Heildarmarkaðsvirði
11.2.2007 | 02:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Karlar og konur
11.2.2007 | 01:59
Konur eru eins og eplin á trjánum. Þau bestu er efst á trénu. Karlmenn eru hræddir við að tína þau epli því þeir eru hræddir við að detta og meiða sig. Í staðinn taka þeir rotnu eplin sem liggja á jörðinni. Þau eru ekki eins góð, en auðvelt að ná í þau. Eplin efst á trjánum halda að það sé eitthvað að þeim, en í raunveruleikanum eru þau æðisleg. Þau verða bara að bíða eftir að rétti maðurinn komi sem er nógu hugrakkur til þess að klifra alla leið upp í topp á trénu.
Karlmenn, aftur á móti, eru eins og eðalvín. Þeir byrja sem vínber og það er verk konunnar að trampa skítinn úr þeim þangað til þeir hafa breyst í eitthvað nógu gott til þess að setjast til borðs með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kona eða blökkumaður?
10.2.2007 | 22:12
Þótt enn sé nokkuð í að Demókratar velji kandidat fyrir næstu forsetakosningar eru blöðin farin að fjalla töluvert um hvern þeir muni velja. Hingað til hef ég aðeins heyrt tvo nöfn, Hillary Clinton og Barrack Obama. Ef annað hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna verður brotið blað í sögu þjóðarinnar - fyrsta konan á forsetastóli eða fyrsti blökkumaðurinn.
Ég ætti auðvitað að styðja Hillary svo að kona verði valdamesti einstaklingur í heimi en ég hef ekki enn myndað mér skoðun á því hvort þeirra tveggja yrði betri forseti. Það sem ég hef séð og heyrt af Obama þykir mér gott og mér finnst hann að mörgu leyti betri kandidat. En ég á eftir að lesa stefnu þeirra beggja og hreinlega heyra meira frá þeim áður en hægt er að mynda sér skoðun. Annars skiptir það engu, ég fæ ekkert að kjósa þar.
Spurningin er kannski: Hvort eru Bandaríkjamenn meiri kynþáttahatarar eða karlrembusvín?
Annars er alltaf sá möguleiki í stöðunni að Repúblikanar sendi Condoleezzu Rice í slaginn fyrir sig og að næsti forseti verði þá svört kona. Nei, hvaða vitleysa í mér, það myndu Repúblikanar aldrei gera.
Þetta á eftir að verða spennandi.
Sorgarsaga
8.2.2007 | 22:11
![]() |
Anna Nicole Smith látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morðhundar
8.2.2007 | 19:16
Hvenær getur maður kallað einhvern morðhund án þess að vera hræddur um að vera saksóttur? Ja, ef maður hefur morðingja sem er hundur, þá ætti það að vera í lagi, ekki satt? Ókei, að öllu gamni slepptu, mér finnst alveg hræðilegt hversu algengt það er að hundar drepi lítil börn. Í gær las ég enn eina slíka fréttina, héðan úr nágrenninu. Fjórir hundar, einn fjárhundur og þrír Rottweilerhundar réðust á þriggja ára gamlan dreng og drápu hann. Í kjölfarið voru hin börn móðurinnar tekin af henni þar sem ekki þótt ljóst hvort hún hefði átt að vita hættuna af hundunum eða ekki. Sjálf átti móðirin tvo þessa hunda en hinir tveir (tveir fullorðnir Rottweilerhundar) voru gestkomandi. Rottweilerhundar eiga sök á rúmlega 16% allra hundaárása sem valda dauða, þótt þeir skipi aðeins 1,5% allra hunda í heiminum. Þetta er greinilega vel yfir skekkjumörkum. Fólki greinir á um hvort eigi að banna þær hundategundir sem valda mestum dauðsföllum. Utan Rottweilerhundanna eru það Pittbull hundar og Doberman, með German Shepherd og fleiri þar á eftir. Í Manitoba er nú þegar bannað hafa nokkrar tegundir hunda.
Reyndar held ég að í mörgum verstu tilfellanna skipti hundategundin ekki öllu máli heldur hvernig farið hefur verið með hundinn. Í fyrra kom upp mál hér í Vancouver þar sem fjórir Rottweilerhundar réðust á tvo drengi og drápu annan en hinn slapp upp í tré. Við athugun kom í ljós að eigandinn var að þjálfa hundana til þess að verða varðhundar og gerði það með því að berja þá og svelta (gáfuleg aðferð eða hittó). Þeir voru lokaðir inni í garði en ekki í búri og girðingin, þótt há, var bara ekki nóg til þess að halda þeim. Nú fyrir um þremur mánuðum réðst lögregluhundur á barn að leik í næsta garði. Sá hundur hafði verið þjálfaður til þess að ráðast á fólk (en ekki börn reyndar).
Ég myndi sjálf aldrei eignast Rottweiler, Doberman eða Pittbull og þegar ég fæ mér hund verður það líklega miðlungsstór hundur eða lítill hundur, en það er spurning hvort hægt sé að ganga svo langt að banna ákveðnar tegundir. Nær væri að hafa meira eftirlit með hundseigendum, en kannski er það útilokað.
En af því að ég er að tala um morð get ég bætt því við að í gær fannst enn eitt líkið af Indó-Kanadískri konu hér í Vancouver. Maður getur ekki að því gert að gruna manninn hennar eða fjölskyldu vegna þess að þetta er þriðja indó-kanadíska konan á nokkrum mánuðum sem er drepin. Og á undanförnum árum hafa verið ótrúlega mörg slík tilfelli. Í sumum tilfellum hefur verið sannað að eiginmaðurinn eða annar fjölskyldumaður hafi verið að verki, en í öðrum tilfellum hefur ekki tekist að finna morðingjann. Í engum þessa tilfella hefur komið í ljós að morðinginn hafi verið einhver ókunnur. Maður reynir að passa sig á að verða ekki fordómafullur og það ætti enginn að sakfella greyið manninn sem var að missa konuna sína án þess að hafa til þess sannanir en þegar konur finnast drepnar úr trúarhópum sem stunda heiðursmorð þá getur maður ekki annað en velt vöngum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Rómeó og Júlía Neolitíska tímabilsins
8.2.2007 | 17:07
Mér finnst þetta alveg ótrúlega falleg mynd og rómantísk.
Á það er líka vert að benda að Mantova, þar sem beinagrindurnar fundust er aðeins um 40 kílómetra suður af Verona þar sem Shakespeare skapaðist sína frægustu elskendur, Rómeó og Júlíu. Hvert veit því hvaða sögu ungmennin á myndinni hafa að geyma. Kannski voru þau af fjölskyldum tveggja höfuðóvina og urðu að hittast í leynd! Og kannski gátu þau ekki lifað hvort án annars þannig að það sem lifði hitt af, tók eigið líf.
En kannski var sagan allt öðru vísi. Kannski þoldi þau ekki hvort annað og spaugsamur grafari ákvað því að láta þau hvíla saman í faðmlögum um alla eilífið (hvernig átti hann líka að vita að 5000 árum seinna færi einhver að grafa greyin upp).
En æ, þau eru eitthvað svo falleg á að líta svona vafin saman. Ég vil trúa því að þarna sé á ferðinni eilíf ást.
![]() |
Í faðmlögum í 5.000 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hitta fólk
7.2.2007 | 18:31
Alveg hrikalega fer í taugarnar á mér þessi nýja lenska að tala um að fólk sé að 'hitta' hinn og þennan.
"Amanda var hætt að hitta Pete og var aftur farinn að hitta gaurinn úr vondu fjölskyldunni..."
Hvaðan kemur þetta eiginlega? Ekki úr ensku því sögnin 'meet' er ekki notuð þannig. Hér er talað um að 'date someone' eða 'see someone' sem ætti því að vera að 'stefnumóta einhvern' eða 'sjá einhvern' (reyndar hef ég séð Íslendinga segja 'deita einhvern'). Er ekki meira að segja annað hvort slorritanna (Séð og heyrt eða Hér og nú) farið að nota svona mál?
Það furðulega er að ég get ekki séð að það hafi verið nauðsyn á að koma með svona orðalag. Við höfum alltaf getað talað um sambandsmáls fólks án þess að nota sögnina 'hitta'. Sagði maður ekki bara: Amanda var hætt að vera með Pete og farin að vera aftur með gaurnum úr vondu fjölskyldunni"?
Þar að auki finnst mér ég oft hitta fólk án þess að nokkuð liggi að baki. Þegar ég var á Akureyri um jólin hitti ég til dæmis alveg fullt af fólki, og ætti því kannski að hafa áhyggjur af lauslæti mínu. Reyndar hitti ég flest þetta fólk af tilviljun, annað hvort niðri í bæ eða á Glerártorgi, og fannst það nú allt fremur saklaust.
Æ, ég ætlaði nú ekki að fara að röfla of mikið yfir tungumálinu enda hefur það aldrei breytt neinu hvort eð er. En ég er að vinna verkefni sem krefst þess að ég lesi geysilega mikið af því sem skrifað er á íslenskar vefsíður og stundum verður mér bara alveg nóg um.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góðar fréttir
7.2.2007 | 18:09

![]() |
Ljungberg: Er ekki á förum frá Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Michelin maðurinn segist ekki vera faðirinn
7.2.2007 | 17:21

Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slepp ekki undan Alcan
7.2.2007 | 17:03
Ég las í blaðinu í morgun að Alcan standi nú í viðræðum við fylki Bresku Kólumbíu um framkvæmdir upp á marga milljarða dollara. Reyndar var fréttin fyrst og fremst að segja frá því að Gordon Campbell, fylkisstjóri, ætti hlutabréf í Alcan og að þar stönguðust hagsmunir á. Dómari hefur farið yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að þótt fylkisstjóri hafi ekki gert neitt saknæmt í því að eiga hlutabréf í fyrirtækinu sem hann er að semja við, þá sé það ekki góð hugmynd að þingmenn almennt eigi hluta í fyrirtækjum sem þeir þurfa eiga í viðræðum ivð. Betra sé að setja peningana í svokallaða blinda sjóði - hvað sem þeir kallast nú réttilega á íslensku.
Við það að lesa þessa frétt fór ég að hugsa um tvennt. Annars vegar hvernig Alcan hefur teygt klær sínar alls staðar, og hins vegar þessi viðkvæmu mál þegar kemur að fjárfestingum manna í stjórnarstöðum. Ég veit að svona mál hafa komið upp á Íslandi og eru alltaf fremur viðkvæm. Ég held hins vegar að þetta hafi verið góð skilaboð frá dómaranum. Best er fyrir fulltrúa sveitastjórna og Alþingis að fjárfesta í nafnlausum bréfum til að koma í veg fyrir hugsmunaárekstra. Jafnvel þótt stjórnmálamaðurinn væri svo heiðarlegur að hann léti slíkt ekki hafa áhrif á sig, þá er alveg ástæðulaust að gefa þannig högg á sér.
Gordon Campbell segist í viðtali fagna niðurstöðunni og að hann sé þegar farinn að haga fjármálum sínum í þá vegu sem dómarinn stingur upp á.
Ég sá hins vegar ekki í fréttinni hvað það er nákvæmlega sem Alcan vill. Verð að finna út úr því.