Frábært kjúklingasalat
18.7.2007 | 01:45
Stundum bý ég til alveg magnaðan mat, algjörlega óvart. Nei, þetta er ekki rétt lýsing hjá mér. Réttari lýsing væri að segja að ég breyti uppskriftum þannig að þær samræmist betur því sem ég á í ísskápnum, og útkoman verður stórkostleg.
Í gær var ég í Market Place kjörbúðinni, sem er svona aðeins fínni búð en Safeway þar sem ég versla vanalega. Ég vissi ekki hvað ég vildi hafa í kvöldmatinn en í kassa nálægt inngangnum var bunki af uppskriftartímariti frá búðinni. Frítt blað, gefið út til þess að hvetja fólk til þess að kaupa sérvörur verslunarinnar. Ég fletti í gegnum blaðið og sá þar uppskrift af kjúklingasalati sem mér leist vel á. Gallinn var að ég þyrfti að kaupa hrikalega margt í salatið og mér fannst það algjör óþarfi. T.d. voru í réttinum sérstakar kjúklingabringur í ákveðnum legi frá versluninni. Salatsósa frá þeim, hnetubland frá þeim, o.s.frv. Kjúklingabringurnar voru seldar margar saman í pakka fyrir 14 dollara og ég myndi þurfa að borða kjúklinga í alltaf mörg mál. Svo ég keypti venjulegar kjúklingabringur, rauðlauk og avókadó og ákvað að nota það sem ég ætti heima í afganginn.
Ég fór í gegnum ísskápinn og eftir að svolitla leit og nokkrar pælingar gerði ég eftirfarandi.
Ég helti hungangs hvítlaukssósu (honey garlic) frá
Ég skar niður rauðlauk og avódadó og setti saman í skál. Blandaði saman við það balsamic vinigrette.
Skellti slatta af grænum salat blöðum (hvað sem er ætti að duga - eitthvað bland í poka t.d.) í skál, hellti avókadó og laukblöndunni yfir, bætti kjúklingnum út í og að lokum hnetum (t.d. furuhnetum, valhnetum).
Þetta var svo gott að ég bjó aftur til svona salat í kvöld, enda átti ég enn eftir svolítinn kjúkling og hinn hlutann af avókadóinu (get ekki vanist því að kalla þetta lárperu).
Mæli með þessu.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skil ekki gyðingahatur
17.7.2007 | 21:43
Ég þekki fjölda gyðinga og þetta er upp til hópa hið besta fólk. Yfirleitt hef ég ekki einu sinni vitað að um gyðing væri að ræða fyrr en mér var sagt frá því. Í einstaka tilfellum fattar maður það á nafni viðkomandi, og það hefur komið fyrir að útlit hafi bent til þess en yfirleitt þekki ég ekki gyðinga frá öðrum. Skil því ekki hvernig fólk getur hatast út í þá.
Ég er reyndar ekki sérlega hrifin af Ísrael og mér hefur fundist að þeir hafi oft sloppið við gagnrýni fyrir það sem þeir hafa gert Palestínumönnum. Takið eftir að ég er ekki að segja að Palestínumenn séu saklausir, né stend ég með þeim í deilunni þarna við botn Miðjarðarhafs. Það eina sem ég er að segja er að ég tel báða aðilja sökótta í málinu en vaninn hefur verið að slengja öllu á Palestínu og hvítþvo Ísrael. Alla vega hér vestra.
Hvort Gyðingar standa fremur með Ísrael en þeim löndum sem þeir búa í veit ég ekkert um en það er ábyggilega bara upp og ofan. Ég veit t.d. um einn gyðing frá Ísrael sem segist fremur myndu fremja sjálfsmorð en að fara aftur þangað (hún stendur í stappi við að fá græna kortið). Eitt af því sem fólk kvartar yfir eru ítök gyðinga í fjármál- og viðskiptaheiminum. Þýðir það ekki bara að þetta sé duglegt og gáfað fólk sem nær að koma sér áfram? Er þetta ekki það sama og Danir eru að ásaka Íslendinga um?
Ég vona að fólk fari að verða aðeins umburðarlyndara gagnvart náunganum.
![]() |
Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gleðifréttir
17.7.2007 | 18:52
Bláberjatímabilið er hafið. Ég keypti í gær tæpt kíló af bláberjum á aðeins 360 krónur. Það er aðeins um 60 krónum dýrara en tæpt hálft kíló kostaði í síðustu viku. Var búin að borða tvær slíkar dollur (eða voru þær þrjár?) og nú getur bláberjaátið hafist fyrir alvöru. 900 grömm af stórum, safaríkum bláberjum bíða mín í ísskápnum.
Það skal þó tekið fram að þótt berin séu góð þá jafnast þau ekki á við aðalber og aðalbláber úr Þorvaldsdal í Eyjafirði, enda var langafi minn Frímann Þorvaldsson úr Þorvaldsdalnum, svo og faðir hans Þorvaldur og hans faðir Þorvaldur og hans faðir Þorvaldur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að grínast eða ekki að grínast - það er spurningin
17.7.2007 | 15:54
Ég sá í morgun að margir bloggarar telja að Victoria hafi verið að grínast í þættinum. Ég held að það sé rétt að hún hafi stundum verið að grínast, en einhvern veginn finnst mér þó að í heild sinni hafi þátturinn sýnt hana í nokkuð réttu ljósi. Kannski vegna þess að hún virðist ekki nógu góður leikari til þess að þetta hafi verið meira og minna grín hjá henni. Og hvers vegna segi ég það? Í upphafi þáttarins þegar Victoria kemur fyrst til Bandaríkjanna þarf hún að ganga í gegnum hóp af ljósmyndurum sem taka myndir af henni. Þegar hún er komin inn í bíl segir hún eitthvað um að þeir hafi greinilega vitað af ferðum hennar, en bættir svo við - í gríni: "En kannski voru þeir bara að bíða eftir einhverri annarri. Kannski er von á Madonnu eða eitthvað." Þessi lína varð góður samanburður á annað og miðað við hversu ósannfærandi hún var þegar hún sagði þetta þá finnst mér ólíklegt að allt hitt hafi verið grín.
Þátturinn var almennt mjög skemmtilegur á að horfa og ég verð að segja að ef þetta var eitt grín frá upphafi til enda þá verð ég að klappa fyrir henni. Þá hefur hún frábæran húmor. En einhvern veginn þykir mér líklegra að hún sé bara lítil dekurrófa. En það er nú bara mitt álit byggt á því sem ég hef séð frá henni í gegnum árin. Þekki greyið ekki neitt.
Ef þið viljið lesa nánar um þáttinn þá bloggaði ég um hann í gær á meðan ég horfði. Það má lesa hér.
![]() |
Sjónvarpsþáttur Victoriu sagður sjálfsdýrkunarsvall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyndnasti þáttur ársins: Victoria kemur til Ameríku
17.7.2007 | 04:15
Ég villtist inn á þáttinn Victoria Beckham: Coming to America og ég sé sko ekki eftir því. Þetta var alveg hrikalega fyndinn þáttur. Hún er svo ótrúlega snobbuð og fín með sig að ég hafði stórkostlega gaman af að horfa á hana undirbúa flutning fjölskyldunnar.
Fyrst þegar hún mætti á svæðið sagðist hún hafa svo ótrúlega mikið að gera að næstu daga yrði hún algjörlega á fullu. Næsta skot sýnir hana liggjandi í sólbaði við sundlaugina.
Svo kemur nýráðin aðstoðarkona í viðtal. Victoria segir henn að það væri gott ef hún mætti snemma á morgnana ef ske kynni að "ég þyrfti á þér að halda, eða David þyrfti á þér að halda, eða strákarnir þyrftu á þér að halda, eða hundurinn þyrfti á þér að halda, eða mamma og pabbi þyrftu á þér að halda, eða ef bara einhver þyrfti á þér að halda." Stelpan spurði hvort hún ætti að þjóna David líka. "Nei, af hverju?" spurði Victoria, "finnst þér hann aðlaðandi?" "Nei nei", sagði stelpugreyið, "ég meina, hann er ekkert ljótur". Þið hefðuð átt að sjá svipinn sem Victoria sendi henni.
Svo fór Victoria út að keyra. Löggan stoppaði hana og í ljós kom að hún var ekki með löglegt ökuskírteini til að keyra í Bandaríkjunum svo hún varð að fara í ökupróf. Reyndar fannst henni verst að ljósmyndararnir náðu myndum af henni í flatbotna skóm. Hún hafði áður sagst fremur vilja deyja en að fara út í flatbotna skóm. Í prófinu var hún alltaf að tala við aðstoðarkonu sína. Henni var sagt að hún mætti það ekki, annars yrði hún felld. "En ég var bara að spyrja hana hvort hárið á mér væri í lagi!" Þegar myndin var tekin af henni fyrir skírteinið spurði hún hvort væri hægt að nota airbrush á myndina til að laga hana aðeins til.
Þegar allt er klappað og klárt og fjölskyldan væntanleg ákvað Victoria að fljúga til Evrópu og sækja liðið sitt svo þau gætu öll komið til landsins saman. Nema hvað, svo koma þau David á flugvöllinn, og engir strákar. Ætli þeir hafi gleymt börnunum?
Í bílnum á leiðinni heim sagðist hún hlakka hrikalega til þakkagjörðarhátíðarinnar. "They serve lots of pretzels which they mix together and then serve up". Hef aldrei heyrt þakkagjörðarhátíðinni þannig.
Síðasta atriðið sýndi aðstoðarkonu Victoriu kyssa hundinn hennar. Victoria lítur þóttalega á og segir: Ég myndi ekki gera þetta, hann étur skítinn úr sér! Flottur endir. Frábær þáttur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hræðilegar fréttir
16.7.2007 | 19:37
Guð minn góður. Við skulum vona að allir hafi lifað af. Þetta eru hræðilegar fréttir.
P.S. Eftir að ég skrifaði þetta var fréttinni breytt og nú hefur komið fram að fjórir meðlimir áhafnarinnar komust allir af.
![]() |
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.7.2007 kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nei, bara mestu lygararnir!
16.7.2007 | 17:35
![]() |
Íslendingar hamingjusamastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn eitt morðið í indó-kanadíska samfélaginu
16.7.2007 | 05:56
Fyrir rúmri viku var skólastjóri hér á Vancouver-svæðinu drepinn á heimili sínu. Eiginmaður hennar gaf þá skýringu að þrír menn hefðu brotist inn á heimili þeirra hjóna, lamið sig og drepið konuna. Í rúma viku hefur lögreglan leitað að mönnunum þremur en ekkert virðist styðja sögu eiginmannsins. Fyrir nokkrum dögum komu svo fram upplýsingar um að fyrir nokkrum árum hafi eiginmaðurinn ráðist á þáverandi fyrrum kærustu sína á heimili hennar svo varð að setja á hann nálgunarbann. Í dag var eiginmaðurinn svo handtekinn og er nú sá eini sem grunaður er um ódæðið. Þau hjón höfðu verið gift í viku.
Þetta er enn eitt morðið innan indó-kanadíska samfélagsins. Í apríl var 32 ára gamall Vancouver maður ákærður fyrir morðið á konu sinni, í febrúar fannst 33 ára kona stungin til bana á heimili sínu í Surrey og lítil dóttir hennar sat hjá. Enginn hefur verið ásakaður í því máli. 29. október var enn ein kona drepinn og eiginmaður hennar hefur verið ákærður um annarrar gráðu morð. Sex dögum áður fannst ófrísk kona brennd í Suður Delta. Eiginmaður hennar hefur verið ákærður fyrir morðið. Og 19. október í Port Coquitlam skaut maður konu sína í andlitið og sjálfan sig á eftir. Konan lifði af árásina en er nú blind. Í öllum tilfellum er hinn grunaði indó-kanadískur. Flestar konurnar eru það líka en í þessu síðasta tilfelli var eiginkonan múslimi.
Það er ekkert skrítið þótt maður hafi lítinn áhuga á því að giftast inn í sum samfélög. Það hefur ekkert með rasisma að gera heldur hreinlega almenna skynsemi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvernig á að selja blöð!
16.7.2007 | 02:10

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ný myndavél
15.7.2007 | 23:13
Fyrir rúmri viku keypti ég mér nýja myndavél. Þetta er Canon PowerShot S3. Mig hafði lengi langað í þessa vél en sagði sjálfri mér að ég gæti ekki farið að eyða peningum í nýja myndavél á meðan gamla vélin væri enn nothæf. Sú vél var hins vegar orðin 6 ára og svolítið úr sér gengin. Hún var aðeins tveggja pixla vél með 2x optical zoom og 4x digital zoom (sem er auðvitað gagnslaust - maður getur allt eins stækkað myndina á tölvunni). Litirnir eru heldur ekkert miðað við það sem nú er hægt að fá. Eftir að ég kynntist vélinni hans Martins í fyrra hef ég betur og betur gert mér grein fyrir því hvað mín vél var léleg miðað við nýju vélarnar. Mér finnst ofsalega gaman að taka myndir en gamla Canon vélin hreinlega gerði ekkert fyrir mig lengur. Ég hafði samt samviskubit yfir því vegna þess að ég elskaði þá vél þegar ég fékk hana. Það var ein fyrsta Digital Elph vélin frá Canon, pínulítil vél úr ryðfríu stáli. Hún var þá minnsta vélin sem hægt var að fá. Sú vél hefur líka þjónað mér vel í sex ár. En nú var sem sagt kominn tími á yngri systur.
Ég er búin að vera að dunda mér við að læra á vélina en það er svo margt hægt að gera við hana að ég á enn langt í land með að læra allt. En það er alltaf skemmtilegast að læra með því að prófa sig áfram. Eitt af því sem hægt er að gera er að taka myndina í svarthvítu nema maður skilur eftir einn lit. Sýni hér eitt dæmi af plöntu sem ég sá niður við Granville Island. Ég hef ekki hugmynd hver plantan er en hún er flott. Hér má sjá eina mynd í lit og aðra svarthvíta með rauða litinn skilinn eftir.
Annað sem er frábært við þessa nýju myndavél er hversu fljót hún er að taka myndir. Gamla vélin var mikið hægari þannig að stundum ætlaði ég t.d. að taka mynd af fugli en áður en það tókst var fuglinn floginn. Nú get ég náð þeim þar sem þeir blaka vængjunum. Set eina slíka inn. Mér finnst þessi alveg frábær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)