Færsluflokkur: Íþróttir

Hinn fallegi (en ofbeldisfulli) leikur (nei, ekki fótboltinn)

Skyldi það segja eitthvað um eðli þjóða hvaða íþróttir eru vinsælastar í hverju landi? Fótboltinn hefur augljóslega vinninginn á Íslandi, svo og í flestum öðrum Evrópulöndum, svo og Suður-Ameríku og nokkrum fleiri stöðum. Í Bandaríkjunum er það ameríski fótboltinn með körfubolta og hafnarbolta fast á hælunum. Í Kanada er það hokkíið sem ber höfuð og herðar (ef svo má segja um íþrótt) yfir aðrar íþróttir.

Hokkí er hraður leikur er nokkuð ofbeldisfullur því leyfilegt er að hrinda og ýta öðrum leikmönnum. Það er heldur ekki tekið of alvarlega í það ef leikmenn taka af sér hanskana og berjast. Þeir fá reyndar brottvísun en yfirleitt ekki nema í tvær til tíu mínútur, eftir aðstæðum.

Í leik Vancouver og Chicago í dag varð allt brjálað þegar einn leikmanna Chicago hrinti markmanni Vancouver. Markmenn eru nokkurs konar súkköt. Það má yfirleitt ekki snerta við þeim, sem reyndar er góð regla. En alla vega, út brutust heilmikil slagsmál og mér datt í hug að þið hefðuð gaman af að sjá hvað leyfist í hokkí. Ætti kannski að taka fram þó að þetta á fyrst og fremst við norður amerískt hokkí. Minna er um slíkt í Evrópu.

 


Stoðsendingar fleiri en mörkin - en ekki hvað?

Frábært að heyra af góðum árangri íslenska liðsins og almennt frábært að sjá fréttir af íslensku hokkíi. Það gerist ekki svo oft.

Verð þó að segja að ég skil ekki allt í þessari frétt. Lítið á þennan texta úr fréttinni:

"Íslenska liðið spilaði agaðan leik og allir leikmennirnir lögðu sitt af mörkum. Þetta sést best á því að í þetta sinn eru stoðsendingarnar fleiri en mörkin en í íshokkí eru tvær síðustu stoðsendingar fyrir mark taldar."

Stoðsendingar eru fleiri en mörkin og þetta á að sýna að allir leikmenn lögðu sitt af mörkum? Bíddu, stoðsendingar eru hér um bil alltaf fleiri en mörkin. Yfirleitt er það þannig að þrjú stig fást fyrir hvert mark: markið sjálft fær eitt stig og hvor stoðsendingum um sig fær eitt stig. Því eru yfirleitt tvær stoðsendingar fyrir hvert mark. Þetta gerist auðvitað ekki alltaf því stundum stelur markaskorarinn pökknum af hinu liðinu og þá er engin stoðsending talin, og stundum er það einhver annar sem stelur pökknum og sendir á markaskorarann og þá er talin aðeins ein stoðsending. Það er hins vegar mjög sjaldgæft að stoðsendingar séu ekki fleiri en mörkin. Blaðamaður hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað.


mbl.is Búlgarar gjörsigraðir á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikur - frábær sigur

ÁÁÁÁÁÁÁÁFRAM WHITECAPS!!!!!!!! ÁFRAM TEITUR!!!!!!!!!

The Southenders    Russ getting ready for the game to start

Ég var á vellinum og hvatti strákana áfram til sigurs og verðskuldaður var hann. Mér fannst reyndar Puerto Rico Islanders byrja heldur betur og þeir voru sterkari í loftinu. En um miðjan fyrri hálfleik tóku strákarnir hans Teits sig saman í andlitinu og voru sterkari aðilinn eftir það. En Puerto Rico strákarnir börðust vel og gáfu ekkert eftir.

Winger the Whitecaps mascot   Happy supporters  

Staðan var 0-0 í hálfleik en stuðið magnaðist í síðari hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom á fimmtugustu og fimmtu mínútu þegar Gbeke, sóknarmaðurinn sterki skallaði boltanum í markið eftir hornspyrnu. Rúmum tíu mínútum síðar jafnaði Gbandi fyrir Puerto Rico, einnig með skalla. En Whitecaps voru ekki á því að fara í framlengingu og á 73 mínútu mátti sjá þá í sínu besta formi. Martin Nash, bróðir körfuboltamannsins fræga, Steve Nash, kastaði boltanum til Moose (uppáhaldsleikmannsins míns) sem sendi boltann hátt fyrir markið þar sem Gbeke stökk hæstur manna og skallaði boltann fram hjá Gaudette, markmanni Puerto Rico. Staðan 2-1 og áhorfendur á vellinum að ganga af göllunum. Puerto Rico sótti stíft eftir þetta en Whitecaps náðu að halda markinu hreinu og þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma byrjaði áhorfendaskarinn að söngla sigursönginn og hélt því áfram þangað til dómari flautaði leikinn af. Um leið og það gerðist var bláum og hvítum strimlum skotið upp í áhorfendastúkuna og allt ætlaði að ganga af göflunum. 

Happy victors    The final score, 2-1 Whitecaps

Russ vinur minn frá Vanoc kom með mér á leikinn og þetta var hans fyrsta reynsla af atvinnufótbolta. Þvílíkur leikur sem hann fékk að sjá. Við héngum áfram á leikvellinum því við vildum fagna með strákunum og ég vildi líka fá tækifæri til að óska Teiti til hamingju. Þar að auki tók Russ það ekki í mál að við færum fyrr en hann fengi mynd af mér með uppáhaldsleikmanni mínum, Moose, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Vancouver. Hvort tveggja tókst og má sjá árangurinn hér á síðunni.

Me and Moose    Teitur and I cheer at the end

Ég vil nota tækifærið og óska Teit innilega til hamingju með sigurinn. Þetta er frábær árangur hjá honum á fyrsta ári sem þjálfari liðsins. Eins og hann sagði sjálfur - hvert skal stefna nú? Toppnum er náð. Þeir komast ekki hærra fyrr en liðið nær að kaupa sig inn í MLS deildina. Kannski er það helst að þeir geti stefn að Ameríkubikarnum næst! Til þess þurfa þeir að vinna Toronto og Montreal næsta sumar svo þeir geti keppt fyrir hönd Kanada, og síðan er bara að fara alla leið. Hey, ekkert að því að stefna hátt.

P.S. Óska Mogganum til hamingju með það að hafa fylgst með úrslitunum. Þegar ég kom heim af leiknum, eftir reyndar stopp á veitingastað til að borða kvöldmat, þá var búið að setja upp þessa frétt sem ég tengi á. Frábært. Teitur á það skilið að sagt sé frá hans góða árangri heima á Íslandi. Ekki veitur svo sem af að segja frá góðum hlutum eins og ástandið er almennt heima þessa dagana.

Me cheering

 
 

mbl.is Teitur meistari á sinni fyrstu leiktíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír leikir

Enn ein íþróttahelgi. Hmmm, eigum við ekki bara að vera hreinskilin hérna. ALLAR helgar hjá mér eru íþróttahelgar.

Family ties.jpgÍ gær spiluðu Family Ties, innanhússliðið mitt, gegn Crabs. Veikindi og meiðsli hrjá liðið og við höfðum aðeins fimm stráka og þar af spilar Joe Resendes í marki. Benita spilaði því sem strákur og því var það svo að helming leiksins voru fleiri stelpur á vellinum en strákar, ef frá er talinn markvörður. Þreyta var farin að hrjá liðið undir lokin en samt náðum við jafntefli eftir að hafa lent tveim mörkum undir. Lokastaða 6-6 og annað jafnteflið í röð staðreynd.

Stuttu eftir að okkar leik lauk Spiluðu Canucks sinn annan leik í hokkíinu gegn Calgary Flames. Þrátt fyrir að skora fyrsta mark leiksins lentu

þeir tveim mörkum undir (eins og við) í 1-3 en með ótrúlegri seiglu náðu þeir að jafna, 4-4 og í framlengingu skoraði Demetra sitt fyrsta mark sem Canuck og sigur minna manna staðreynd. Við höfum því unnið tvo fyrstu leiki vertíðarinnar og sitjum á toppi deildarinnar.

Í dag er svo stærsti leikur helgarinnar. Vancouver Whitecaps, fótboltaliðið sem Teitur Þórðar þjálfar, leikur úrslitaleikinn um bikar USL deildarinnar. Ég ætla á leikinn og öskra strákana áfram. Segi ykkur í kvöld eða morgun frá því hvernig fór. Annars ætti Mogginn eiginlega að segja ykkur það.

Í ekki-íþróttafréttum er það helst að ég keypti loksins nýja Sigurrósar diskinn og mér finnst hann frábær. Það besta sem þeir hafa gert síðan fyrsti diskurinn kom út fyrir níu árum. 

Ég keypti líka nýja diskinn með Emiliönu Torrini og hann er ÆÐISLEGUR. Ég hreinlega elska lagið Me and Armani. Frábært lag. Þvílík snilld að nota reggítakt í laginu. Og skemmtilegt að geta farið út í næstu tónlistarbúð í Vancouver og keypt íslenskar plötur.


Strákarnir hans Teits standa sig vel

Strákunum hans Teits Þórðar gengur heldur betur vel þessa dagana. Eftir að Teitur tók við þeim hafa þeir verið á siglingu og í gær unnu þeir Montreal Impact 2-0 sem nægði þeim til þess að vinna sæti í úrslitaleiknum sem leikinn verður á sunnudaginn.

Vancouver hafði tapað fyrri leiknum í Montreal 0-1 eftir að markmaður liðsins, Jay Nolly, var rekinn af vell þegar 40 mínútur voru eftir af leiknum. Dómarinn sakaði hann um að hafa slegið leikmann Montreal. Vídeó af atburðinum virðist nú ekki staðfesta það. Vegna þessa fékk Nolly eins leiks bann og markmaðurinn sem spilaði síðari leikinn var græningi sem aldrei hafði áður leikið í deildinni. En strákarnir spiluðu eins og englar og unnu leikinn 2-0.

Á sunnudaginn munu þeir því taka á móti Puerto Rico í leik um sigur í deildinni.

Flott hjá þér Teitur.

 


Góður leikur

É var á báðum áttum með það í dag hvort ég ætti að spila leikinn í kvöld. Ég var orðin betri af kvefinu en alls ekki góð. Þar sem vinnuvikan framundan á eftir að verða erfið þá hefði sjálfsagt verið best að sitja heima og hvíla sig en mér finnst bara svo gaman í fótbolta að ég hreinlega varð að spila.

Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og staðan var 4-1 þegar flautað var til hlés. Við vorum einfaldlega ekki fyrst á boltann og horfðum á hina spila. Svo einfalt var það. Og Joe markmaður var ekki upp á sitt besta. Við byrjuðum síðari hálfleik með marki en svo hrundi allt aftur og fljótt var staðan orðin 7-3 fyrir hinu liðinu. Þá loks hrukkum við í gang eftir mark frá mér beint úr aukaspyrnu. Benita sem hafði skorað fyrsta markið okkar hló og sagði: "Þú gast ekki leyft mér að hafa forustuna!!!" (Fyrir þennan leik vorum við báðar búnar að skora 3 mörk fyrir þetta lið.) Svo ég kallaði til hennar: "Skoraðu annað og það mun tryggja okkur tvö" (því þá myndi ég jafna hana aftur). Það fyndna við þetta er að þetta gekk eftir. Benita skoraði sitt annað mark og ég síðan mitt annað örstuttu síðar. Þegar rúm mínúta var eftir jafnaði svo Will leikinn sem endaði 7-7. Við vorum hæst ánægð með góðan endasprett eftir þessa lélegu byrjun.

Við sitjum enn á toppi þriðju deildar og ég er ekkert veikari en ég var áður en ég spilaði. Sem sagt, gott mál.

 


Þegar þrjóska og dugnaður verða til þess að draumarnir rætast

Ég ætla að segja ykkur sögu sem sýnir hvernig fólki getur tekist það sem það ætlar sér ef viljinn og þrjóskan eru fyrir hendi.

Á fimmtudaginn hlustaði ég á sögu Mark Hatton sem keppti á tveim Ólympíuleikum fyrir Bretland í luge (sleðakeppni). Tíu ára gamall byrjaði hann að æfa stangarstökk og setti takmarkið strax á að komast á Ólympíuleika. Tvítugur varð hann hins vegar að sætta sig við það að hann væri einfaldlega ekki nógu góður. Hann dreymdi þó enn um Ólympíuleika og hugsað vel um það hvað hann hann gæti nú tekið sér fyrir hendur. Hann hafði séð myndband um luge og ákvað að prófa. Svo hann hafði samband við Breska Ólympíusambandið en þeir urðu nú að leita sér að upplýsingum um það hvort Bretland hefði luge samband. í ljós kom að svo var og Hatton hafði samband við þá. Þegar hann sagðist vera tvítugur var honum sagt að hann væri sextán árum of seint á ferðinni. Flestir byrjuðu að æfa í kringum fjögurra ára. Hann bað um að fá að vera biðlista eftir æfingarbúðum og þeir samþykktu það.

Það fór svo að hann fékk boð um að koma til Austurríkis á æfingu og þar skelltu sér allir á barinn og svo var honum sagt að hann togaði handfangið vinstra megin ef hann vildi beygja til hægri og handfangið hægra megin ef hann vildi beygja til vinstri. Daginn eftir mundi hann ekkert hvað hann átti að gera en var hreinlega sendur af stað niður brautina (að skíta á sig af hræðslu) og allt gekk að óskum. Neistinn var kviknaður. Nema Bretarnir sögðu að hann væri samt allt of gamall og neituðu að þjálfa hann frekar. Eftir að hafa samband við nokkra staði fékk hann loks að koma og æfa með Bandaríkjamönnum og var þar settur í hóp með fimm ára og yngri. Já, í alvöru, fimm ára og yngri. Og þessir litlu voru allt að fjórum sekúndum fljótari niður brautina, sem er mikill munur þegar tekið er tillit til þess að tími í luge er mældur í hundruðum úr sekúndu. 

Eftir mikla vinnu náði hann að verða bestur meðal fimm ára barna og fékk að halda áfram. Eftir þetta samþykktu Bretarnir að hann fengi að æfa með þeim og nokkrum árum síðar keppti hann loks fyrir Bretland á Ólympíuleikunum í Salt Lake City og fjórum árum síðar í Torino. í Salt Lake City kom hann fyrstur í mark af þeim keppendum sem komu frá löndum sem hafa enga luge braut. Draumurinn rættist af því að hann gafst ekki upp og af því að hann lét ekkert stoppa sig. 


Detroit eru Stanley meistarar

Detroit Red Wings voru núna rétt í þessu að tryggja sér Stanley bikarinn í hokkí eftir 3-2 sigur á Pittsburgh. Staðan var 3-1 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en mörgæsirnr náðu að skora þegar þeir léku einum fleiri og þeir komu nálægt því að jafna leikinn á síðustu mínútu. En það dugði gekk ekki eftir og Niklas Lidstrom fær að hampa bikarnum - fyrstur allra Evrópubúa til þess að leiða lið sitt til sigurs í þessari keppni.

OL 2016 - hvar verda leikarnir haldnir?

Borgirnar fjorar sem munu berjast um Sumarolympiuleikana 2016 eru eftirfarandi:

Chicago, Tokyo, Rio og Madrid.

Stina Johanns, fyrst med frettirnar

 

P.S. Ekki buin ad setja upp PC skrattann fyrir islenskt lyklabord. Veit einhver hvernig a ad gera thad?


Er sigur nauðsynlegur?

Ókei, ef við vinnum Svía þá tryggjum við okkur sæti á Ólympíuleikunum, rétt? En ef við töpum eða náum aðeins jafntefli? Höfum við þá helst úr lestinni eða getum við tryggt okkur réttinn á einhvern annan hátt?
mbl.is Pólverjar voru númeri of stórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband