Færsluflokkur: Bloggar
They say it's your birthday – It's my birthday too, yeah!
14.9.2007 | 08:17
Það er komið fram yfir miðnætti sem þýðir að afmælisdagurinn minn er tæknilega runninn upp. Reyndar rann hann upp á Íslandi fyrir næstum níu klukkutímum þannig að í raun er afmælisdagurinn minn löngu kominn. Held reyndar að ég hafi ekki fæðst fyrr en um hálftólf leytið að morgni þannig að enn eru tveir og hálfur tími þar til þetta er opinbert.
Ég hugsa að ég baki eitthvað á morgun. Er búin að nefna það við fólk að það ætti að kíkja við. Sýni kannski einhverjar myndir úr því partýi. Set inn nokkrar gamlar myndir á meðan.
Held að þessi fyrsta sé örugglega ein af elstu myndunum sem til er af mér. Mamma og pabbi geta líklega svarað því hvort svo er. Ætli ég sé ekki tveggja þriggja mánaða þarna.
Mynd númer tvö er tekin fyrir akkúrat 35 árum (ó mæj - rosalega er ég orðin gömul). Ég hef áður sett þessa mynd inn á netið enda þykir mér hún skemmtileg.
Þriðja myndin er úr öðru afmæli, líklega tíu ára afmælinu. Þarna erum við Jón Ingvi greinilega að skemmta liðinu. Hann er konan og ég er karlinn. Á bak við má greina Kalla, Sillu og Huldu en ég er alls ekki viss um hver hin tvö eru. Það er hugsanlegt að þetta sé Lilja þarna lengst til vinstri en hver er á milli Sillu og Huldu?
Að lokum getið þið séð hann Palla minn syngja til mín. Alla vega held ég að hann sé að syngja þetta til mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
100.000 flettingar
13.9.2007 | 19:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýja tölvan
13.9.2007 | 06:33

Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hversdagsleikinn
12.9.2007 | 18:37
Hversdagsleikinn er aftur tekinn við og ég hef frá litlu að segja. Það er eiginlega furðulegt að ég skuli nenna að skrifa eitthvað um líf mitt því það er ekki beint öfundsvert eða spennandi. Ég sit heima og vinn að ritgerðinni minni og inn á milli fer ég og klifra eða spila fótbolta. Ég fer næstum því aldrei á skemmtistaði eða bari (setti þó met í ágúst og byrjun september með því að fara eitthvert út þrjár helgar af fjórum. Hafði þá ekki farið slíkt í marga marga mánuði). Ég fer í bíó kannski annan hvern mánuð og þá vanalega ein því vinir mínir annað hvort hafa annan bíósmekk eða búa of langt í burtu til þess að það borgi sig að fara saman. Ég hef farið tvisvar á tónleika og í bæði skipin ein. Enginn vina minna hefur sama smekk og ég. Ég hef aðeins farið tvisvar í fjallgöngu í allt sumar þrátt fyrir að mér þyki það ákaflega skemmtilegt. En það er af því að ég á engan bíl og það tekur langan tíma að komast í fjöllin með almennings samgöngum. Ég þarf því að treysta á aðra. Ég hafði ekki efni á að ferðast neitt og það eina sem ég fór í sumar var því ferðin mín til Portland og ég fór bara þangað af því að það kostaði ekki nema um 4000 að fara þangað og ég fékk ókeypis gistingu. Ég þekki nú orðið fleira fólk hér sem ætlar að stunda Whistler í vetur en ég er ekki viss um að ég hafi efni á að fara eins oft og ég vildi. Mikið rosalega er ég orðin leið á því að vera fátækur námsmaður. Vildi að ég gæti klárað þessa bölvaða ritgerð í einum grænum og farið að vinna. En ég get bara ekki skrifað þetta skrímsli hraðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tottenham aðdáandi auðvitað!
12.9.2007 | 00:56
![]() |
Ráðist á Alex Ferguson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ekki Davíð, takk
11.9.2007 | 21:12
Það hefur löngum verið hefð á Íslandi að íslenska nöfn konungsfólks, svo og páfans. Þess vegna notum við Karl, Vilhjálmur, Friðrik, o.s.frv. í stað Charles, William, Frederick. Og þetta hefur náð almennri fótfestu. Einnig var alltaf talað um Jóhannes Pál páfa. Stundum hafa fjölmiðlarnir reynt þetta líka með nöfn tónlistarmanna; man t.d. eftir því þegar talað var um Gogga Michaels, og Pál unga (Paul Young). Slíkt hefur hins vegar aldrei náð almennri notkun eins og það að íslenska nöfn konungsfólksins. Og David Beckham er enginn konungur, ekki einu sinni á fótboltavellinu - góður, en ekki bestur. Og það að þetta skuli gert í frétt sem fjallar einmitt um hvað hann er ofmetinn gerir þetta auðvitað enn fáránlegra.
Auðvitað ætti aldrei að íslenska nöfn fólks. Nöfnin eru hluti af því maður er (nema páfinn sem fær allt annað nafn en það sem hann er skírður) og því á ekki að breyta, þótt í öðrum löndum séu nöfn með svipaðan hljóm. Sjálf er ég oft þreytt á því hversu fáir hér vestra geta borið nafnið mitt fram á þann hátt sem ég á að venja, það verður alltaf annað hvort kristÍn (með áhersluna á seinna atvkæðið) eða Kristin (með i en ekki í í seinna atkvæði). Þess vegna kynni ég mig stundum bara sem Stínu því fólk klúðrar því ekki.
![]() |
Beckhamhjónin eru ofmetnasta fólk í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.9.2007 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sex ár liðin
11.9.2007 | 16:53
Í dag eru liðin sex ár frá árásinni á tvíburaturnana í New York. Ég man þennan dag býsna vel. Vanalega var vekjaraklukkan stillt á útvarpið og þegar við vöknuðum á morgnana var það fyrsta sem maður gerði að hlusta á fréttir. Það var ekkert öðruvísi þennan morgun og við heyrðum um fyrri vélina sem lenti á fyrri turninum. Þetta var slys og maður hugsaði pínulítið til fólksins sem lést en ekkert meira en þegar maður heyrir um náttúruhamfarir víða um heiminn. En þegar við komum upp í skóla og ég komst í tölvuna mína kíkti ég á fréttirnar á netinu og sá þá fréttina um seinni flugvélina. Það var ljóst að ekki hafði verið um slys að ræða. Ég held að enginn hafi unnið sérlega vel þennan dag. Við sátum límd við útvarpið og heyrðum af hinum flugvélunum tveim, og greyið Ariane, fornleifafræðingurinn, sat í símanum og reyndi að fá upplýsingar um eiginmann vinkonu sinnar sem vann í öðrum hvorum turninum.
Nokkrum dögum seinna fékk ég einhverja kveisu og var heima í tvo þrjá daga og horfði þá mikið á sjónvarpið. Allar rásir voru undirlagðar atburðunum 11. september. Allir umræðuþættirnir fjölluðu um þessa atburði og töluðu við fólk sem þeim tengdust. Talað var við ekkju mannsins sem hringdi úr flugvélinni sem fór niður í Pennsylvaniu. Talað var við sjálfboðaliða. Talað var við fólk sem bjó nálægt og horfði með kíki á þegar fólk í turnunum kastaði sér út um glugga bygginganna því það vildi fremur hrapa til bana en brenna inni. Ég er ekki viss um að augun í mér hafi þornað almennilega í marga daga.
Almennt finnst mér ríkisstjórn Bandaríkjanna og forustumenn hafa hegðað sér eins og skepnur í áratugi, og þeir hafa að sjálfsögðu valdið dauða hundruða og þúsunda saklausra einstaklinga, t.d. í Írak og Afganistan, og þar á undan í Kóreu, Víetnam, öðrum löndum...en það breytir því ekki að þetta fólk var líka saklaust og átti ekki skilið að deyja vegna heimsku forustumanna landsins. Stundum skil ég ekki illsku fólks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þversögn, er það ekki?
10.9.2007 | 22:00
Hann Freddi er alveg ágætur í Law and Order og hann er greinilega meinfyndinn í pólitíkinni. Að segja að það verði að finna Bin Laden og taka hann af lífi, en bæta því svo við að það muni þó ekki vera gert án dóms og laga er svolítil þversögn. Það hefur ekki farið fram dómstóll í máli Bin Ladens þannig að bara það að segja að það verði að taka hann af lífi bendir til þess að Thompson sé búinn að gera upp hug sinn. Og dómstóll þar sem fólk er sannfært um hver niðurstaðan eigi að vera áður en réttað er í málinu getur varla verið mjög sanngjarn. Ef Freddi væri betur gefinn hefði hann látið nægja að segja að það þyrfti að ná Bin Laden og rétta yfir honum.
Ó, tók eftir að Doddi sagði næstum því það sama og ég. O well, great minds think alike.
![]() |
Thompson: Nauðsynlegt að handsama bin Laden og taka hann af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Niður með rassalausu strákana
10.9.2007 | 16:24


Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sólbrann í september
10.9.2007 | 05:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)