Búin að skila ritgerðinni

Í dag eru liðin tólf ár síðan ég flutti til Kanada. Þá ætlaði ég aðeins að vera þar í eitt ár og kenna Kanadamönnum íslensku en úr þessu teygðist og þegar til kom varð ég fjögur ár í Winnipeg og tæp átta í Vancouver.

Nú má eiginlega segja að þessu Kanadaævintýri sé lokið því þótt ég hafi flutt heim fyrir fjórum mánuðum þá kláraðist ekki kaflinn fyrr en í gær þegar ég skráði mig í útskrift frá UBC enda hafði ég kvöldið áður lokið við doktorsritgerðina, skilað henni og fengið samþykkta. Náminu er því lokið, ég orðin doktor (þótt ekki opinberlega fyrr en útskrift í nóvember) og ég hef fengið kvöld og helgar aftur í mínar hendur.

Nú mun ég geta sofið heila helgi án þess að vera með samviskubit. Ég get setið heima á kvöldum og horft á sjónvarpið eða lesið, nú eða farið út að hlaupa, í heimsókn til vina, eða hvað annað sem mér dettur í hug. Ég get farið í langa fjallgöngu sem tekur heilan dag af því að ég þarf ekki að læra. Ég get leyft mér að fara til Akureyrar án þess að hafa áhyggjur af því að ég ætti að vera að skrifa ritgerðina. Það er eins og ég hafi fengið lífið til baka. Hingað til hefur það verið í biðstöðu.

Í dag er fyrsti dagurinn í nýjum kafla lífs míns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með þetta.  Er ekki þungu "fargi" af þér létt???????????

Jóhann Elíasson, 1.9.2011 kl. 08:30

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Til hamingju með það. Heldurðu að þér detti nokkuð í hug að blogga?

Sæmundur Bjarnason, 1.9.2011 kl. 11:04

3 identicon

Njóttu, njóttu og njóttu svo meira! Og mundu sem allra lengst hversu mikilvægt þetta frelsi er, því þeir (amk margir) sem hafa alltaf þetta frelsi muna ekki eftir því hversu lánsamir þeir eru og njóta þess ekki! Breyddu út vængina þína og svífðu......

Rut (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:59

4 identicon

Til hamingju með þennan risastóra áfanga Stína mín, sem sagt nú geturðu farið að njóta lífsins til fulls, gerðu það nú :o) kveðjur frá okkur öllum

Rósa María Tómasdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 12:30

5 identicon

Stína mín, innilega til hamingju með þennan merka áfanga þinn!!!

Eigðu góða helgi!

Rakel (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 12:41

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hjartanlega til hamingju, þetta er stórkostlegt. Ég er með þrjár í fjölskyldunni sem eru að ströggla við þetta, alveg að drepast úr stressi.  

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.9.2011 kl. 22:20

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega öll. Jóhann, jú, það er frábært að þetta skuli loks vera búið. Sæmundur, ég ætti að verða eitthvað virkari í blogginu núna. Gallinn er að nú þegar ég er komin heim hef ég ekki frá eins mörgu skemmtilegu að segja eins og þegar ég var úti. Rut, lofa því. Rósa María, sendu endilega kveðju til baka heim. Takk Rakel. Takk líka bergljót. Ég skil að þínar þrjár séu stressaðar. Mér finnst þetta það erfiðasta sem ég hef nokkru tímann gert.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.9.2011 kl. 20:16

8 identicon

Til hamingju, nú skaltu fá að njóta Íslands :) ... langar þig ekki bara til að koma í björgunarsveit núna? :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 20:30

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vantar fólk í björgunarsveitir? Er ekki svo rándýrt að koma sér upp nauðsynlegum klæðnaði o.s.frv.?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.9.2011 kl. 19:39

10 identicon

Það vantar alltaf fólk, nýliðakynningarnar eru búnar hjá öllum eða amk flestum sveitum núna, en fyrsti fundur hjá nýliðum í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík verður núna á þriðjudaginn, ef þú vilt koma þá skal ég taka á móti þér :)  Held að sú sveit mundi henta þér best þar sem aldursdreifingin þar er hvað mest ... ekki það að þú sért neitt gömul, þú kannski nennir bara ekki að vera með fullt af 18 ára krökkum á fjöllum í 2 ár ;)

Kostnaður er afstæður, ég sé að þú ert alveg að labba á fjöll þannig að ég bíst við að þú eigir gönguskó, einhvern ullarfatnað og svo skel (vind og regnheldar buxur og jakka) það er svona byrjunin sem og bakpoki og svefnpoki ... hitt kemur með kalda vatninu :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 07:12

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Geturðu ekki sent mér póst á kristin.johannsdottir@gmail.com? Ég myndi alla vega alveg vilja vita meira um starfið og þjálfunina o.s.frv.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband