Frjáls verslun milli Íslands og Kanada
12.6.2007 | 23:04
Ég les svo sjaldan viðskiptafréttirnar að ég hlýt að hafa alveg misst af þessu í fréttunum. En mér finnst auðvitað frábært að heyra að kominn sé samningur milli Kanada og EFTA um frjálsa verslun. Ég vona að það leiði til þess að meira af íslenskum mat verði selt í Kanada.
Hér kemur annars fréttin af heimasíðu kanadíska utanríkisráðuneytisins. Ég nenni ekki að þýða hana yfir á íslensku því ég kann lítið í viðskiptaensku og myndi ábyggilega klúðra einhverju og fá svo yfir mig hafsjó af athugasemdum frá viðskiptafræðingum. Með því að skella þessu beint á firra ég mig allri ábyrgð.
Regional and Bilateral Initiatives
Canada - European Free Trade Association (EFTA)
Free Trade Agreement Negotiations
On June 7, 2007, Canada and the EFTA countries announced the conclusion of free trade agreement negotiations (See the June 7, 2007 News Release and Backgrounders). For more information, see Canada-EFTA Fast Facts.
The purpose of Canadas free trade agenda is to enhance its economic prosperity and provide the foundation for sustainable economic, social and cultural development. To remain internationally competitive, Canada must ensure that its exporters and investors have competitive terms of access to international markets. A free trade agreement (FTA) with the EFTA countries (Iceland, Norway, Switzerland and Liechtenstein) would further stimulate interest in doing business with Canada.
As Canada's first trans-Atlantic free trade agreement, an FTA with the EFTA countries will provide a strategic platform for expanding commercial ties with these countries in particular, and the European Union in general. It will offer advantages in key European markets ahead of competitors such as the United States, and will put Canada on an equal footing with competitors - such as Mexico, Chile, Korea and the European Union (EU) - who already have FTAs with EFTA.
The EFTA countries are developed, modern economies that offer significant potential markets for competitive Canadian exporters. If the combined EFTA nations were treated as one, this group would place as Canada's 8th largest merchandise export destination. Norway and Switzerland are ranked as Canada's 13th and 19th most important trading partners in terms of merchandise exports.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðbót við fréttina
11.6.2007 | 15:47
Ég þarf endilega að bæta aðeins við þessa frétt af því að ekkert er sagt um það hvers vegna Harper neitaði að hitta Bono. Svo er nefnilega mál með vexti að Bono hefur sakað Kanada um að draga lappirnar þegar kemur að Kiyoto sáttmálanum og hefur meira að segja sagt að Kanada standi í vegi fyrir að samþykkt verði ákveðin prósentulækkun á úrgangsefnum í loftslaginu. Bono vildi fá að tala við Harper til að ræða þessi mál. Harper er í mikilli vörn í sínu heimalandi vegna þess að íhaldsríkisstjórnin virðist ætla að reyna að komast undan því að halda Kiyoto og hann hefur greinilega ekki haft áhuga á að reyna að verja afstöðu sína gagnvart tónlistarmanni. Ég held þetta hafi því ekkert með það að gera að Harper hafi ekki áhuga á að hitta persónuna Bono. Og þetta skot á Paul Martin er ósanngjarnt.
Ég sagði frá því fyrr í vetur að starfsmaður Environment Canada hafi lekið þeim upplýsingum í fjölmiðla að íhaldsstjórnin hugðist ekki standa við Kyoto sáttmálann. Hann var rekinn og ríkisstjórn Harpers hefur reynt að sópa yfir þetta. Á G8 fundinum virðist hins vegar hafa komið í ljós að eitthvað var til í þessum fréttum. Enda man ég eftir að hafa hlustað á fund í alþingi Manitoba þegar verið var að ræða Kyoto og þá voru íhaldsmenn harkalega á móti sáttmálanum.
Það eina sem hægt er að segja Kanada til varnar er að þeir keppa um sömu markaði og Bandaríkjamenn sem hafa harðneitað að samþykkja sömu lækkun á losun úrgangsefna og aðrar G8 þjóðir. Harper hefur bent á að ef Kanada geri þetta en Bandaríkin ekki, þá verði samkeppnin að engu því Kanada geti ekki keppt við nágrannana í suðri. En ég verð því miður að segja að ég hef enga trú á Stephen Harper og þótt liberal stjórnin hafi ekki verið neitt sérstök, sérstaklega ekki eftir að Paul Martin tók við af Chrétien, þá var hún samt mun betri en það sem við höfum núna.
![]() |
Hafði ekki áhuga á að hitta Bono |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Harry daðrar í Calgary
9.6.2007 | 19:57
Harry er núna staddur með hersveit sinni í Calgary í Kanada við æfingar. Í gær eða fyrradag fór hann á kúrekabar og eyddi megninu af kvöldinu í að daðra við einn barþjóninn. Kom svo aftur eftir lokun og fékk að vera einn með henni um stund. Stúlkan sú tekur víst þátt í keppninni um kynþokkafyllsta barþjóninn og metnaður hennar er að verða Playboy kanína. Yrði flott prinsessa sú. Kanadísku blöðin eru full af fréttum um þetta daður prinsins sem sýnir mér að það eru ekki bara Íslendingar sem verða spenntir þegar landsmenn slá sér upp með frægum útlendingum. Ég hef reyndar ekki heyrt frasann 'Canada's daughter-in-law' ennþá, né 'Friend of Canada', en þess verður varla langt að bíða. Við Íslendingar verðum bara að kenna þeim að þeir sem slá sér upp með Kanadamönnum verða sjálfkrafa tengdasynir og -dætur Kanada, og þeir sem koma til landsins eru Kanadavinir - hvort sem þeim líkar dvölin vel eða illa. Skil ekki af hverju Kanadamenn eru ekki búnir að fatta svona einfalda hluti sem allir Íslendingar vita.
Hef reyndar velt einu fyrir mér: Ef þeir sem koma til Íslands í heimsókn eru Íslandsvinir, hvað eru þá þeir sem aldrei koma hingað? Íslandsóvinir?
![]() |
Harry Bretaprins sagður ætla að hætta í breska hernum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Málfarslöggur á íslensku
9.6.2007 | 17:35
Í fyrsta þætti íslensku útgáfunnar frétta málfarslöggurnar (auglýsi hér með eftir fólki í þeirra hlutverk) af konu á Akranesi sem segir Ég er ekki að skilja þetta og Ég var ekki að geta þetta. Löggurnar rjúka upp á Skaga með strætó en Gurrí sem situr hátt í himnaríki (og er stórglæpamaður því Púkinn vill hafa nafnið hennar Gurrý) sér þá koma og kemst undan á flótta. Þeir ná henni við Blönduós því hún vill ekki hlaupa of hratt (Blönduóslöggurnar eru mjög harðar á radarmælingunum). Gurrí nær að semja um mildaðan dóm með því að gefa upp Dodda sem ekki er aðeins stóramböguglæpamaður heldur er hann einnig í aðstöðu til að dreifa ambögunum til ungra barna í gegnum starf sitt á Amtinu. Honum verður skellt beint á íslenskunámskeið hjá Valdimari og Sverri Páli.
Í öðrum þætti sjáum við Gísla þýðanda vandræðast með þýðingar úr spænsku og hann ruglast algjörlega í spænska sagnbeygingakerfinu, gerir stórmistök sem koma fram í mjög mikilvægri þýðingu á Sjónvarpinu og þetta mál mun ná alla leið upp í kerfinu og endar með afsögn menntamálaráðherra. Gísli hins vegar snýst í lið með málfarslöggunum og fær reglulegt hlutverk í þáttunum.
Svo verða nokkrir þættir um íþróttafréttamenn.
Svo er ég að hugsa um að einn þátturinn teygi anga sína til Noregs þar sem Karl Johan hefur framselt Helgu Fanney vegna umhyggju sinnar fyrir henni. Hann er hræddur um að hún sé að tapa niður móðurmálinu. Helga verður send til Valdimars og Sverris í endurhæfingu (og þeir eru sjokkeraðir yfir hversu miklu hún hefur tapað síðan þeir sáu hana síðast) og hún reynir að sannfæra þá um að Rut sé farin að tala hrikalega ítalskaða íslensku því henni finnst ómögulegt að sitja í tímum hjá MA-genginu án þess að Rut sé nálægt.
Friðjón er kominn í skriftarteymið, Berglind mun þýða bandarísku útgáfuna yfir á íslensku, Ólafur verður ráðgjafi við spænska þáttinn og Kristján mun sjá um að selja þættina til annarra landa. Ég þarf að koma Pétri inn í þessa þætti. Ég held að hann muni leika prest sem heyrir hræðilega ambögu í einkasamtali við safnaðarmeðlim en vegna stöðu sinnar má hann ekki segja frá því hver þetta var.
Allir leikararnir (nema þeir sem leika málfarslöggurnar) munu svo koma fram aftur og aftur í mismunandi hlutverkum eins og venja er í erlendu fyrirmyndinni. Nú vantar bara í hlutverk málfarslöggnanna (sko, veikt kvenkynsorð í fleirtölu eignafalli fær n - en púkinn vill ekkert n þarna).
P.S. Vandamál hafa þegar komið upp: Íslenska stafi vantar í íslenska merki þáttanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Málfarslöggur
9.6.2007 | 06:23
Hvernig stendur á því að enginn hefur gert sjónvarpsþætti um málfræðinga? Veit fólk ekki hversu spennandi líf prófarkalesara og málfarsráðunauta er? Við erum málsfarslöggurnar!
Mér finnst kominn tími til að bæta úr þessu og þess vegna skrifaði ég Dick Wolf hjá NBC og stakk upp á nýjum spinoff þætti út frá Law & Order. Þetta er þátturinn Law & Order: Language Police, eða Lög og regla: Málfarslöggur, upp á okkar ástkæra ylhýra. Þátturinn mun fjalla um prófarkalesara á stærstu fjölmiðlum New York borgar þar sem þeir takast á við fræga fréttamenn, stjórnmálamenn og annað frægt fólk. Efni hvers þáttar verður tekið úr daglegu lífi, eins og vant er með Law & Order þættina. Fyrsti þátturinn mun fjalla um málfarsbögur varaforseta Bandaríkjanna og fyrirmyndin er að sjálfsögðu Dan Quayle sem var varaforseti Bush eldri.
Hér að ofan má sjá merki þáttanna. Hver mun ekki vilja horfa á svona þætti?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hin hliðin
9.6.2007 | 03:20
Ég var að horfa á 360° með Anderson Cooper á CNN og hann var að tala við lögræðinginn Harvey Levin um mál París Hilton. Sá sagði að það væri mjög algengt að fólki sem fengi svona létta dóma væri sleppt úr haldi eftir tvo daga í fangelsi. Hann vildi því halda því fram að París væri hér beitt órétti í nafni frægðar sinnar en ekki öfugt. Hann sagði líka að París væri þunglynd að því marki að ef hún hefði fengið lengri dóm hefði hún verið send á geðspítala fangelsisins. Það þætti hins vegar ekki gott að gera slíkt þegar viðkomandi hefði fengið svo létta dóma því þar sitja margir kolklikkaðir. Mér fannst þetta allt athyglisvert en ég veit svo lítið um réttarkerfið í Bandaríkjunum (eða hvar sem er) að ég get ekki dæmt um það hvort París slapp vel vegna frægðar sinnar (eins og flestir telja) eða illa, eins og þessi Levin virðist telja.
Annars leiðist mér Hiltondýrið ógurlega svo mér finnst bara ágætt að hún þarf að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
![]() |
Hilton send aftur í fangelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ungbörn og tungumál
9.6.2007 | 02:42
Nýleg doktorsrannsókn við Háskólann í Bresku Kólumbíu hefur sýnt fram á að ungabörn geta aðgreint hvort franska eða enska er töluð jafnvel þótt þau geti ekki heyrt neitt. Rannsóknin fór þannig fram að börnunum var sýnt myndband af fólki að tala. Skrúfað var fyrir hljóðið þannig að börnin gátu ekki heyrt tungumálið, aðeins séð andlitið á fólkinu. Textinn var Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry. Textinn var fyrst lesinn á ensku og þegar barnið virtist hafa misst áhugann skipti lesandinn yfir í frönsku. Lagt var upp með þá kenningu að ef börnin gætu greint á milli tungumála þá myndu þau aftur fá áhuga þegar skipt væri yfir í frönskuna. Þetta gekk eftir hjá yngstu börnunum sem byrjuðu aftur að horfa á skjáinn með áhuga þegar skipt var um tungumál en þetta virtist engin áhrif hafa á átta mánaða gömlu börnin, nema þau börn sem komu frá tvítyngdu heimili. Þau virtust geta greint á milli tungumála rétt eins og yngstu börnin.
Ég hef lesið margar skýrslur um ungbörn og tungumál og það er alltaf ótrúlega spennandi. Einu sinni las ég t.d. grein þar sem því var haldið fram að öll börn notuðu sitt eigið táknmál strax frá fæðingu. Þau kreppa hnefann eða teygja úr fingrunum eftir því hvað það er sem þau vilja. Fjöldi barna var rannsakaður (frá þriggja daga gömlum börnum) og þau virtust alltaf nota sama fingramálið. Skrítið.
Um landamæramál
8.6.2007 | 16:10
Kanadamenn og Bandaríkjamenn hafa getað ferðast á milli landanna tveggja án þess að hafa vegabréf. Þessu breyttu Bandaríkjamenn fyrir nokkrum mánuðum og ákváðu að nú yrðu allir að sýna vegbréf sem færu yfir landamærin, enda trúa þeir því að allt illt komi frá Kanada. Þetta hefur gert það að verkum að ótrúlegur fjöldi umsókna um vegabréf hefur legið á borðum beggja þjóða. Bandaríkjastjórn gaf út 12 milljónir vegabréfa á síðasta ári og búast við rúmum 17 milljónum í ár. Hér í Vancouver mætir fólk um fimm leytið á morgnana til að standa í röð fyrir utan vegabréfaeftirlitið, bara til þess að koma inn umsókn. Síðan hefur tekið vikur að fá vegabréfið sjálft. Kerfið er allt of seinlegt og hafa umsóknir hrúgast upp. Bandaríkjamenn eru hundóánægðir yfir þessu og því er það nú þannig að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að Bandaríkjamenn muni ekki þurfa að sýna vegabréf til að komast inn í landið (næsta hálfa árið) - en Kanadamenn munu þurfa að gera það. Og þetta þrátt fyrir að Kanada eigi í nákvæmlega sömu vandræðum og US með að gefa út nógu mörg vegabréf.
Mitt álit: Kanada á að bregðast við með því að neita Bandaríkjamönnum um að komast inn í landið án vegabréfs. Það er ástæðulaust að Bandaríkjamenn geti ferðast milli landanna án vegabréfs ef Kanadamenn geta það ekki. Jafnrétti hér takk.
Annars skiptir þetta mig engu máli persónulega. Ég hef alltaf þurft að sýna vegabréf og þarf þar að auki alltaf þurft að fylla út sérstakt grænt spjald í hvert skipti sem ég fer yfir til Bandaríkjanna. Það kostar $6 og tekur yfirleitt alla vega hálftíma aukalega bið á landamærunum.
Ég hef hins vegar fundið fyrir því hversu kerfið er langt á eftir því ég sótti um stöðu "landed immigrant" sem nú kallast víst "permanent resident". Þetta er sem sagt ekki ríkisborgararéttur heldur nokkurs konar milliréttindi. Núna er ég hér bara á námsmannavísa sem þýðir að ég má ekki vinna í landinu og ég verð að fara úr landi um leið og ég lýk námi. Með "landed" stöðunni hef ég næstum því sömu réttindi og Kanadamenn. Ég má vinna hvar sem ég vil og ég má vera í landinu eins lengi og ég vil. Ég get líka sótt um ríkisborgararétt tveimur árum eftir að ég fæ "landed". Ríkisborgararéttur er veittur eftir að maður er búinn að búa fimm ár í landinu en tíminn sem maður dvelur í landinu áður en maður fær "landed" telst aðeins til hálfs. Þar að auki verður maður að búa í alla vega tvö ár í landinu sem "landed" áður en maður fær ríkisborgararétt. Þess vegna má ég ekki sækja um strax þrátt fyrir að vera búin að búa hér í næstum átta ár. En sem sagt, ég sótti um í júlí 2005 og þetta er ekki enn komið í gegn. Mér skilst hins vegar að það eigi að taka mitt mál fyrir núna í júní. Eftir það mun ég líklega þurfa í læknisskoðun og kannski viðtal og svo ætti þetta að ganga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enn breytingar hjá Law & Order
7.6.2007 | 23:43
Undanfarna daga hafa verið að berast upplýsingar frá NBC um Law & Order þættina. Mikilvægast er að skrifað hefur verið undir samkomulag um áframhald á framleiðslu þáttanna sem í haust munu hefja sitt átjánda tímabil.
Milena Govich sem lék Ninu Cassady í aðeins einn vetur mun hætta og í hennar stað kemur Jeremy Sisto sem sumir kannast kannski við úr Six feet under (voru þeir þættir ekki örugglega sýndir heima?). Mér leiðist Sisto og ég er hundfúl yfir þessum breytingum. En kannski er það vegna þess að ég var að vona að ef Govich færi þá kæmi Chris Noth aftur til baka yfir á Law & Order flaggskipið. Nú þegar á að færa Law & Order: Criminal intent yfir á kapal eru miklar líkur á að Noth og/eða D'Onofrio muni báðir yfirgefa þáttinn. Chris Noth var frábær í Law & Order seríum 2-5, áður en hann gerði garðinn frægan sem Mr. Big í Sex and the City. Hugsið ykkur, Chris Noth og Jesse Martin saman á skjánum. Úllalla.
Aðrar breytingar sem tilkynnt hefur verið um er brotthvarf Fred Thompson (sem Arthur Branch) en talið er líklegt að hann muni reyna að fá tilnefningu sem forsetaefni Repúblikana. Hann er lögfræðingur sem hefur verið töluvert í stjórnmálum samhliða leiklistarferli sínum. Ef stóll ríkissaksóknara losnar er ekki ólíklegt að Sam Waterston muni fá stöðuhækkun, enda hefur hann verið aðstoðarmaður ríkissaksóknara núna í 12 ár. Waterston er þar að auki farinn að eldast og sjálfsagt þreyttur á að keyra á milli New York og Connecticut þar sem hann býr. Hlutverk ríkissaksóknara er töluvert minna og er vanalega tekið upp á einum degi þannig að hann gæti með þessu móti verið áfram í þáttunum án þess að vinna of mikið. Þar að auki er Waterston hátt launaður og þar sem þátturinn hefur tapað miklum vinsældum er ekki ólíklegt að NBC vilji ódýrari leikara í hlutverk EADA. Og hver kemur þá í stað Sams er ekki gott að vita. Ég held hins vegar að það sé ljóst að Sam Waterston muni halda áfram því í fyrsta lagi hefur ekki verið sagt að hann muni hætta (og vanalega er það komið á hreint á þessum tíma hver hættir og hver heldur áfram) og í öðru lagi tel ég það sjálfsmorð fyrir þættina ef Jack McCoy er ekki þarna ennþá. Hann er án efa langvinsælasti karakterinn. Og það er ljóst að karakterarnir skipta ótrúlegu máli. Eftir brotthvarf Jerry Orbachs, t.d. tapaði þátturinn miklum vinsældum og hefur aldrei náð sér almennilega eftir það. Þar auð auki fór NBC að rokka með tímann sem var ekki gott heldur. Miðvikudagskvöldin voru góð. Föstudagskvöld...fáránlegt. Hér horfir enginn á sjónvarp á föstudögum.
En við verðum að sjá hvað gerist og hvort þátturinn nær að jafna met Gunsmoke (longest running drama) sem sýnt var í bandarísku sjónvarpi í 20 ár.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað kemur það okkur við?
7.6.2007 | 15:28
Ég las mjög athyglisverða grein áðan sem fjallar um hvernig fólki er alveg sama um smitsjúkdóma, svo framarlega sem þeir eru langt í burtu. Asninn sem flaug frá París til Montreal fyrir viku eða svo, var greindur með alvarlegt afbrigði af berklum sem virðist ónæmt fyrir nokkurs konar lyfjum. Þetta er því illlæknandi afbrigði og því mjög lífshættulegt. Hann var greindur áður en hann fór frá Tékklandi og honum sagt að ef hann færi um borð í flugvél myndi hann hætta lífi allra sem í kringum hann væru. Hann ætti því í staðinn að hafa samband við yfirvöld. Og hvað gerir fíflið, fer um borð í tvær flugvélar, fullar of mögulegum sjúkdómum. Enn hefur enginn tilkynnt um smit, sem er sennilega vegna þess að hann var ekki byrjaður að hósta, en það hefði auðvitað getað gerst hvenær sem var. Hann er álíka saklaus og maður sem keyrir blindfullur á bíl en er svo heppinn að enginn verður á vegi hans.
Greinarhöfundur minntist á að í hvert skipti sem hann hefði skrifað grein um ástand heilsugæslu í fátækari löndum og hvernig betur sett þjóðfélög gætu hjálpað, fengi hann alltaf fjölda bréfa frá lesendum sem segðu beinlínis: Hvað kemur þetta okkur við og hvers vegna ættum við að eyða okkar peningum í að hjúkra fólki sem við þekkjum ekki neitt? Kannski ættu þau að spyrja allt fólki sem deildi flugvél með hálfvitanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)