Rokk í Reykjavík
28.4.2007 | 18:26
Ég er að horfa á þáttinn hans Jóns Ólafssonar frá síðustu viku; þennan sem fjallaði um Rokk í Reykjavík. Mér finnst virkilega gaman að þættinum en reyndar finnst mér Jóni hafa tekist ótrúlega vel upp almennt í vetur. Það hafa verið fáir þættirnir hans sem mér leiddist.
Pönk bylgjan var auðvitað alveg stórmerkileg á sínum tíma þótt sjálf hafi ég verið í það yngsta til að hafa gaman af því sem þar gerðist. Var nýbúin að uppgötva Bítlana og hafði miklu meira gaman af því sem gerðist áður en ég fæddist en því sem var að gerast í kringum mig. Tíu-ellefu ára er maður svo sem ekki beinlínis frumlegur í hugsun.
En það var virkilega gaman að sjá þessa búta sem sýndir voru í þættinum; flest hef ég séð oft og mörgum sinnum áður en það er orðið nokkuð langt síðan síðast. Það sem var kannski merkilegast var að sjá þessa krakka sem tóku þátt í myndinni á sínum tíma, koma saman aftur í tilefni þessa þáttar, orðnir miðaldra karlar, og spila saman á ný. Einhvern veginn var pönkið barn síns tíma og það var svolítið skrítið að sjá miðaldra karla standa uppi á sviði og öskra. Og ég er ekki að segja að það sé almennt skrítið. Ég fór sjálf að sjá Rollingana í vetur, enn eldri karla standa uppi á sviði og öskra. Ég held það sé fyrst og fremst pönkið sem mér finnst skrítið að sjá í dag. Kannski vegna þess að flestir þeir sem tóku þátt í pönkbylgunni á Íslandi voru svo ofsalega ungir, en kannski vegna þess að ég man sjálf svo vel eftir þessu tímabili.
En flott hjá þeim að vera farnir að spila aftur
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jafnt í seríunni
28.4.2007 | 07:38
Eftir hrikalegt tap (5-1) á miðvikudaginn afskráðu flestir Vancouver í annarri umferð úrslitakeppninnar í hokkí. Anaheim endurnar eru stærri, sterkari, hraðari, leiknari og grimmari. Sumer héldu meira að segja að Anaheim þyrfti aðeins fjóra leiki til þess að ná að sigra fjórum sinnum. Ekki bætti það úr skák að fjórir leikmenn Vancouver voru meiddir. Tveir framherjar voru sóttir frá Manitoba Moose, varaliði Vancouver, til að koma í stað framherjanna tveggja sem meiddust í fyrsta leiknum gegn Dallas, en enginn kom í stað varnarmannana tveggja sem meiddust í sjöunda leik þeirrar seríu. Vancouver hafði því aðeins sex varnarmenn, tvær línur, og ekkert mátti því út af bera. Eftir stórtapið á miðvikudaginn sagði Vigneault þó að tapið hefði ekkert með þessi meiðsli að gera því þeir hefðu góða menn sem kæmu í manns stað og nú hefðu ungu strákarnir tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. Margir þjálfarar hefðu notað tækifærið til að afsaka tapið. En Vigneault hugsar ekki þannig. Og hann hafði rétt fyrir sér. Í kvöld notaði hann unga stráka sem ekki hafa fengið að spila mikið, og þeir stóðu sig frábærlega og staðan að venjulegum leiktíma loknum var 1-1. Það vildi svo skemmtilega til að fyrirliðinn og Svíinn Markus Naslund skoraði fyrsta markið en hann hefur ekki skorað í þessarri úrslitakeppni til þessa. Leikurinn fór í tvær framlengingar en Cowan náði loks að skjóta pökknum í gegnum ótrúlega þrönga smugu inn í markið og lokatölur 2-1 Vancouver.
Mikið hefur annars verið spáð í það hvað herjar að Sammy Salo og Kevin Bieksa sem meiddust á mánudaginn. Báðir segjast vera með flensu en þeir hafa setið innan um hina leikmennina og borðað með þeim þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað annað að. Á blaðamannafundinum eftir leikinn grínaðist Vigneault með þetta þegar hann var spurður út í hvað amaði að Willy Mitchell, sem fór meiddur af velli í leiknum í kvöld. Í staðinn fyrir að segja að hann hefði snögglega fengið flensu sagði Vigneault að annar skautinn hans hefði bilað og svo hló hann. Þegar blaðamenn vildu fá nánari skýringu á þessu sagði hann að Willy hefði "flu-like-skate-syndrom". Sem þýðir: Það gagnar ekkert að spyrja.
Á sunnudaginn færist serían til Vancouver þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir. Það gagnast Vancouver reyndar ekkert betur en að spila á útivelli því gegn Dallas unnu þeir jafnmara leiki heima og að heiman.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að fara til hnykklæknis
26.4.2007 | 23:15
í lok janúar fór ég að fara til hnykklæknis. Það er nokkuð sem mig langaði aldrei að gera en í nóvember var ég á skíðasýningu niðri í bæ og þar var hnykklæknir að bjóða upp á einfalda mælingu þar sem maður stígur á tvær mismunandi vigtir (einn fótur á hvorri) og síðan er þyngdin á hvorum helmgini borin saman. Í ljós kom að ég var fjórtán pundum þyngri á annarri hliðinni en hinni (rúmum sex kílóum). Það er ótrúlega mikið. Þar að auki var mislægi á mjöðmunum þannig að hægri fóturinn liggur hærra en sá vinstri þannig að þó svo fótleggirnir séu jafnlangir þá byrjað þeir mishátt við mjaðmirnar og því kemur það þannig út að hægri fóturinn virkar styttri. Ég labba samkvæmt því. Að auki var mislægi í hryggjaliðium í baki og hálsi.
Þannig að ég ákvað á láta laga þetta því þetta veldur alls konar vandamálum. Fyrir tveimur vikum var ég viktuð aftur og í ljós kom að munurinn á milli hliða er nú aðeins tvö pund þannig að þetta er allt að koma. Og í dag var ég útskrifuð frá því að koma tvisvar í viku til þess að fara aðeins einu sinni í viku. Bankabókin mín er hrifin af þeirri ákvörðun.
Síðan ég fór að fara þetta hef ég ekki þurft að nota ofnæmislyf. Ég er enn oft stífluð í nefi en ekki nóg til þess að ég þurfi lyf við því lengur. Þetta er vegna þess að einn hryggjaliðurinn lá á taug sem lá yfir í nefið og gerði ofnæmið mun verra. Nú hefur verið létt á því og allt miklu betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá áttunda áratugnum
26.4.2007 | 17:00
Fyrir nokkrum vikum setti ég inn á þessa síðu mynd úr þriggja ára afmæli mínu og Jóhann Hjaltdal, fyrrum nágranni minn, var fúll yfir því að hann skuli ekki hafa verið á myndinni. Staðreyndin var sú að Jóhann var nýfæddur og var ábyggilega sofandi þegar þessi mynd var tekin. En til að bæta honum þetta upp set ég aðra mynd sem tekin var sama ár í eldhúsinu í Steinholti, þar sem Pétur, Alli og Jói bjuggu (og þar sem mamma mín ólst upp). Risastór slaufan mín hylur reyndar hálft andlitið á Pétri greyinu. Hvað var það annars með stelpur og slaufur í hárinu á þessum tíma?
Og af því að Jói er bara ungabarn á þessari mynd þá set ég hér aðra, þar sem hann er farinn að geta setið uppréttur. Mmmmmm, tekex og djús. Það vekur margar góðar minningar.
Það eru annars til margar skemmtilegar myndir frá þessum tíma. Mynd númer þrjú er tekin úti í garði hjá mömmu og pabba, fyrir framan risastór kartöflugrös. Lengst til vinstri er Obba (Þorbjörg Ingvadóttir), síðan ég, þá Guðrún Helga frænka mín sem var í heimsókn frá Húsavík, og loks Alli.
Og svo verð ég að láta fljóta með eina mynd af okkur Jón Ingva. Jón Ingvi var eins og bróðir minn, við vorum alltaf saman, enda passaði mamma hann mikið. Yfirleitt var ég ennþá sofandi þegar hann kom yfir á morgnana og þá beið hann stundum við rúmið mitt þar til ég vaknaði. Þess mynd er greinilega tekin í miklu sólskini úti á svölum heima hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drepfyndið
26.4.2007 | 16:30
![]() |
Bush sýndi afrískan dans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vítakeppnir ekki góður kostur
26.4.2007 | 02:06
Hvers vegna í ósköpunum láta þeir vítakeppni ráða úrslitum? Hér vestra er búið að afleggja vítaspyrnukeppnir og í staðinn er leikinn bráðabani, sama hversu langan tíma það tekur. Það er miklu skemmtilegra og enginn saknar vítakeppnanna. Í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni þurfti að leika sjö leikhluta áður en úrslit réðust, klukkan var orðin hálfeitt að morgni og allir dauðþreyttir en...vááá...ótrúlega spennandi.
Nú er að hefjast fyrsta leikurinn í annarri umferð NHL keppninnar. Vancouver leikur við Anaheim Ducks (sem hafa víst sleppt 'Mighty' úr nafninu) og það verður erfiður róður. Ég held að almennt sé litið svo á að endurnar eigi að taka þetta léttilega, flestir spá aðeins fimm leikjum. En hver veit, Vancouver hefur besta markvörð deildarinnar, frábæran þjálfara og býsna gott lið. Okkur vantar hins vegar góða markaskorara en þá vantar ekki í andaliðið. Endurnar spila hins vegar miklu harðari leik, eru stærri, þyngri og grófari. Þeir hafa fengið fimm daga hvíld en Vancouver spilaði seinast á mánudagskvöldið. Þeir eru því þreyttari en á hinn bóginn eru þeir æstir að spila eftir að hafa sigrað Dallas Stars í sjöunda leik. Helsti gallinn er að Anaheim hefur alla sína leikmenn heila en Vancouver misst tvö menn í fyrsta leik og alla vega tveir eru veikir. Ekki er enn komið í ljós hvort þeir eru nógu hraustir til að spila en ég mun væntanlega fá að vita af því innan örfárra mínútna.
Best að fara inn í stofu og hlusta á þjóðsöngvana.
![]() |
Skautafélag Reykjavíkur Íslandsmeistari annað árið í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver dettur út í ædolinu?
25.4.2007 | 04:08
Ég var að horfa á American Idol nú þegar aðeins sex keppendur eru eftir. Þeir eru allir fantagóðir og sennilega hefur tekist rétt að velja topp sex hópinn. Alla vega held ég að enginn sem datt út hafi verið betri. Málið er hins vegar að keppnin er orðin algjörlega opin og ég held að úrslitin geti orðið hver sem er. Ég held ennþá að Melinda sé besti söngvarinn af þeim öllum en hún fær orðið harða keppni frá hinum sem verða betri og betri með hverri vikunni. Það er helst að LaKisha hafi látið nokkuð undan síga. Hún var frábær mjög snemma í þættinum en stendur núna nokkuð jafnfætis hinum fimm. Hún gæti fallið út á morgun.
Stjarna kvöldsins var án efa hin unga Jordin Sparks sem var alveg ótrúleg. Hún gæti farið alla leið. Hún hefur hæfileikana, útlitið og þar að auki er hún aðeins 17 ára þannig að hún fær ábyggilega einhver atkvæði út á það. Ég held hún muni veita Melindu harða keppni.
Strákarnir voru allir mjög góðir í kvöld og eru orðnir mun betri en ég átti von á. Ég hélt að stelpurnar myndu stinga þá af snemma í keppninni en þessir þrír, Chris, Blake og Phil hafa unnið vel og uppskorið samkvæmt því. Þetta á eftir að verða mjög spennandi.
Verst er þó að mér er eiginlega sama hver vinnur. Og það er alls ekkert skemmtilegt. Þetta var miklu meira spennandi í fyrra þegar ég átti mér uppáhald og fékk þar af leiðandi hnút í magann í hverjum úrslitaþætti. Ég verð bara að spila gamla þætti með Taylor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eric Lindell
24.4.2007 | 17:12
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yeeeeeeeesssssssssss!!!!!!!!
24.4.2007 | 04:20
Við unnum, við unnum!!! Lokastaðan varð 4-1 þar sem pökkurinn fór tvisvar sinnum í Stjörnunetið á síðustu tveimur mínútunum. Stjörnurnar höfðu tekið markmanninn sinn út í von um að jafna leikinn en það gekk ekki eftir, Vancouver náði pökknum í tvígang og skoraði í tómt netið. Lokastaða í seríunni er því 4-3 fyrir Vancouver sem á miðvikudaginn mun spila gegn Anaheim Might Ducks.
Ég hef tvær ástæður fyrir því að vilja sigur í þeirri seríu. Annars vegar vegna þess að ég vil auðvitað að mitt lið vinni. Hin ástæða þess er sú að Íslendingar eiga harma að hafna gegn öndunum. Munið þið ekki eftir barnamyndininn Might Ducks sem sýnd var einhvern tímann í upphafi tíunda áratugarins. Þetta var krakka lið sem byrjaði með eintóma aumingja sem síðar urðu besta barnalið í heimi og unnu þar í lokakeppninni enga aðra en Íslendinga sem áður höfðu verið taldir bestir í heimi. Ég held að María Ellingsen hafi leikið íslenska konu í myndinniog hét nafni sem alls ekki var Íslenskt. Sem sagt, eftir viinsældir þeirra mynda var liðið Anaheim Mighty Ducks stofnað og hefur nú orðið eitt besta liðið í NHL deildinni. Það verður því erfitt að vinna þá, sérstaklega vegna þess að kanúkarnir fá aðeins eins dags hvíld (sem þeir þurfa að nota til þess að fljúga niður til Anaheim) en Anaheim fékk fimm daga hvíld þar sem þeir slógu Minnesota Wilds út í fimm leikjum. En hver veit, með Luongo í marki getur allt gerst.
Það athyglisverðasta er að eftir síðasta leik var Alain Vigneault eins reiður og nokkur hefur séð hann og skammaðist hann fyrst og fremst yfir því að bestu leikmennirnir sínir virtust ekkert leggja sig fram. Þar átti hann við Linden, Naslund og Sedin bræðurnar. Mörgum fannst han full harður við þá en taktíkin virðist hafa dugað. Í síðustu leikjum fengju þessir fjórir aðeins eitt stig sameiginlega en í þessum leik skoraði Henrik eftir sendingu frá bróður sínum og Linden skoraði svo hið eiginlega sigurmark. Sem sagt, þrjú stig þar. Ég hef fulla trú á því að Vigneault viti hvað hann er að gera. Hann er harður þjálfari sem lætur engan komast upp með neitt. Hann er ekkert hræddur við að taka bestu leikmennina sína út af ef þeir standa sig ekki, ólíkt fyrirrennara hans sem notaði alltaf sömu leikmennina, hvernig sem þeir léku. Vigneault lætur þá ekki komast upp með leti eða múður og ræðan gegn fjórmenningunum var greinilega hluti af áætlun hans. Það dugði og ekki aðeins þessir fjórir spiluðu betur en þeir hafa gert alla vikuna, heldur á það við um alla leikmennina. Sigur uppskorinn og þegar Vigneault leit til himna eftir sigurmarkið var hann ábyggilega að þakka guði aðstoðina.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 04:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skjótt skipast veður í lofti
24.4.2007 | 03:24
Útlitið er heldur betra nú en síðast þegar ég skrifaði. í frábærum öðrum leikhluta jöfnuðu Canucks, með marki frá Henrik Sedin, og eftir átta mínútur af þriðja leikhluta skoraði Trevor Linden, svo staðan er 2-1 eins og er. Það eru hins vegar enn tíu mínútur eftir og margt getur gerst á þeim tíma.
Vonandi verður næsta bloggfærsla mín tilkynning um unnin leik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)