Færsluflokkur: Bloggar
Undarlegur skurður
6.5.2007 | 05:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálfsvorkunn
4.5.2007 | 18:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvað með íslensk kindabrúðkaup?
3.5.2007 | 19:34
![]() |
Geitabrúðurin öll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þrumuveður
3.5.2007 | 03:43
Það er þrumuveður úti núna. Mér brá svo þegar ég heyrði í fyrstu þrumunni fyrir um tíu mínútum að ég trúði því varla að þetta hefði verið þruma. Í Winnipeg fengum við iðulega þrumuveður en hér í Vancouver er það mjög sjaldgæft. Þannig að mér finnst alltaf þrumuveður tilheyra sléttunum. En þetta var þruma og ef ég hefði efast um það lengi þá var allur vafi tekinn af fyrir um tveimur mínútum þegar húsið alveg nötraði. Í Winnipeg var alltaf skemmtilegt í þrumuveðri. Við bjuggum á elleftu hæð með útsýni yfir stóran hluta borgarinnar og þegar þrumuveðrið kom drógum við gardínurnar frá svefnherbergisglugganum, lögðumst upp í rúm og horfðum á eldingarnar lýsa upp himininn. Við vorum líka vön að telja sekúndurnar frá því sáum eldinguna og þar til við heyrðum þrumuna og reikna þannig út hversu nálægt okkur eldingarnar voru. Þetta er ekki eins skemmtilegt þegar maður býr í gömlu timburhúsi sem ekki aðeins nötrar í þrumunum, heldur sem einnig myndi brenna upp ef eldingu slægi þar niður. Fyrstu helgina mína í Kanada sá ég brunarústirnar af sumarhúsi sem hafði verið lostið eldingu árið áður.
Það er líka svolítið ógurlegt þegar maður er í bíl og þarf að keyra í gegnum eldingarnar. En einu sinni vorum við Tim að keyra heim til Winnipeg frá Lethbridge í Alberta og keyrðum á svipuðum hraða og þrumuveðrið ferðaðist yfir Manitoba. Það var nokkuð sunnan við okkur svo við þurftum aldrei að keyra í gegnum það, en í rúman klukkutíma ferðaðist veðrið með okkur svo allan tímann sáum við eldingarnar dansa í loftinu, næstum eins og norðurljós. Það var nú skemmtilegt.
Það var annars ekki skemmtilegt hjá mér í gær. Fyrst tapaði fótboltaliðið mitt, Presto, fyrsta leiknum í sumarkeppninni (skíttöpuðum meira að segja) og þegar ég kom heim var fjórði leikur Vancouver og Ducks hálfnaður. Staðan var 1-0 fyrir Vancouver og stuttu síðar bættu þeir við marki og komust í 2-0. En snemma í þriðja hluta skoruðu endurnar og fimm mínútum fyrir leikslok jöfnuðu þeir leikinn. Þá var farið í framlenginu og eftir tvær mínútur skoruðu endurnar enn einu sinni og staðan í seríunni er því 3-1 fyrir öndunum. Leikurinn á morgun verður í Anaheim og með sigri slá þeir Vancouver út úr keppninni. Það er því að duga eða drepast, svo maður grípi til lélegra slagorða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1. Maí
1.5.2007 | 21:27
Ég óska öllum til hamingju með daginn, þótt á Íslandi sé hann næstum búinn. Ég er búin að syngja Nallann og ætla núna á eftir að taka Maístjörnuna og Fram allir verkamenn.
Þegar ég hugsa um fyrsta maí í gegnum tíðina verð ég svolítið sorgmædd yfir því hvernig hann hefur þynnst í gegnum árin. Ég hef reyndar ekki verið heiima á þessum degi í ein átta ár en eftir því sem ég heyri frá vinum og ættingjum er lítið eftir af hátíðleikanum sem áður einkenndi þennan dag. Ég man að afi var vanur að klæða sig í sín bestu föt, með hatt á höfði og 1. maí næluna í brjóstinu, og spássera niðri í bæ, í veðri sem alltaf var gott í minningunni.
Eitthvert árið sem ég var í háskólanum fórum við nokkrar stelpur úr íslenskunni saman í skrúðgöngu. Ég man að Marín var þar og ég er nokkuð viss um að Berglind og Laufey voru þar einnig. Er það ekki Berglind? Við fundum okkur stað í göngunni fyrir aftan kvenréttindakonur og fyrir framan herstöðvarandstæðinga. Okkur leið vel þarna því þá tilheyrðum við báðum hópum. Fljótt var farið að hlaða á okkur alls konar dóti og einhver var kominn með skilti og einhver annar með tamborínu, Marín held ég. Þetta var rosalega skemmtilegt. Og þannig þrömmuðum við niður Laugarveginn og öskruðum slagorð. Ég sakna þess. Ætli ég verði ekki að syngja Nallann aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skriftarþreyta
30.4.2007 | 18:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Útskriftarbúningurinn
29.4.2007 | 07:33

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að fara til hnykklæknis
26.4.2007 | 23:15
í lok janúar fór ég að fara til hnykklæknis. Það er nokkuð sem mig langaði aldrei að gera en í nóvember var ég á skíðasýningu niðri í bæ og þar var hnykklæknir að bjóða upp á einfalda mælingu þar sem maður stígur á tvær mismunandi vigtir (einn fótur á hvorri) og síðan er þyngdin á hvorum helmgini borin saman. Í ljós kom að ég var fjórtán pundum þyngri á annarri hliðinni en hinni (rúmum sex kílóum). Það er ótrúlega mikið. Þar að auki var mislægi á mjöðmunum þannig að hægri fóturinn liggur hærra en sá vinstri þannig að þó svo fótleggirnir séu jafnlangir þá byrjað þeir mishátt við mjaðmirnar og því kemur það þannig út að hægri fóturinn virkar styttri. Ég labba samkvæmt því. Að auki var mislægi í hryggjaliðium í baki og hálsi.
Þannig að ég ákvað á láta laga þetta því þetta veldur alls konar vandamálum. Fyrir tveimur vikum var ég viktuð aftur og í ljós kom að munurinn á milli hliða er nú aðeins tvö pund þannig að þetta er allt að koma. Og í dag var ég útskrifuð frá því að koma tvisvar í viku til þess að fara aðeins einu sinni í viku. Bankabókin mín er hrifin af þeirri ákvörðun.
Síðan ég fór að fara þetta hef ég ekki þurft að nota ofnæmislyf. Ég er enn oft stífluð í nefi en ekki nóg til þess að ég þurfi lyf við því lengur. Þetta er vegna þess að einn hryggjaliðurinn lá á taug sem lá yfir í nefið og gerði ofnæmið mun verra. Nú hefur verið létt á því og allt miklu betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá áttunda áratugnum
26.4.2007 | 17:00
Fyrir nokkrum vikum setti ég inn á þessa síðu mynd úr þriggja ára afmæli mínu og Jóhann Hjaltdal, fyrrum nágranni minn, var fúll yfir því að hann skuli ekki hafa verið á myndinni. Staðreyndin var sú að Jóhann var nýfæddur og var ábyggilega sofandi þegar þessi mynd var tekin. En til að bæta honum þetta upp set ég aðra mynd sem tekin var sama ár í eldhúsinu í Steinholti, þar sem Pétur, Alli og Jói bjuggu (og þar sem mamma mín ólst upp). Risastór slaufan mín hylur reyndar hálft andlitið á Pétri greyinu. Hvað var það annars með stelpur og slaufur í hárinu á þessum tíma?
Og af því að Jói er bara ungabarn á þessari mynd þá set ég hér aðra, þar sem hann er farinn að geta setið uppréttur. Mmmmmm, tekex og djús. Það vekur margar góðar minningar.
Það eru annars til margar skemmtilegar myndir frá þessum tíma. Mynd númer þrjú er tekin úti í garði hjá mömmu og pabba, fyrir framan risastór kartöflugrös. Lengst til vinstri er Obba (Þorbjörg Ingvadóttir), síðan ég, þá Guðrún Helga frænka mín sem var í heimsókn frá Húsavík, og loks Alli.
Og svo verð ég að láta fljóta með eina mynd af okkur Jón Ingva. Jón Ingvi var eins og bróðir minn, við vorum alltaf saman, enda passaði mamma hann mikið. Yfirleitt var ég ennþá sofandi þegar hann kom yfir á morgnana og þá beið hann stundum við rúmið mitt þar til ég vaknaði. Þess mynd er greinilega tekin í miklu sólskini úti á svölum heima hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drepfyndið
26.4.2007 | 16:30
![]() |
Bush sýndi afrískan dans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)