Að sjálfsögðu á íslenskan að vera hluti af stjórnarskrá

Ég hef tekið eftir því undanfarna daga að margir virðast misskilja þessa umræðu um stöðu íslenskunnar og halda að með því að vernda íslenskuna sé verið að ráðast á önnur tungumál og jafnvel banna fólki að nota önnur mál. Það er auðvitað alls ekki svo heldur er verið að sjá til þess að staða íslenskunnur sé ávalt sú mikilvægasta.

Hér í Kanada er það bundið í stjórnarskrá að franska og enska eru opinber tungumál (og rétthá) og það hefur margoft þurft að grípa til þeirra laga. Í borginni Richmond hér sunnan við Vancouver er til dæmis hátt hlutfall íbúa af kínverskum ættum (sumir segja rúmlega 50%) og  þar er það svo að sumar búðir hafa allar sínar upplýsingar á kínversku - meira að segja skiltin fyrir utan búðina. Vegna þess að í þjóðskrá segir að allar upplýsingar þurfi að vera á annað hvort ensku eða frönsku (og sumar upplýsingar á báðum málum) þá eru þetta brot gegn stjórnarskrá. Eigendum þessa staða hefur því verið gert að hafa allar upplýsingar á öðru hvoru opinberu málanna. Þetta væri ekki hægt ef  tungumálin væru ekki bundin í lög.

Takið eftir að hér er ekki verið að banna kínverskuna. Alls ekki. Öllum er leyft að nota erlend mál eins og þeim sýnist, svo framarlega sem allar upplýsingar eru

Með svona aðgerðum er sem sagt ekki verið að banna einum og neinum að nota önnur tungumál. Það er einfaldlega verið að vernda ríkismálið og vernda rétt fólks til þess að fá alla þjónustu á því máli. Og mér finnst alveg sjálfsagt að íslenska hafi þá stöðu á Íslandi. Ég hreinlega hafði ekki gert mér grein fyrir að svo væri ekki. 


mbl.is Samhljómur um að ákvæði um íslensku verði sett í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að leyfa því að bitna á veitingamönnunum að hafa ekki þjóðtunguna í matseðlinum?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held að hluti þessarar umræðu á Íslandi stafi af því að flestir undir sextugu eru nógu góðir í ensku til þess að geta bjargað sér á því máli ef á þarf að halda. Fólk á það til að gleyma þeim sem eldri eru og fengu kannski aldrei tækifæri til þess að læra þessi mál. Margir foreldrar okkar eða afar og ömmur voru fátæk og luku bara grunnnámi í skóla. þá var engin enska kennd fyrr en síðar. Mér finnst að þetta fólk eigi að geta gengið inn á íslenskan veitingastað og fengið matseðil á íslensku. Þetta er ekki bara spurning um að veitingamaðurinn tapi viðskiptum. Þetta er um rétt Íslendinga til þess að þura ekki á öðrum tungumálum að halda í sínu heimalandi. Eins og er er enginn slíkur réttur til staðar en hann ætti að vera það. Þetta er ekki bara spurning um veitingamanninn, þetta er um rétt viðskiptavinarins. 

Ef ég færi til Kína og fengi bara matseðil á cantonísku eða mandarín yrði ég pirruð en ég myndi bjarga mér með því að tala við þjóninn (svo framarlega sem hann talaði ensku). Mér þætti þetta lélegur viðskiptaháttur en mér þætti ég ekki eiga rétt á enska matseðlinum. Ef ég fer á veitingahús í Kanada og matseðillinn er hvorki á ensku né frönsku finnst mér brotið á mér. Spurningin er hvar maður er staddur. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.10.2007 kl. 18:17

3 identicon

Til þess að leggja slík bönd, og þú talar um, á atvinnufrelsi starfsmanna og veitingahúsa þyrfti lagasetningu þar sem þessi skerðing er tekin fram. Almennt stjórnarskrárákvæði myndi ekki duga eitt og sér.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband