Færsluflokkur: Íþróttir
Hvers vegna meiðsli eru aldrei gefin upp
29.4.2007 | 06:58
Ég komst að því í dag af hverju er aldrei gefið upp hvað amar að hokkíleikmönnum þegar þeir meiðast. Hokkí er fremur hrottaleg íþrótt þar sem oft brjótast út slagsmál og þar sem það er ekki vítavert að henda mönnum til og frá og berja þá upp við vegg. Svo framarlega sem þeim er ekki brugðið og ekki er barið á hokkíkylfuna. Þar er algengt að góðir leikmenn séu teknir verr en aðrir en það sem ég frétti í dag var að slasaðir leikmenn fá enn verri meðferð. Ef til dæmis er vitað að einhverjum sé illt í náranum, má hann eiga von á því að flest höggin sem hann fær séu einmitt þar. Allt til að koma honum algjörlega úr leiknum. Það er vegna þessa sem þjálfarar og leikmenn segja aldrei opinberlega hvað er að meiddum leikmönnum. Í gær þegar Mithcell fór af velli var mikið lagt upp úr því að hann héldi áfram að spila því ekki var gott að viðurkenna fyrir öndunum að án Mithcell væri varnarlína Vancouver komin niður í fimm menn. Því þá hefði mátt búast við að þeir varnarmenn sem væru eftir fengju enn harðari meðferð. Þetta þykir manni ógeðfellt en leikmenn Vancouver verða að vera harðir af sér ef þeir vilja lifa af þessa seríu. Endurnar spila mjög líkamlegan leik og ráðast iðulega á mótherja sína. Vancouver Cancucks, aftur á móti, gera það ekki og synd er að segja að þeir verða að fara að berja til baka.
Ofbeldi í hokkíi er annars versti hnjóðurinn á þessarri annars ágætu íþrótt en því miður eru aðdáendur leiksins oft hrottalegir aular sem elska slagsmálin framar öllu öðru. Þeir vilja ekki láta breyta reglunum.
En sem sagt, nú veit ég af hverju Vigneault sagði að Mithcell þjáðist að flensulegu skautaheilkenni. Annars get ég nú lagað örlítið frásögn mína af þeirri umsögn í gær. Ég heyrði nefnilega aldrei spurninguna, bara svarið, og get því sagt að eftir að Vigneault sagði að Mitchell þyrfti nýja skauta og að þeir væru að leita að skautum handa honum sagði víst einhver blaðamanna: "Nú, er hann ekki með flensu?" Það var þá sem Alain sagði að hann hefði "flu-like skate syndrom". En sem sagt, aldrei er gefið upp hvað amar að leikmönnum svo hitt liðið ráðist ekki á viðkomandi líkamshluta í næsta leik.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jafnt í seríunni
28.4.2007 | 07:38
Eftir hrikalegt tap (5-1) á miðvikudaginn afskráðu flestir Vancouver í annarri umferð úrslitakeppninnar í hokkí. Anaheim endurnar eru stærri, sterkari, hraðari, leiknari og grimmari. Sumer héldu meira að segja að Anaheim þyrfti aðeins fjóra leiki til þess að ná að sigra fjórum sinnum. Ekki bætti það úr skák að fjórir leikmenn Vancouver voru meiddir. Tveir framherjar voru sóttir frá Manitoba Moose, varaliði Vancouver, til að koma í stað framherjanna tveggja sem meiddust í fyrsta leiknum gegn Dallas, en enginn kom í stað varnarmannana tveggja sem meiddust í sjöunda leik þeirrar seríu. Vancouver hafði því aðeins sex varnarmenn, tvær línur, og ekkert mátti því út af bera. Eftir stórtapið á miðvikudaginn sagði Vigneault þó að tapið hefði ekkert með þessi meiðsli að gera því þeir hefðu góða menn sem kæmu í manns stað og nú hefðu ungu strákarnir tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. Margir þjálfarar hefðu notað tækifærið til að afsaka tapið. En Vigneault hugsar ekki þannig. Og hann hafði rétt fyrir sér. Í kvöld notaði hann unga stráka sem ekki hafa fengið að spila mikið, og þeir stóðu sig frábærlega og staðan að venjulegum leiktíma loknum var 1-1. Það vildi svo skemmtilega til að fyrirliðinn og Svíinn Markus Naslund skoraði fyrsta markið en hann hefur ekki skorað í þessarri úrslitakeppni til þessa. Leikurinn fór í tvær framlengingar en Cowan náði loks að skjóta pökknum í gegnum ótrúlega þrönga smugu inn í markið og lokatölur 2-1 Vancouver.
Mikið hefur annars verið spáð í það hvað herjar að Sammy Salo og Kevin Bieksa sem meiddust á mánudaginn. Báðir segjast vera með flensu en þeir hafa setið innan um hina leikmennina og borðað með þeim þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað annað að. Á blaðamannafundinum eftir leikinn grínaðist Vigneault með þetta þegar hann var spurður út í hvað amaði að Willy Mitchell, sem fór meiddur af velli í leiknum í kvöld. Í staðinn fyrir að segja að hann hefði snögglega fengið flensu sagði Vigneault að annar skautinn hans hefði bilað og svo hló hann. Þegar blaðamenn vildu fá nánari skýringu á þessu sagði hann að Willy hefði "flu-like-skate-syndrom". Sem þýðir: Það gagnar ekkert að spyrja.
Á sunnudaginn færist serían til Vancouver þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir. Það gagnast Vancouver reyndar ekkert betur en að spila á útivelli því gegn Dallas unnu þeir jafnmara leiki heima og að heiman.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vítakeppnir ekki góður kostur
26.4.2007 | 02:06
Hvers vegna í ósköpunum láta þeir vítakeppni ráða úrslitum? Hér vestra er búið að afleggja vítaspyrnukeppnir og í staðinn er leikinn bráðabani, sama hversu langan tíma það tekur. Það er miklu skemmtilegra og enginn saknar vítakeppnanna. Í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni þurfti að leika sjö leikhluta áður en úrslit réðust, klukkan var orðin hálfeitt að morgni og allir dauðþreyttir en...vááá...ótrúlega spennandi.
Nú er að hefjast fyrsta leikurinn í annarri umferð NHL keppninnar. Vancouver leikur við Anaheim Ducks (sem hafa víst sleppt 'Mighty' úr nafninu) og það verður erfiður róður. Ég held að almennt sé litið svo á að endurnar eigi að taka þetta léttilega, flestir spá aðeins fimm leikjum. En hver veit, Vancouver hefur besta markvörð deildarinnar, frábæran þjálfara og býsna gott lið. Okkur vantar hins vegar góða markaskorara en þá vantar ekki í andaliðið. Endurnar spila hins vegar miklu harðari leik, eru stærri, þyngri og grófari. Þeir hafa fengið fimm daga hvíld en Vancouver spilaði seinast á mánudagskvöldið. Þeir eru því þreyttari en á hinn bóginn eru þeir æstir að spila eftir að hafa sigrað Dallas Stars í sjöunda leik. Helsti gallinn er að Anaheim hefur alla sína leikmenn heila en Vancouver misst tvö menn í fyrsta leik og alla vega tveir eru veikir. Ekki er enn komið í ljós hvort þeir eru nógu hraustir til að spila en ég mun væntanlega fá að vita af því innan örfárra mínútna.
Best að fara inn í stofu og hlusta á þjóðsöngvana.
![]() |
Skautafélag Reykjavíkur Íslandsmeistari annað árið í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yeeeeeeeesssssssssss!!!!!!!!
24.4.2007 | 04:20
Við unnum, við unnum!!! Lokastaðan varð 4-1 þar sem pökkurinn fór tvisvar sinnum í Stjörnunetið á síðustu tveimur mínútunum. Stjörnurnar höfðu tekið markmanninn sinn út í von um að jafna leikinn en það gekk ekki eftir, Vancouver náði pökknum í tvígang og skoraði í tómt netið. Lokastaða í seríunni er því 4-3 fyrir Vancouver sem á miðvikudaginn mun spila gegn Anaheim Might Ducks.
Ég hef tvær ástæður fyrir því að vilja sigur í þeirri seríu. Annars vegar vegna þess að ég vil auðvitað að mitt lið vinni. Hin ástæða þess er sú að Íslendingar eiga harma að hafna gegn öndunum. Munið þið ekki eftir barnamyndininn Might Ducks sem sýnd var einhvern tímann í upphafi tíunda áratugarins. Þetta var krakka lið sem byrjaði með eintóma aumingja sem síðar urðu besta barnalið í heimi og unnu þar í lokakeppninni enga aðra en Íslendinga sem áður höfðu verið taldir bestir í heimi. Ég held að María Ellingsen hafi leikið íslenska konu í myndinniog hét nafni sem alls ekki var Íslenskt. Sem sagt, eftir viinsældir þeirra mynda var liðið Anaheim Mighty Ducks stofnað og hefur nú orðið eitt besta liðið í NHL deildinni. Það verður því erfitt að vinna þá, sérstaklega vegna þess að kanúkarnir fá aðeins eins dags hvíld (sem þeir þurfa að nota til þess að fljúga niður til Anaheim) en Anaheim fékk fimm daga hvíld þar sem þeir slógu Minnesota Wilds út í fimm leikjum. En hver veit, með Luongo í marki getur allt gerst.
Það athyglisverðasta er að eftir síðasta leik var Alain Vigneault eins reiður og nokkur hefur séð hann og skammaðist hann fyrst og fremst yfir því að bestu leikmennirnir sínir virtust ekkert leggja sig fram. Þar átti hann við Linden, Naslund og Sedin bræðurnar. Mörgum fannst han full harður við þá en taktíkin virðist hafa dugað. Í síðustu leikjum fengju þessir fjórir aðeins eitt stig sameiginlega en í þessum leik skoraði Henrik eftir sendingu frá bróður sínum og Linden skoraði svo hið eiginlega sigurmark. Sem sagt, þrjú stig þar. Ég hef fulla trú á því að Vigneault viti hvað hann er að gera. Hann er harður þjálfari sem lætur engan komast upp með neitt. Hann er ekkert hræddur við að taka bestu leikmennina sína út af ef þeir standa sig ekki, ólíkt fyrirrennara hans sem notaði alltaf sömu leikmennina, hvernig sem þeir léku. Vigneault lætur þá ekki komast upp með leti eða múður og ræðan gegn fjórmenningunum var greinilega hluti af áætlun hans. Það dugði og ekki aðeins þessir fjórir spiluðu betur en þeir hafa gert alla vikuna, heldur á það við um alla leikmennina. Sigur uppskorinn og þegar Vigneault leit til himna eftir sigurmarkið var hann ábyggilega að þakka guði aðstoðina.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 04:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útlitið er svart
24.4.2007 | 01:51
Það lítur ekki vel út eftir fyrsta hluta sjöunda leiks í hokkíinu. Dallas hafa skorað og það hefur verið nær undantekningarlaust í þessari útsláttarkeppni að liðið sem skorar fyrst vinnur leikinn (5 af 6 leikjum hingað til). Það góða er að Vancouver hefur spilað mun betur í þessum fyrsta hluta en þeir gerðu í síðasta leik þannig að enn er von. Mikið rosalega er þetta samt stressandi. Ég er algjörlega á tauginnisvona eins og þegar ég horfi á íslenska landsliðið í handbolta. Þetta er stórhættulegur andskoti.
Og ég sem sleppti fótboltaæfingu svo ég gæti horft.
Verst er að þeir eru að spila í gamla búningnum sínum. Mér finnst hann miklu ljótari en sá nýju en hefur víst tilfinningagildi fyrir suma.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjörnurnar unnu og sjöundi leikurinn staðreynd
22.4.2007 | 18:11
Leikur númer sex tapaðist og nú er staðan í seríunni 3-3. Sjöundi leikurinn fer fram á morgun hér í Vancouver og sigurvegari leiksins kemst áfram í næstu umferð og spilar þar við Anaheim Mighty Ducks. Anaheim er talið besta liðið í deildinni í dag og eins og Canucks spiluðu í gær þá eiga þeir ekki séns í Anaheim. Það væri samt gaman ef þeir ynnu á morgun og við fengjum alla vega fjóra leiki í viðbót. Það er hins vegar ljóst að til þess að það gerist þá verða þeir að fara að spila betur. Þeir hafa ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum og eitt helsta vandamálið er að vönu mennirnir, Trevor Linden, Markus Naslund og Sedin-bræðurnir, hafa ekki staðið sig. Sameiginlega hafa þeir fengið eitt stig síðan í fyrsta leiknum.
Það var þungt andrúmsloft á Nevermind veitingastaðnum í gær þar sem ég sat ásamt fjölda Vancouverbúa og fylgdist með leiknum í sjónvarpinu. Ekkert virtist ganga og kanúkarnir héldu þeim upptekna hætti að láta reka sig allt of oft af velli. Í viðtalinu við Vigneault þjálfara eftir leikinn mátti loks sjá að honum var brugðið. Hann hefur alltaf verið svo léttur í skapi eftir leiki, jafnvel tapleiki, en nú var honum ekki skemmt. Hann sagði þunglega að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum og það voru Stjörnurnar.
Málið er að eftir tvo tapleikii í röð er þetta farið að fara í skapið á liðinu, eins og sjá mátti á vellinum, og Vigneault verður að finna leið til þess að telja þeim trú um að þeir geti þetta. Ekkert nema 100% leikur dugar á morgun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spennó
21.4.2007 | 20:28
Skemmtilegar fréttir. Við skulum vona að úrslitin í deildinni ráðist ekki fyrr en í síðasta leik þannig að allir sitji límdir í sætum sínum og engist af spennu. Svona eins og þegar Arsenal varð að vinna Liverpool með tveggja marka mun...hva...1989? Ég veit að Manchester og Chelsea spila ekki hvort gegn öðru í síðasta leik þannig að við fáum ekki slíka endurtekningu, en mikilvægt er að síðasti leikur hvors liðs ráði úrslitum. Og skemmtilegast væri ef Arsenal og Liverpool háðu svipaða keppni um þriðja sæti. Þá loks væri deildin aftur orðin virkilega spennandi.
Í kvöld verður leikinn sjötti leikur í viðureign Vancouver Canucks og Dallas Star og annan leikinn í röð eiga Cancuks möguleika á að gera út um seríuna. Ég ætla að fara á einhvern pöbb með öðru fólki og horfa á leikinn þar. Vonandi förum við ánægð heim.
![]() |
Ferguson: Hleyptum Chelsea inní baráttuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áframhaldandi hokkíhugleiðingar
21.4.2007 | 00:50
í gær sleppti ég píanótónleikum Víkings vegna þess að þeir voru á sama tíma og fimmti leikurinn í Canucks-Stars einvíginu. Ef Canucks hefðu unnið þá hefðu þeir unnið seríuna. En leikurinn fór 1-0 fyrir Stjörnunum í framlengingu og serían heldur því áfram. Staðan í heildina er nú 3-2 fyrir Vancouver og þeir hafa því annað tækifæri á morgun til þess að vinna. Ég, Marion og Ryan höfum talað um að fara niður í bæ á einhvern bar og horfa þar á leikinn með öðru fólki. Það gæti verið skemmtilegt. Ég hef komist að því að ég á engan uppáhalds leikmann. Sem Skandinavi er ég auðvitað stolt af Svíunum, Markus Naslund, Henrik Sedin og Daniel Sedin, en það eru margir góðir leikmenn í liðinu. Í staðinn held ég upp á þjálfarann, Alain Vigneault. Kannski er það vegna þess að hann er frá Gatineau, þar sem Martin býr og þar sem ég eyddi megninu af sumrinu í fyrra...kannski er það vegna þess að hann er svoítið bangsalegur (grennri útgáfa af Erni Árnasyni)...eða bara vegna þess að hann er besti þjálfari sem Vancouver hefur átt! Set hér inn myndband með honum, svona rétt til að sjá hvort mér tekst það.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigur í kvöld
16.4.2007 | 06:17
Það dugði að vera í peysunni. Canucks unnu þriðja leikinn 2-1 og staðan í keppninni er því sú sama, 2-1 fyrir Canucks. Næsti leikur er væntanlega á þriðjudaginn í Dallas. Ottawa er einnig 2-1 yfir gegn Pittsburg en einhverra hluta vegna fylgist ég ekki eins með því hvernig Calgary gengur. Staðan var 1-1 eftir fyrstu tvo leikina en ég veit ekki hvernig þriðji leikurinn fór. Þeir hafa hingað til verið öfugir miðað við Canucks og Senators (unnið þegar þeir tapa og svo öfugt) þannig að eftir því ættu þeir að vera 1-2 undir!
Leikurinn í kvöld var æsispennandi og úrslit réðist ekki fyrr en í fjórðu lotu. Mér fannst Dallas Star spila betur lengst af en Canucks komu sterkir inn um miðja þriðju lotu og börðust þá eins og ljón enda voru þeir búnir að vera einu marki undir lengst af. Þeir slökuðu ekki á eftir að þeir jöfnuðu og uppskáru því sigur þegar 7:47 mínútur voru liðnar af framlengingunni. Bráðabani er ansi skemmtilegur. Í raun mun meira spennandi en fyrirfram ákveðin framlenging. Ætti að taka hann upp í fótbolta.
Það var Taylor Pyatt sem skoraði sigurmarkið og var það hans fyrsta mark í úrslitakeppni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikur 3
15.4.2007 | 21:52
Leikur 3 milli Vancouver Canucks og Dallas Star í NHL hokkídeildinni fer fram í Dallas klukkan hálfsjö í kvöld. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá er ég þegar komin í Canucks peysuna mína og vona að það færi lukku. (Reyndar er Cold Squad í sjónvarpinu klukkan sex og ég er ekki nógu mikill hokkí-aðdáandi til að sleppa Cold Squad, en það er allt í lagi. Ég horfi bara þegar þátturinn er búinn klukkan sjö.) Vonandi fara mínir menn með sigurinn í kvöld. Margir hafa veðjað á að Canucks taki þetta í sex leikjum en Dallas sýndi í fyrradag að þeir eru geysilega góðir þannig að það borgar sig ekki að telja eggin strax. Þetta verður tvísýnt.
Ég bendi fólki annars á að ég er bæði komin með fleiri freknur (fékk þær þegar ég fór á skíði um síðustu helgi) og síðara hár (berið saman við myndina í prófílnum). Hef ekki efni á klippingu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)