Færsluflokkur: Bloggar
Íþróttameiðsl eru ekki almennileg nema það blæði
27.7.2007 | 07:02
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er alltaf að ljúga að fólki
26.7.2007 | 17:13
Og ég sem er búin að vera að segja öllum að á Akureyri búi fimmtán þúsund manns. Ég greinilega missti af sextánþúsund og öllum tölum fram að sautján þúsund. Annars er það svo sem ekki skrítið. Ég sagði í mörg ár að á Íslandi byggju 270.00 manns, þar til allt í einu 300.000asti Íslendingurinn fæddist!
Og lengi margfaldaði ég kanadíska dollarinn með 50 til að fá út íslensku krónuna, af því að þannig var gengið þegar ég flutti út. Það var ekki fyrr en gengið varð fór að nálgast 60 að ég breytti til.
![]() |
Akureyringar orðnir ríflega 17.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn um moskítur - hvernig ég hef náð að bæta stöðuna
25.7.2007 | 19:37
Ég er alltaf að verða betri og betri í baráttunni við moskíturnar. Af því að ég vil ekki spreyja mig með einhverju ógeði á kvöldin, og af því að öll krem eru gagnslaus þegar kemur að því að minnka kláða eftir moskítóbit, þá er eina ráðið að drepa flugurnar áður en þær ná að bíta mig (þó er ég farin að bryðja B vítamín sem ætti að fara að virka eftir rúma viku). Ég veit ekki enn hvernig þær koma inn en það getur varla verið auðvelt fyrir þær því eingöngu tvær til þrjár ná að komast inn hverja nótt. Hér kemur taktíkin sem ég hef komið mér upp:
1. Sofa með sæng eða lak yfir mér þannig að aðeins hausinn standi undan. Það þýðir að ef moskíturnar vilja bíta mig þá verða þær að koma að höfðinu á mér. Þá heyri ég hins vegar í þeim, vakna, og veifa út öllum öngum svo þær ná ekki að nærast. (Þegar ég er úti bíta moskítur í gegnum föt, en einhverra hluta hafa þær ekki bitið í gegnum lak - og þegar ég er undir sæng þýðir það auðvitað ekki.)
2. Þegar ég vakna við suðið í helvítunum kveiki ég ljósið, gríp flugnaspaðann og ef ég sé kvikindið fylgi ég því eftir með augunum þar til það sest og þá ræðst ég á þær. Ef ég sé þær ekki loka ég augunum og reyni að sofna aftur en með ljósið kveikt, liggjandi á bakinu með flugnaspaðann í hendinni. Og svo er bara að endurtaka leikinn.
3. Stundum fer ég í leit að flugunum þar sem ég grannskoða loft og veggi í von um að sjá kvikindi. Þetta gengur ekki oft en það kemur þó fyrir. Best er að liggja kyrr og bíða eftir árás frá þeim.
í gærkvöldi náði ég að drepa þær þrjár flugur sem komist höfðu inn. Engin þeirra náði að stinga mig.
Eini gallinn er að það tekur að meðaltali um 20 mínútur að ná hverri flugu sem þýðir að þegar þrjár koma inn, eins og í gær, þá missi ég sirka klukkutíma svefn á nóttu. Og vanalega á milli 1 og 4 um nóttina.
Því miður eru moskítur næturdýr að eðlisfari og það er því þá sem þær leggja í matarleiðangur. Hins vegar nærast þær aðeins einu sinni á sólarhring og því er maður ekki stöðugt í vandræðum.
Ég las einhvers staðar á vefnum grein frá náunga sem sagðist bara leyfa þeim að bíta sig því eftir máltíðina færu þær og settust að meltu og væru því ekki lengur að hringsuða um höfuðið á manni. Hann hefur hins vegar líklega alist upp meðal moskíta og hefur því komið sér upp ágætis ofnæmisvörn. Ég fæ hins vegar heiftarleg ofnæmisviðbrögð og því myndi þetta aldrei duga fyrir mig.
En hei, hvað er smá skortur á svefni ef maður sleppur við að vera útataður í moskítóbitum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ekki tiltökumál
25.7.2007 | 15:59
Ég er viss um að þeir haga þessu þannig að fólk þurfi ekki að bíða of lengi. Vanalega held ég að sena sé mynduð, svo sé fólki hleypt fram hjá, svo er senan tekin upp aftur, svo er fólki hleypt fram hjá, o.s.frv.
Ég er orðin vön því að þurfa að bíða á meðan er verið að kvikmynda því hér í Vancouver er verið að mynda fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á hverjum degi. Fyrir fjórum árum eða svo var ég einmitt að labba eftir einni stórgötunni þegar ég gekk fram á kvikmyndatöku. Ég varð að bíða eins og aðrir á meðan atriði var myndað og svo var okkur hleypt fram hjá. Ég sá aldrei hvað var verið að taka upp en ég heyrði að bæði væri verið að kvikmynda inni í viðkomandi verslun (sem er grískt delí) og fyrir utan hana. Um daginn var ég að horfa á kvikmyndina Connie og Carla, með Toni Collette, Nia Vardalos og David Duchonvny í aðalhlutverkum. Myndin fékk fremur slæma dóma á sínum tíma svo ég hafði ekki séð hana í kvikmyndahúsum. Hún var hins vegar í sjónvarpin nýlega og af því að ég hafði ekkert betra að gera og af því að Toni og Nia eru báðar frábærar leikkonur, þá horfði ég á myndina. Mikið brá mér þegar kom að atriði þar sem David Duchovny og Michael Spinella eru að verwla í þessari sömu grísku búð. Myndin kom út 2004 svo það passar að hún hafi verið tekin upp 2003 eða fyrra hlutann af 2004. Ég er viss um að þetta var myndin sem verið var að taka upp þennan dag. Sem þýðir að ég var örfáa metra frá David Duchovny án þess að vita það. Hefði ég bara verið fremst í biðröðinni en ekki aftast!!! Annars er ég svo sem enginn aðdáandi þótt ég hafi alltaf horft á X-files á sínum tíma.
Annars var fyndnast þegar verið var að taka upp atriði á háskólasvæðinu nokkrum mánuðum áður en ég flutti til Vancouver. Þrír vina minna voru að ganga frá strætóstöðinni að málvísindabyggingunni en komu að svæði þar sem verið var að kvikmynda. Þar var búið að afmarka svæðið með borðum og verðir stóðu við. Þá kom í ljós að sumu fólki var hleypt í gegn ef það vildi og þá yrði það hluti af kvikmyndinni, en öðru fólki var sagt að fara í kringum svæðið. Jeff, Clare og Diana voru öll send í kring og var ekki boðið að labba í gegn. Þau voru sannfærð um að þau þættu of ljót eða of asnalega klædd til að fá að vera með í kvikmyndinni og voru hundfúl. Sérstaklega þegar þau sáu fallegt fólk í tískufötum fá að fara í gegn! Margir verða voðalega pirraðir þegar þeir þurfa að bíða eða að taka á sig krók vegna kvikmyndatöku, en mér finnst nú svo gaman af bíómyndum að mér finnst allt í lagi að bíða af og til vegna þessa.
![]() |
Tafir gætu orðið vegna kvikmyndatöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Talnaleikir
24.7.2007 | 16:59
Stærðfræðingar virðast skemmta sér mikið við það að setja saman litla reikningsleiki sem fá mann til að taka andköf. Fyrst þegar ég fór að fá slík dæmi send á netinu var ég alveg gapandi hissa á sumum þeirra en þegar ég hugsa betur um það er auðvitað ljóst að þetta er bara spurning um að setja dæmið rétt upp. Mér leiðast hins vegar tölur þannig að ég hef ekki einu sinni reynt að kafa ofan í þessi dæmi en ég er viss um að það reynist mörgum auðvelt.
Þetta fékk ég sent í dag og ég tek fram að reikningsandinn mikli hafði rétt fyrir sér með báðar tölur.
ALDUR ÞINN MEÐ VEITINGAHÚSAAÐFERÐINNI
Ekki segja mér aldur þinn; þú myndir hvort eð er ekki segja satt En þjónninn á veitingahúsinu gæti vitað það!
1. Byrjaðu á því að velja þér tölu, þ.e. hversu oft í viku þú viljir fara út að borða. Talan verður að vera hærri en 1 og lægri en 10.
2. Margfaldaðu þessa tölu með 2 (svona bara til að gera þetta áhugavert)
3. Bættu við 5
4. Margfaldaðu útkomuna með 50.
5. Ef þú hefur þegar átt afmæli á árinu, bættu við 1757 ....
Ef ekki, bættu við 1756.
6. Dragðu nú fæðingarárið þitt frá, fjögurra stafa tala.
Nú ætti þú að eiga eftir þriggja stafa tölu.
Fyrsta talan er upprunalega talan þín, þ.e. hversu oft í viku þú vilt fara út að borða.
Næstu tvær tölurnar eru
ALDUR ÞINN ! -------- (Ó, JÁ !!!!)
ÞETTA VIRKAR AÐEINS Á ÞESSU ÁRI (2007) ÞANNIG AÐ DREIFÐU ÞESSU MEÐAN HÆGT ER
Bloggar | Breytt 25.7.2007 kl. 05:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ha????
24.7.2007 | 16:39
![]() |
Sigur hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Uppsafnað rusl og hundaskítur
24.7.2007 | 05:54
Bæjarstarfsmenn eru komnir í verkfall og bráðum fer rusl að hlaðast upp hjá manni. Ruslakarlarnir áttu að koma á morgun svo ég er nú þegar komin með vikugamalt rusl. Vanalega fer ég ekki út með ruslið fyrr en kvöldið áður en þeir koma að sækja það því greifingjum finnst gott að borða úr ruslatunnunum og þá velta þeir þeim vanalega á hliðina og rífa svo í sundur pokana þannig að rusl liggur út um allt. Af því að það eru þrjár íbúðir í húsinu og aðeins ein tunna þá er tunnan vanalega full á hverjum rusladegi. Fólk hefur verið hvatt til þess að loka pokunum vel og geyma inni hjá sér þar til verkfall leysist en við sem búum í litum íbúðum höfum nú ekki beinlínis pláss til að hlaða upp rusli. Síðast þegar bæjarstarfsmenn fóru í verkfall stóð það í þrjá mánuði! Þannig að nú þarf ég að leggjast á bæn og biðja um að verkfallið leysist sem fyrst.
Þess má líka geta að þeir sem eiga bíl geta keyrt ruslið á ákveðna hauga, en við hin sem engan slíkan grip eigum erum bara illa sett. Annars gæti ég kannski farið með ruslið í strætó. Ég myndi ekkert lykta verr en margir þeir heimilislausu sem stundum nota vagnana.
Ég hugsa stundum um það sældarlíf sem hundar og kettir á góðum heimilum eiga. Liggja og sofa, borða mat, skreppa út og leika sér, láta klappa sér... En stundum er ég ákaflega fegin að ég er ekki hundur. Í dag þegar ég var að fara út í þvottahús (sem er í kjallaranum en ég þarf að ganga inn í það bakvið hús) var hundur að skíta á grasinu við gangstéttina. Eigendur hans voru sem betur fer löghlýðið fólk og konan tók upp skítinn og setti í poka. Þegar ég var að koma til baka úr þvottahúsinu var annar hundur á sama stað og þessi var að þefa af grasinu þar sem hinn hafði skitið. Það var þá sem ég var ánægð með að vera ekki hundur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þoli ekki þetta orðalag
22.7.2007 | 09:01
![]() |
Chelsea marði LA Galaxy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Guðhræddur hundur
21.7.2007 | 21:33

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engillinn er hræddur
21.7.2007 | 00:03
Í dag hringdi Alison í kjallaranum í mig og spurði hvortað væri nokkur leið að ég gæti tekið mynd af sjali sem hún var að klára. Hún er mikil hannyrðakona og alltaf prjónandi. Hún var búin að hengja sjalið upp á vegg til að jafna það og vildi eiga mynd af því. Svo ég fór niður og tók myndir af sjalinu.
Angel, kötturinn hennar Alison horfði á mig sínum stóru augum og var greinilega skíthrædd við þessa manneskju sem var allt í einu komin inn í íbúðina hennar. Hún sættir sig við mig úti í garði en er greinilega ekki hrifin af gestum inni hjá sér. Hún skreið undir rúm og ég gat ekki stillt mig um að leggjast á gólfið og taka mynd af henni þar sem hún starði á mig í skelfingu. Þarna undir var niðamyrkur en ég sá tvö stór ljós og vissi því hvert ég ætti að beina myndavélinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)