Ekki má maður skreppa frá

Ég fór í skólann í morgun og vissi ekkert af öllum þeim rýtingum sem verið var að stinga í bök borgarstjórnarmanna heima á meðan ég var þar. Kom heim og les fréttir og skildi ekki alveg hvernig Ólafur og Vilhjálmur gátu skipt með sér borgarstjórnarstól í stjórn sem Sjálfstæðismenn voru ekki hluti af. En ég áttaði mig fljótlega á því að eitthvað mikið hafði gerst á meðan ég var í skólanum.

Mér ætti auðvitað að vera sama því ég má ekki einu sinni kjósa lengur í Reykjavík. Hef löngu misst kosningarétt í sveitastjórnarkosningum á Íslandi. En auðvitað er manni ekki sama og mér þóttu þetta ljótar fréttir. Og kannski þykir mér verst hvernig þessir stjórnmálamenn hegða sér, óháð því hver situr í stjórn og hver svíkur hvern. Björn Ingi sveik Sjálfstæðismenn fyrir ekki mörgum mánuðum, nú svíkur Ólafur flokksbrotin-sem-áður-kölluðust-R-listi (eins og the artist formerly known as Prince). Og þetta er ekki nein ný uppfinning. Ég gleymi seint 1989 þegar Jón Baldvin og Steingrímur sviku Þorstein? Ég var ánægð með stjórnina sem tók við en hef alltaf haft óbeit á því hvernig að málum var staðið. Þorsteini var fórnað á altari stjórnmálanna eftir að Jón Baldvin hafði klúðrað fjármálaráðuneytinu. Og þetta batt auðvitað endiá feril Þorsteins og auðveldaði Davíð aðkoma. Fjöldi stjórnmálamanna er tilbúinn til þess að fórna miklu fyrir eigin hagsmuni. Og þetta er liðið sem á að sjá um mál okkar hinna.

Fuss og svei, það er mannaþefur í helli mínum. 


mbl.is Nýr meirihluti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðin algjör leiksýning og við megum ekki missa af næsta þætti. Nú beinist kastljósið að Möggu Sverris sem er í fílu. Skyldi hún láta undan gylliboðum næstu daga? Hvernig fer með Glanna Glæp (Björn Inga) og fatamálið mikla sem er algjört milljón? Verður Guðjóni Ólafi sparkaðu úr Framsókn? Kaupir Glanni Glæpur sér annað hnífasett? Er von að maður spyrji. Það er óhætt að segja að það sé ekki gúrkutíð hjá fjölmiðlum þótt gúrkutíð sé hjá gúrkubændum!

Róbert Schmidt

Robbi Schmidt (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha, þú ert alveg milljón Róbert.  Ég mæli með að þú skrifir bók um málið. Nei, leikrit. Heldurðu að þetta væri ekki flott á sviði. Annars má líka búa til framhaldsmyndaröð og hafa svona spurningar í lok hvers þáttar. Ég held það hafi ekki verið gert síðan á áttunda áratugnum.

Ég bíð spennt eftir að sjá hvað gerist næst. Það er varla að ég þori út úr húsi því margt gerist á stuttum tíma. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.1.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Einar Indriðason

Já, svei pólitíkusum.

(annars er þetta bara stutt innlitskvitt.)

Einar Indriðason, 22.1.2008 kl. 08:45

4 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Mér sýnist nú stjórnmálamennirnir vera búnir að skrifa handritið að leikritinu, spurning um að fara af stað með áheyrnarprufur.

Annars skilst mér að það sé útsala á Bingo veiðihnífum á vefsíðu Amazon

Magnús V. Skúlason, 22.1.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ef það er til huggunar, þá held ég að þetta hafi nú ekki gerst af því að þú skrappst frá ;-)  ... en svona fyrir utan það þá er þetta auðvitað málaflokkur sem ætti ekki að vera farsi, síst grafalvarlegur farsi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.1.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já hér er allt brjálað, veðurfarið, pólitíkin og hlutabréfamarkaðarnir.  Þakkaðu fyrir að þurfa ekki að kjósa

Þorsteinn Sverrisson, 22.1.2008 kl. 20:00

7 Smámynd: Kolbrún Kolbeinsdóttir

Ég segi það með þér að eitthvað lykta þessi borgarstjóra mál heldur illa.  Ég get nú ekki kosið fremur en þú og þar sem að ég er ekki bandarískur ríkisborgari get ég ekki kosið hér heldur.  Voðalega aumt eitthvað, en maður getur allavegana fylgst með farsanum!

Kolbrún Kolbeinsdóttir, 23.1.2008 kl. 01:24

8 Smámynd: Hagbarður

Alltaf skemmtilegt að lesa bloggið þitt.

Hagbarður, 25.1.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir Hagbarður. Og takk þið hin fyrir umræðuna.  Anna, ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Magnús, góður.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.1.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband