Slæmt ár í sögu hokkísins

Árið 2011 hefur ekki verið hokkímönnum hliðhollt. Í janúar framdi Bandaríkjamaðurinn Tom Cavanagh sjálfsmorð og í maí lést Kanadamaðurinn Derek Boogaard eftir að hafa blandað saman áfengi og oxycodone. Í ágústmánuði framdi svo annar Kanadamaður, Rick Rypen, sjálfsmorð eftir að hafa þjást af þunglyndi síðastliðin tvö ár. Hann lék með liðinu mínu, Vancouver Canucks, en hafði rétt samið við hið endurnýjaða lið Winnipeg Jets. Nokkrum dögum síðar lést þriðji Kanadamaðurinn, Wade Belak, einnig fyrir eigin hendi. Það er annars merkilegt að þrír af fjórum þessa leikmanna spila ekki bara í sömu deild heldur spila þeir allir sömu stöðu. Þeir eru allir svonefndir 'enforcer' - sem sagt slagsmálahundarnir. Þetta eru þeir Boogard, Rypen og Balak. Mikið hefur því verið rætt um það undanfarið hvort þetta sé tilviljun. Eða hafa endalausar barsmíðar enn meiri áhrif en viðurkennt hefur verið. Hitt er líka mögulegt að þeir sem eru viðkvæmari fyrir séu líklegri til að spila sömu stöðu. En sennilega er það tilviljun að þessir þrír fara á svipaðan hátt á svo stuttum tíma. Allir þrír látast yfir sumartímann þegar hokkí er ekki í gangi.

Á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í Rússlandi var Slóvakinn Pavol Demitra sem lék með Canucks í hittifyrra. Ég sá hann oft spila og hann var virkilega góður leikmaður. Sérstaklega fór hann á kostum með liði Slóvakíu á Ólympíuleikunum síðustu. Ég sá meðal annars leik þerra gegn Rússum og ég hef aldrei séð Demitra leika eins vel. Hann átti konu og ung börn, eins og ábyggilega flestir þeir leikmenn sem létust í flugslysinu í dag. Tollurinn á þessu ári er því orðinn hár. Þrír hafa fallið fyrir eigin hendi og heilt lið lætur lífið í flugslysi. 

Þetta er fjórða áfall Vancouver Canucks á aðeins þremur árum. Sumarið 2008 lést ungur og efnilegur leikmaður, Luc Burdon, í mótorhjólaslysi. Hann var efnilegasti varnarmaður liðsins og miklar vonir voru bundnar við hann. Ári síðar missti annar leikmaður, Taylor Pyatt, unnustu sína í bílslysi. Og nú í sumar falla frá bæði Rick Rypien og Pavol Demetra. Fjögur svona stór áföll eins hokkíliðs á þremur árum hlýtur að teljast óvenulegt.   

Já, þetta er svo sannarlega sorglegur dagur í heimi hokkís, og yfirhöfuð, og jafnast á við það þegar Manchester liðið lést, einnig í flugslysi. En þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hokkílið deyr í flugslysi. Í janúar 1950 fórst flugvél með 19 manns um borð. Innanborðs var hokkíliðið VVS Moskva sem var lið sovéska flughersins. Þarna létust allir liðsmenn liðsins, nema tveir. Vsevolod Borbrov svaf yfir sig og missti af fluginu og Viktor Shuvalov var meiddur. Árið eftir gengu fjölmargir leikmenn til liðs við liðið, þar á meðal margir af bestu  mönnum annarra liða, og vori síðar vann liðið sovétbikarinn.

Árið 1986 létust svo fjórir kanadískir leikmenn þegar rútan sem þeir voru í lenti í árekstri. 

Hugur minn er með fjölskyldum þessa manna


mbl.is Heilt íshokkílið fórst í flugslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband