, fara með honum nokkrum sinnum á skíði, fara í bíó...Og þetta fór algjörlega fram hjá mér. Og ég sem eyddi nokkrum mánuðum í það fyrir fjórum árum að vera skotin í honum. Það gekk ekkert og ég hélt að það væri eitthvað að mér. Svo reyndist rétt, ég er ekki með typpi. En ég skil bara ekki af hverju ég fattaði þetta ekki.
Það eru tvær stelpur í fótboltaliðinu mínu sem eru bæ og ég fattaði það ekki fyrr en þær sögðu mér frá því. Önnur hafði meira að segja minnst á 'girlfriend' en hér nota konur það orð um vinkonur sínar svo mér fannst það ekki segja neitt. Reyndar þótti mér það skrítið að hún sagðist gista svo oft hjá þessari vinkonu sinni, en hey, hvað aðrar konur gera kemur mér ekkert við.
Það þarf eiginlega að vera með svona Facebook merkingar almennt í lífinu. Þannig að maður geti séð að hvoru kyninu hver og einn hrífst, hvort þeir/þær eru á lausu, hvort þeir /þær eru að leita að a) maka, b) kynlífi, c) vinum, d) öðru... Það er alveg ómögulegt að maður eyði tíma í að hugsa um karla sem maður á engan séns í. Nógu erfitt er þetta nú samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Pepsí á kampus
4.9.2007 | 17:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)