Kanínuótti

Mér er ákaflega illa við kanínuna Berta sem birtist í auglýsingum Ergó frá Íslandsbanka. Og samt er þetta bara kát, græn kanína:

 
Og af hverju er mér svona illa við græna kanínu? Af því að í hvert inn sem hún skoppar upp á skjáinn hjá mér kemur í hug kanínan úr myndinni Donny Darko, og allir þeir sem sáu myndina vita að kanínan var holdgervingur geðveiki Donny's og sú sem fékk hann til að gera illvirkin. Kanínurnar eru ekkert líkar nema þær ganga á tveim fótum:
 
Og nei, ekki allar kanínur vekja hjá mér hroll. Svo framarlega sem þær halda sig á fjórum fótum er þetta í lagi.
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þær vekja svo sem ekki hjá mér neinn hroll, fyrir utan hvað þær eru báðar ljótar að mínu mati.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.7.2011 kl. 14:25

2 identicon

Mér er sagt að kanínukjöt sé gott og hollt.

Númi (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband