Nýjar græjur í vélum Icelandair

Það er svo fyndið við þessa frétt að hún hljómar svolítið eins og þessi tækni sé alveg ný  af nálinni, sem er auðvitað ekki staðreyndin. Alla vega hafa ýmsar flugvélar haft skjái við hvert sæti þar sem fólk getur valið hvað það vill horfa á. Í fyrra flugum við Marion t.d. til Toronto á sama tíma en hvor í sinni vélinni. Hún flaug með WestJet en ég með AirCanada (enda alltaf að safna punktum hjá þeim). Ég skammaðist mikið yfir því þegar við hittumst aftur að ég hefði verið í einni af stóru gömlu vélum AirCanada sem hafa stóra skjái yfir miðröðinni. Ég sat svo í gluggasæti og af því að ég er stutt í annan endann sá ég ekkert yfir sætaröðina fyrir framan mig og gat því ekki séð á skjáinn í miðröðinni (þetta eru svona 2-4-2 sæta vélar). Marion fannst það skemmtileg og lýsti því fjálglega yfir hvernig hún hefði haft sinn eigin skjá fyrir framan sig þar sem hún gat valið á hvað hún horfði. Ég hef aldrei flogið með WestJet og því aldrei notið slíks munaðar en þeir hafa nú haft þessa tækni í einhvern tíma.

Hins vegar fagna ég því mjög ef Icelandair ætlar að fara að taka þetta upp. Núna eftir jólin flaug ég til dæmis fyrst frá Íslandi til Boston, síðan eftir smá stopp í Ottawa flaug ég frá Ottawa til Vancouver. Og hvað haldiði - í báðum vélum var verið að sýna The Queen! Og þetta er ekki einu sinni sérlega skemmtileg mynd þótt hún sé tilnefnd til Óskarsverðlauna. 


mbl.is Allir farþegar fá sinn eigin skjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, einmitt! Mér fannst þessi frétt undarlega orðuð, því þetta er svo innilega ekki nýtt! Ég flaug t.d. með Kenya Air í fyrra og í þeirri flugvél voru þægileg sæti, hrikalega góður og vel útilátinn matur og einmitt afþreyingarskjár fyrir hvern og einn! Icelandair mætti læra ýmislegt af Kenya Air

María (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband