Fyrsta vikan

Ég er búin að vera á Íslandi í rúma viku núna og sumt er frábært og annað síður. Það er t.d. ljóst að sundlaugarnar á Íslandi eru engar líkar. Ég á eftir að eyða miklum tíma í Laugardalslauginn og Vesturbæjarlauginni. Þá er nammið og sætabrauðið mun betra en í Kanada. Umferðarmenningin er hins vegar mun slakari og veðrið er augljóslega ekki eins gott. Sérstaklega var ég búin að gleyma vindinum. Jafnvel á fallegum dögum eins og í gær og í dag er vindurinn ekkert sérlega hlýr. Málið er að það er næstum aldrei neinn vindur í Vancouver. Og hérumbil aldrei hvasst. Ég á því eftir að venjast veðrinu betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel að aðlagast aðstæðum heima fyrir. Ég er fyrrverandi nágranni þinn frá Sívætlu.

Erlendur (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og hvaða símafyrirtæki valdirðu?

Berglind Steinsdóttir, 10.5.2011 kl. 08:21

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

issss Vindurinn venst seint, ef til vill aldrei? :)

Marinó Már Marinósson, 10.5.2011 kl. 08:38

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Erlendur. Berglind, ég valdi Vodafone. Að hluta til vegna þess að svo margir í fjölskyldunni eru með það þannig að ég tók pakkann þar sem maður borgar ekkert í Vodafone síma, og að hluta til vegna þess að þeir eru með skrifstofu rétt fyrir ofan mig þannig að það er þægilegt ef maður þarf að fá einhverja þjónustu. Marinó, það er því miður sennilega rétt hjá þér.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.5.2011 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband