Vetrarólympíuleikarnir 2010
13.2.2007 | 18:15
Í Vancouver í gær var afhjúpuð klukka sem mun telja niður til Ólympíuleikanna 2010 en í gær voru nákvæmlega þrjú ár þar til eldurinn verður tendraður hér í Vancouver.
Nú þegar er búið að eyða ótrúlegum fjárhæðum í uppbyggingu á ýmsum mannvirkjum, svo sem nýrri hokkíhöll, nýrri skautahöll, ólympíuþorpi, sleðagarði... Og svo er það endurgerð alls þess sem fyrir er. Margt af þessu á eftir að koma borginni til góða í framtíðinni. Til dæmis er nýja hokkíhöllin á svæði háskólans og mun verða keppnisstaður háskólaliðsins að ólympíuleikum loknum. Ólympíuþorpið mun standa á frábærum stað niðri við False Creek og verða íbúðirnar væntanlega settar á almennan markað að leikum loknum. Hins vegar eru mikil óþægindi samfara allri þessarri uppbyggingu. Til dæmis er verið að byggja nýjar lestarlínur yfir í Richmond þar sem flugvöllurinn er. Vegna þess eru stórar æðar eins og Cambie gatan sundurgrafnar og margir eru orðnir leiðir á því hvaða áhrif þetta hefur haft á umferðina. Þá er ljóst að enginn veit hvernig borgin á eftir að koma út úr þessu fjárhagslega. Calgary hefur náð að borga upp Ólympíuleikana 1988, og kom jafnvel út í gróða, en Montreal er enn í stórskuld síðan sumarólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1976.
Við athöfnina í gær söfnuðust einnig saman um sextíu manns til að mótmæla. Nokkrir voru handteknir en ekki fyrr en þeir náðu að koma skilaboðum sínum á framfæri. Mary Claremont, ein mótmælenda sagðist vera á móti ólympíuleikunum vegna þess að verið væri að dæla milljón eftir milljón í tveggja vikna partí á sama tíma og þúsundir deyja á götum borgarinnar vegna eyðni, fátæktar og hungurs.
Annar viðstaddur athöfnina, David Krantz, sagði að sér þætti klukkan flott en var óánægður með mótmælin. Fannst að mótmælendur hefðu átt að vera lengra í burtu frá athöfninni!!!!! Mér finnst ferlega fyndið að segja þetta. Kannski mótmælendur ættu í framtíðinni að halda sín mótmæli þannig að þau trufli ekki athafnirnar sem verið er að mótmæla. Það yrði nú áhrifaríkt.
Ég er eins og framsóknarmaður í þessu máli, tvístíga. Sem skíðamaður og almennur aðdánandi íþrótta finnst mér ofsalega spennandi að ólympíuleikarnir skuli vera að koma hingað (verst að ég verð búin að útskrifast og farin fyrir 2010) en ég skil líka þá sem hafa áhyggjur. Allt er sundurgrafið, þetta kostar ógurlega peninga, ólympíunefndin hefur tekið land frá indjánum í leyfisleysi og almennt vaðið yfir hvern sem er.... En maður verður bara að sjá hvernig þetta allt fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er Hafdís ógnun?
12.2.2007 | 19:17
![]() |
Hafdís Huld kölluð álfapoppprinsessa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er það?
12.2.2007 | 19:09
![]() |
JLo bætist í hóp aðdáenda Beckham-hjónanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sautjánda öldin
12.2.2007 | 16:21
Ég ætlaði að fara að skrifa: 'Nei, nú er ég hætt að skilja', en áður en ég gerði það fattaði ég að ég hef bara aldrei skilið þetta mál.
Um jólin las ég að búið væri að sýkna Baugsmenn í öllu. Nú koma framhaldsákærur. Bíddu, voru nornaveiðarnar ekki á sautjándu öld?
Já, það er alveg ljóstég skil bara ekki baun
![]() |
Réttarhöld í Baugsmálinu hafin í héraðsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grammy verðlaunin
12.2.2007 | 07:05
Það er alveg greinilegt að smekkur minn fer ekki mjög vel saman við þeirra sem ákveða Grammy verðlaunin. Fyrir utan Red Hot Chilli Pepper og Bob Dylan held ég að ég hafi ekki gaman af neinum sigurvegaranna.
Það sem er kannski merkilegast við þessi Grammy verðlaun er að Dixie Chicks fengu fimm verðlaun sem bendir til þess að bandaríska þjóðin sé búin að fyrirgefa þeim fyrir að gagnrýna Bush á opinberum vettvangi. Fyrst eftir að þær lýstu því yfir að þær skömmuðust sín fyrir að búa í landi þar sem hann er forseti varð allt vitlaust. Fólk brenndi plötur þeirra, svipað og Bítlabrennurnar á sínum tíma, lög þeirra voru ekki spiluð í útvarpi o.s.frv. En sem sagt, fimm Grammy verðlaun sýna að þeim hefur verið fyrirgefið (alla vega svona af flestum).
Hér eru annars sigurvegarar úr helstu flokkum.
Album of the Year: "Taking the Long Way," Dixie Chicks.
Record of the Year: "Not Ready to Make Nice," Dixie Chicks.
Song of the Year: "Not Ready to Make Nice," Martie Maguire, Natalie Maines, Emily Robison and Dan Wilson (Dixie Chicks).
New Artist: Carrie Underwood.
Pop Vocal Album: "Continuum," John Mayer.
Rock Album: "Stadium Arcadium," Red Hot Chili Peppers.
R&B Album: "The Breakthrough," Mary J. Blige.
Rap Album: "Release Therapy," Ludacris.
Country Album: "Taking the Long Way," Dixie Chicks.
Latin Pop Album (tie): "Adentro," Arjona. "Limon Y Sal," Julieta Venegas.
Contemporary Jazz Album: "The Hidden Land," Bela Fleck and the Flecktones.
Classical Album: "Mahler: Symphony No. 7," Michael Tilson Thomas, conductor, Andreas Neubronner, producer (San Francisco Symphony).
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En hún óheppin
11.2.2007 | 23:59

![]() |
Fiennes og flugfreyja í háloftahneyksli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjöt eða jeppi - hvort viltu?
11.2.2007 | 17:30
Mikið hefur verið rætt og ritað um gróðurhúasáhrifin og hvernig við mannfólkið berum mesta ábyrgð á því sem er að gerast. Hins vegar berum við auðvitað ekki alla ábyrgðina. Fyrir nokkrum árum kom út lag með Arrogant Worms (kanadískum grínistum) sem heitir 'I am cow'. Þar er þetta erindi:
I am cow, eating grass
methane gas comes out my ass,
and out my muzzle when I belch.
Oh the ozone layer is thinnner
from the outcome of my dinner.
I am cow, I am cow, I've got gas.
Staðreyndin er sú að ormarnir eru ekki bara að grínast. Kýr freta og ropa metangasi, sem sagt er að sé 20 sinnum áhrifaríkara en koltvísýringur í því að snara hitann. En það eru ekki bara kýrnar sem reka við metangasi. Fólk sem borðar mikið af nautakjöti gerir það líka. Í nýlegri könnun frá Chicago háskóla voru tveir hópar bornir saman; Vegan grænmetisætur (engar dýraafurðir - sem sagt, ekki heldur ostur og mjólk) og kjötætur. Í ljós kom að meðal kjötæta losaði út í andsrúmsloftið því sem samsvarar um 1,5 tonnum meira af koltvísýringi á ári en meðal grænmetisæta. Til þess að útskýra þetta nánar var bent á að kjötætan myndi gera svipað mikið fyrir umhverfið ef þeir hættu að éta kjöt, eins og þeir gerðu ef þeir skiptu á jeppanum sínum fyrir hybrid bíl. Sem sagt, maturinn sem maður borðar skiptir jafnmiklu máli og bíllinn sem maður keyrir.
Þetta eru ekki nýjar fréttir en þessar nýju niðurstöður gætu hins vegar verið mikilvægar fyrir dýraverndunarsinna. Ekki aðeins værum við að bjarga dýrum með þau að éta þau ekki heldur einnig jörðinni.
Af því að ég á ekki bíl, get ég kannski réttlætt það að borða steik af og til? Alla vega er ég ekki viss um að ég sé til í það að verða grænmetisæta þrátt fyrir þessar niðurstöður. Kannski ætti maður að geta valið á milli jeppa og kjöts. Nei, Nonni minn. Þú færð bara gulrætur í kvöldmatinn af því að þú ert búinn að nota jeppann þinn í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn um Breiðavíkurmálið
11.2.2007 | 08:32
Ég ætlaði rétt að kíkja á Kastljósþáttinn frá því á mánudag áður en ég færi að sofa en eftir að hafa hlustað á alla umræðuna þar um Breiðavíkurmálið (og Shadow Parade sem eru alveg frábærir) datt ég algjörlega í þetta og horfði á alla Kastljósþættina í vikunni. Þetta mál er alveg hrikalegt og maður skilur bara ekki hvernig svona getur gerst. Hugsið ykkur líka þegar maður er að hneykslast á fólki í neyslu og vitleysu - maður hefur ekki hugmynd um bakgrunn þess. Oft eru einmitt hræðileg lífreynsla eða erfitt uppeldi ástæða þess að fólk lendir á rangri braut í lífinu. Það er kannski ekki beinlínis afsökun í öllum tilfellum, en alla vega útskýring sem taka þarf til greina.
Fyrir nokkrum árum fór ég á veitingastað með kunningja mínum og konan sem þjónaði okkur var alveg ömurleg. Þessi kunningi minn leit vinalega á hana og sagði: Æ æ, hefur þetta verið erfiður dagur. Hún alveg bráðnaði við þetta og var miklu kurteisari eftir á. Ég hef æ síðan reynt að hugsa til þess að fólk sem er dónalegt, eða reitt, eða hreinlega afvegaleitt í lífinu, er það oft vegna þess að það hefur góða ástæðu til þess, en ekki vegna þess að það vill vera dónalegt, reitt eða afvegaleitt. En ég viðurkenni svo sem að stundum mistekst mér ætlunarverkið og pirrast eða hneykslast, eftir því hvor tilfinningin á frekar við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður kostur
11.2.2007 | 05:48
Eins og ég sagði fyrr í dag (eða var það í gær?) þá hef ég mikla trú á Obama. Hann kemur mjög vel fyrir, gáfaður stjórnmálamaður sem virðist vera með hjartað á réttum stað. Og staðreyndin er að það skiptir okkur öll máli hver er við stýrið í Bandaríkjunum. Það er langt síðan ég hef séð eins spennandi kandidat þarna sunnan landamæranna.
Held samt að Hillary myndi líka standa sig vel.
![]() |
Obama lýsir formlega yfir framboði sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fegurð Manitoba
11.2.2007 | 05:14
Margir halda að endalausar slétturnar hljóti að vera ljótar og óspennandi en það er alls ekki rétt. Í kvöld setti ég margar af Manitoba myndunum mínum inn á Flickr síðuna mína: http://www.flickr.com/photos/stinamagga/
Þetta eru myndir teknar á árunum 1999-2003. Ég set kannski fljótlega inn myndar frá BC en hér hef ég engan bíl og hef því minna farið út í náttúruna þannig að ég á ekki eins mikið af myndum héðan. En eitthvað ætti ég að geta grafið upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)