Færsluflokkur: Bloggar
Ást til ykkar allra
14.2.2007 | 08:18
14. febrúar er Valentínusardagurinn, dagur ástar og elskenda. Ég er búin að fá alveg æðislega bambusplöntu í tilefni dagsins. Bambus er talinn lukkutákn í asískri menningu (svona eins og skeifan hjá okkur) og hefur vegna þess og vegna skemmtilegrar lögunar orðið mjög vinsæll. Gaman að fá svona skemmtilega Valentínusargjöf, ekki bara blómvönd sem visnar og deyr. Reyndar þarf ég nú að halda bambusnum lifandi. Ekki veitir mér af lukkunni.
Og í tilefni dagsins sendi ég ástarkveðjur til allra sem villast inn á þessa síðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stærðarmunur barna
14.2.2007 | 00:22

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gamla myndin
14.2.2007 | 00:02
Einhvern tímann í fyrra setti ég mynd á netið af öllum barnabörnum ömmu Stínu. Það er orðið langt síðan og kominn tími á aðra gamla mynd. Að þessu sinni set ég inn mynd af afa Geir með Hauk bróður á fyrsta ári. Með með er ein af kindunum í Steinholti en ekki veit ég nú hvað þessi var kölluð. Þessi mynd er væntanlega orðin 47 ára, tekin einhvern tímann sumarið 1959.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gott að heyra
13.2.2007 | 22:37
Æ ég vona nú að Freddi greyið sé orðinn skaplegur og geti spilað. Ég var ekkert hrifin af honum fyrst þegar hann kom til Arsenal en hann hefur vaxið í áliti hjá mér. Ég er viss um að Henry verður sárt saknað en það er gott að karlinn fær svolitla hvíld. Nú er bara að vinna Bolton svo möguleiki sé á einhverjum titlum í ár. Og ég vona að þeir geri það hreint og örugglega og þurfi ekki að treysta á vafasama dómgæslu. Ekkert gaman að skora úr rangstæðu.
Thierry Henry hefur viðurkennt að Arsenal sé ekki að leika góða knattspyrnu þessa dagana og sagði meðal annars: Weve got hammered sometimes for playing good football and not winning games. At the moment we are coming back into games when maybe we are not playing the best that we can play but who cares? We are getting points."
Það er annars merkilegt hvernig fjölskyldan mín skiptist á milli rauðu liðanna:
Arsenal: Ég, Geiri bróðir, Haukur bróðir, bræðursynirnir Sverrir og Arnar, bræðradæturnar Svala og Kolbrún (alla vega keypti pabbi þeirra Arsenaldót á þær). Ég held líka að pabbi myndi styðja Arsenal ef hann væri neyddur til að velja, hann hefur alla vega ýjað að því.
Manchester: Gunni bróðir og bræðrasynirnir Árni, Einar og Jóhann.
Liverpool: Íris mágkona
Sem sagt, veit ekki til þess að neinn í fjölskyldunni styðji annað lið en eitt þessa þriggja en ég þekki ekki til þess hvort mamma, Dísa mágkona, Erna mágkona, Stebbi hans Hauks eða Guðrún Katrín eiga sér uppáhaldslið.
![]() |
Ljungberg aftur með Arsenal - Henry hvíldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vetrarólympíuleikarnir 2010
13.2.2007 | 18:15
Í Vancouver í gær var afhjúpuð klukka sem mun telja niður til Ólympíuleikanna 2010 en í gær voru nákvæmlega þrjú ár þar til eldurinn verður tendraður hér í Vancouver.
Nú þegar er búið að eyða ótrúlegum fjárhæðum í uppbyggingu á ýmsum mannvirkjum, svo sem nýrri hokkíhöll, nýrri skautahöll, ólympíuþorpi, sleðagarði... Og svo er það endurgerð alls þess sem fyrir er. Margt af þessu á eftir að koma borginni til góða í framtíðinni. Til dæmis er nýja hokkíhöllin á svæði háskólans og mun verða keppnisstaður háskólaliðsins að ólympíuleikum loknum. Ólympíuþorpið mun standa á frábærum stað niðri við False Creek og verða íbúðirnar væntanlega settar á almennan markað að leikum loknum. Hins vegar eru mikil óþægindi samfara allri þessarri uppbyggingu. Til dæmis er verið að byggja nýjar lestarlínur yfir í Richmond þar sem flugvöllurinn er. Vegna þess eru stórar æðar eins og Cambie gatan sundurgrafnar og margir eru orðnir leiðir á því hvaða áhrif þetta hefur haft á umferðina. Þá er ljóst að enginn veit hvernig borgin á eftir að koma út úr þessu fjárhagslega. Calgary hefur náð að borga upp Ólympíuleikana 1988, og kom jafnvel út í gróða, en Montreal er enn í stórskuld síðan sumarólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1976.
Við athöfnina í gær söfnuðust einnig saman um sextíu manns til að mótmæla. Nokkrir voru handteknir en ekki fyrr en þeir náðu að koma skilaboðum sínum á framfæri. Mary Claremont, ein mótmælenda sagðist vera á móti ólympíuleikunum vegna þess að verið væri að dæla milljón eftir milljón í tveggja vikna partí á sama tíma og þúsundir deyja á götum borgarinnar vegna eyðni, fátæktar og hungurs.
Annar viðstaddur athöfnina, David Krantz, sagði að sér þætti klukkan flott en var óánægður með mótmælin. Fannst að mótmælendur hefðu átt að vera lengra í burtu frá athöfninni!!!!! Mér finnst ferlega fyndið að segja þetta. Kannski mótmælendur ættu í framtíðinni að halda sín mótmæli þannig að þau trufli ekki athafnirnar sem verið er að mótmæla. Það yrði nú áhrifaríkt.
Ég er eins og framsóknarmaður í þessu máli, tvístíga. Sem skíðamaður og almennur aðdánandi íþrótta finnst mér ofsalega spennandi að ólympíuleikarnir skuli vera að koma hingað (verst að ég verð búin að útskrifast og farin fyrir 2010) en ég skil líka þá sem hafa áhyggjur. Allt er sundurgrafið, þetta kostar ógurlega peninga, ólympíunefndin hefur tekið land frá indjánum í leyfisleysi og almennt vaðið yfir hvern sem er.... En maður verður bara að sjá hvernig þetta allt fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er Hafdís ógnun?
12.2.2007 | 19:17
![]() |
Hafdís Huld kölluð álfapoppprinsessa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er það?
12.2.2007 | 19:09
![]() |
JLo bætist í hóp aðdáenda Beckham-hjónanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sautjánda öldin
12.2.2007 | 16:21
Ég ætlaði að fara að skrifa: 'Nei, nú er ég hætt að skilja', en áður en ég gerði það fattaði ég að ég hef bara aldrei skilið þetta mál.
Um jólin las ég að búið væri að sýkna Baugsmenn í öllu. Nú koma framhaldsákærur. Bíddu, voru nornaveiðarnar ekki á sautjándu öld?
Já, það er alveg ljóstég skil bara ekki baun
![]() |
Réttarhöld í Baugsmálinu hafin í héraðsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En hún óheppin
11.2.2007 | 23:59

![]() |
Fiennes og flugfreyja í háloftahneyksli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjöt eða jeppi - hvort viltu?
11.2.2007 | 17:30
Mikið hefur verið rætt og ritað um gróðurhúasáhrifin og hvernig við mannfólkið berum mesta ábyrgð á því sem er að gerast. Hins vegar berum við auðvitað ekki alla ábyrgðina. Fyrir nokkrum árum kom út lag með Arrogant Worms (kanadískum grínistum) sem heitir 'I am cow'. Þar er þetta erindi:
I am cow, eating grass
methane gas comes out my ass,
and out my muzzle when I belch.
Oh the ozone layer is thinnner
from the outcome of my dinner.
I am cow, I am cow, I've got gas.
Staðreyndin er sú að ormarnir eru ekki bara að grínast. Kýr freta og ropa metangasi, sem sagt er að sé 20 sinnum áhrifaríkara en koltvísýringur í því að snara hitann. En það eru ekki bara kýrnar sem reka við metangasi. Fólk sem borðar mikið af nautakjöti gerir það líka. Í nýlegri könnun frá Chicago háskóla voru tveir hópar bornir saman; Vegan grænmetisætur (engar dýraafurðir - sem sagt, ekki heldur ostur og mjólk) og kjötætur. Í ljós kom að meðal kjötæta losaði út í andsrúmsloftið því sem samsvarar um 1,5 tonnum meira af koltvísýringi á ári en meðal grænmetisæta. Til þess að útskýra þetta nánar var bent á að kjötætan myndi gera svipað mikið fyrir umhverfið ef þeir hættu að éta kjöt, eins og þeir gerðu ef þeir skiptu á jeppanum sínum fyrir hybrid bíl. Sem sagt, maturinn sem maður borðar skiptir jafnmiklu máli og bíllinn sem maður keyrir.
Þetta eru ekki nýjar fréttir en þessar nýju niðurstöður gætu hins vegar verið mikilvægar fyrir dýraverndunarsinna. Ekki aðeins værum við að bjarga dýrum með þau að éta þau ekki heldur einnig jörðinni.
Af því að ég á ekki bíl, get ég kannski réttlætt það að borða steik af og til? Alla vega er ég ekki viss um að ég sé til í það að verða grænmetisæta þrátt fyrir þessar niðurstöður. Kannski ætti maður að geta valið á milli jeppa og kjöts. Nei, Nonni minn. Þú færð bara gulrætur í kvöldmatinn af því að þú ert búinn að nota jeppann þinn í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)